Stóra kókaínmálið: Liðsstjóri landsliðs og timbursali meðal sakborninga Sunna Sæmundsdóttir skrifar 14. nóvember 2022 12:23 Kókaínið sem fannst. Um er að ræða hundrað kíló af efninu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Enginn fjögurra sakborninga í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar á að baki sakaferil að ráði og í hópi þeirra eru timbursali og fyrrverandi liðsstjóri hjá íslensku landsliði í rafíþróttum. Málið verður þingfest á miðvikudag. Málið varðar innflutning á um eitt hundrað kílóum af kókaíni sem voru falin í sjö trjádrumbum í timbursendingu til Íslands. Efnunum var komið fyrir í gámnum í Brasilíu en sendingin fór fyrst til Hollands. Lögreglan á Íslandi hafði komist á snoðir um smyglið vegna rannsóknar á skipulagðri brotastarfsemi og lét tollverði í Rotterdam í Hollandi vita sem skiptu kókaíninu út fyrir gerviefni áður en gámurinn var sendur áfram til Íslands. Fram kom í fréttum í sumar að götuvirði efnanna væri um tveir milljarðar króna. Í ákæru segir að gámurinn hafi verið fluttur í Borgartún frá tollsvæðinu við höfnina hinn 2. ágúst. Þar stóð hann í tvo daga áður en drumbarnir voru teknir og fluttir til Hafnarfjarðar, þar sem fíkniefnin voru fjarlægð. Að því loknu var efnunum pakkað áður en hluti var fluttur til annars aðila til dreifingar og sölu. Lögregla lagði hald á hluta ætlaðra fíkniefna í bifreið við Vefarastræti í Mosfellsbæ. Mennirnir eru ákærðir fyrir skipulagða brotastarfsemi, tilraun til stórfellds fíkniefnalagabrots og peningaþvætti. Rolex-úr gert upptækt Saksóknari krefst þess að ýmislegt verði gert upptækt sem er talið hafa verið keypt fyrir illa fengið fé. Þar á meðal Rolex úr og Lexus bíll sem Jóhannes hafði keypt sér. Einnig á níunda tug timburdrumba og Volkswagen jepplingur sem sagt er að hafi staðið til að nýta til að flytja fíkniefni. Sömuleiðis fjöldi síma og fleira. Við húsleit hjá ákærðu fannst nokkuð af fíkniefnum á borð við MDMA, maríhúana, kannabislauf og kannabisplöntur sem einn ákærðu hafði verið að rækta. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag og enginn fjórmenninganna á að baki einhvern sakaferil að ráði. Einn ákærðu er Páll Jónsson timburinnflytjandi á sjötugsaldri og í ákæru segir að fyrirtækið hans Hús og Harðviður hafi verið notað til peningaþvættis. Þá er Jóhannes Páll Durr einnig á meðal sakborninga en hann hefur meðal annars verið liðsstjóri íslenska landsliðsins í efótbolta. Auk þeirra eru Daði Björnsson, þrítugur karlmaður, og Birgir Halldórsson, 27 ára karlmaður, ákærðir í málinu. Daði er einnig ákærður fyrir fyrrnefnda kannabisræktun og vörslu á maríjúana. Tugir óútskýrðra milljóna Karlmennirnir fjórir eru allir ákærðir fyrir peningaþvætti með því að hafa um nokkuð skeið, fram að handtökunni 4. ágúst, tekið við, geymt, umbreytt eða aflað sér ávinnings af refsiverðum brotum og eftir atvikum með ólögmætum og refsiverðum hætti. Í tilfelli Páls telur lögreglan að rúmlega sextán milljónir króna hafi verið á bankareikningi Páls sem voru óútskýrðar tekjur. Birgir átti rúmlega þrettán milljónir króna á bankareikninig sem engin skýring var á, Jóhannes um sautján milljónir króna og Daði rúmlega sextán milljónir króna. Í flestum tilfellum var um að ræða reiðufé sem var lagt inn á bankareikning. Reikna má með þungum dómum í málinu verði ákærðu fundnir sekir. Á dögunum fengu tveir karlmenn tólf ára fangelsisdóm í umfangsmiklu fíkniefnamáli þar sem efni voru flutt til landsins í saltdreifara. Tólf ára fangelsi er hámarksrefsing í málaflokknum. Fíkniefnabrot Stóra kókaínmálið 2022 Lögreglumál Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Málið varðar innflutning á um eitt hundrað kílóum af kókaíni sem voru falin í sjö trjádrumbum í timbursendingu til Íslands. Efnunum var komið fyrir í gámnum í Brasilíu en sendingin fór fyrst til Hollands. Lögreglan á Íslandi hafði komist á snoðir um smyglið vegna rannsóknar á skipulagðri brotastarfsemi og lét tollverði í Rotterdam í Hollandi vita sem skiptu kókaíninu út fyrir gerviefni áður en gámurinn var sendur áfram til Íslands. Fram kom í fréttum í sumar að götuvirði efnanna væri um tveir milljarðar króna. Í ákæru segir að gámurinn hafi verið fluttur í Borgartún frá tollsvæðinu við höfnina hinn 2. ágúst. Þar stóð hann í tvo daga áður en drumbarnir voru teknir og fluttir til Hafnarfjarðar, þar sem fíkniefnin voru fjarlægð. Að því loknu var efnunum pakkað áður en hluti var fluttur til annars aðila til dreifingar og sölu. Lögregla lagði hald á hluta ætlaðra fíkniefna í bifreið við Vefarastræti í Mosfellsbæ. Mennirnir eru ákærðir fyrir skipulagða brotastarfsemi, tilraun til stórfellds fíkniefnalagabrots og peningaþvætti. Rolex-úr gert upptækt Saksóknari krefst þess að ýmislegt verði gert upptækt sem er talið hafa verið keypt fyrir illa fengið fé. Þar á meðal Rolex úr og Lexus bíll sem Jóhannes hafði keypt sér. Einnig á níunda tug timburdrumba og Volkswagen jepplingur sem sagt er að hafi staðið til að nýta til að flytja fíkniefni. Sömuleiðis fjöldi síma og fleira. Við húsleit hjá ákærðu fannst nokkuð af fíkniefnum á borð við MDMA, maríhúana, kannabislauf og kannabisplöntur sem einn ákærðu hafði verið að rækta. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag og enginn fjórmenninganna á að baki einhvern sakaferil að ráði. Einn ákærðu er Páll Jónsson timburinnflytjandi á sjötugsaldri og í ákæru segir að fyrirtækið hans Hús og Harðviður hafi verið notað til peningaþvættis. Þá er Jóhannes Páll Durr einnig á meðal sakborninga en hann hefur meðal annars verið liðsstjóri íslenska landsliðsins í efótbolta. Auk þeirra eru Daði Björnsson, þrítugur karlmaður, og Birgir Halldórsson, 27 ára karlmaður, ákærðir í málinu. Daði er einnig ákærður fyrir fyrrnefnda kannabisræktun og vörslu á maríjúana. Tugir óútskýrðra milljóna Karlmennirnir fjórir eru allir ákærðir fyrir peningaþvætti með því að hafa um nokkuð skeið, fram að handtökunni 4. ágúst, tekið við, geymt, umbreytt eða aflað sér ávinnings af refsiverðum brotum og eftir atvikum með ólögmætum og refsiverðum hætti. Í tilfelli Páls telur lögreglan að rúmlega sextán milljónir króna hafi verið á bankareikningi Páls sem voru óútskýrðar tekjur. Birgir átti rúmlega þrettán milljónir króna á bankareikninig sem engin skýring var á, Jóhannes um sautján milljónir króna og Daði rúmlega sextán milljónir króna. Í flestum tilfellum var um að ræða reiðufé sem var lagt inn á bankareikning. Reikna má með þungum dómum í málinu verði ákærðu fundnir sekir. Á dögunum fengu tveir karlmenn tólf ára fangelsisdóm í umfangsmiklu fíkniefnamáli þar sem efni voru flutt til landsins í saltdreifara. Tólf ára fangelsi er hámarksrefsing í málaflokknum.
Fíkniefnabrot Stóra kókaínmálið 2022 Lögreglumál Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira