Lífið

Lita­dýrð, glamúr og tón­listar­veisla í verslun Hildar Yeoman

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Tónlistargleði og litadýrð voru alls ráðandi í verslun Hildar Yeoman á Airwaves helginni. Tónlistarkonan Jófríður og hljómsveitin Cyber spiluðu fyrir gesti.
Tónlistargleði og litadýrð voru alls ráðandi í verslun Hildar Yeoman á Airwaves helginni. Tónlistarkonan Jófríður og hljómsveitin Cyber spiluðu fyrir gesti.

Það var mikið um dýrðir í verslun Hildar Yeoman á Laugarveginum nú á dögunum þegar tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fór fram. Yeoman fagnaði nýrri línu sinni Hidden People með sannkallaðri tónlistarveislu í verslun sinni.

Á fimmtudeginum spilaði tónlistarkonan Jófríður Ákadóttir, betur þekkt sem JFDR, fyrir gesti verslunarinnar. Á föstudagskvöldið spilaði hljómsveitin Cyber fyrir troðfullu húsi. Þá höfðu áhorfendur einnig komið sér fyrir fyrir framan búðargluggann, svo mikil var aðsóknin.

Á laugardeginum var það DJ Dóra Júlía sem hélt uppi stuðinu. Mikil stemning ríkti í búðinni þrátt fyrir að margir hafi verið þriðja degi Airwaves gleðinnar.

Línan Hidden People er innblásin af huldufólki og litum og áferð íslenskrar náttúru. Hildur hannaði línuna í miðjum heimsfaraldri þegar allir voru að ferðast innanlands og spá meira í nærumhverfinu, íslenskri náttúru og þjóðsögum.

Sjá einnig: Glys­girni huldu­fólks veitti Hildi Yeoman inn­blástur

Tónlistarkonan JFDR glæsileg í kjól úr línunni.yeoman
Mikil stemning í versluninni á meðan JFDR spilaði fyrir gesti.yeoman
Tvíeykið í Cyber í hönnun Hildar Yeoman.yeoman
Tónlistarkvárið Jóhanna Rakel í Cyber.yeoman
Cyber spiluðu fyrir troðfullri búð.yeoman
Salka Valsdóttir meðlimur Cyber.
Gestir höfðu komið sér fyrir fyrir utan búðarglugga, svo mikil var aðsóknin.
DJ Dóra Júlía hélt uppi stuðinu á laugardeginum.yeoman
Nýja lína Yeoman nefnist Hidden People og er innblásin af huldufólki og íslenskri náttúru.
Yeoman frumsýndi línuna í versluninni á Airwaves.SAGA SIG


Tengdar fréttir

Glys­girni huldu­fólks veitti Hildi Yeoman inn­blástur

Litadýrð, glans og glimmer einkenna nýja línu Hildar Yeoman, Hidden People, sem frumsýnd er þessa dagana á Airwaves. Hátíðarhöld hófust í verslun Yeoman á Laugarveginum í gær þegar tónlistarkonan JFDR spilaði fyrir gesti.

Venus Williams valdi Hildi Yeoman fyrir Glamour viðtal

Tennisdrottningin Venus Williams prýðir nýjustu forsíðu tímaritsins Glamour. Það vakti sérstaka athygli okkar á Lífsinu að hún klæddist flíkum frá íslensku versluninni Yeoman í viðtali við Glamour. 


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.