Dómar í saltdreifaramálinu þyngstu dómar sem fallið hafa í fíkniefnamáli Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. október 2022 20:09 Ráðgert er að verjendur muni áfrýja dómi héraðsdóms til Landsréttar á næstu dögum. Vísir Þyngstu dómar sem fallið hafa í fíkniefnamáli hér á landi féllu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Það voru tveir sakborningar í Saltdreifaramálinu svokallaða sem hlutu dómana, sem hljóða upp á tólf ára fangelsi. Þrír aðrir voru dæmdir í fangelsi og verjendur hafa þegar ákveðið að áfrýja dómnum. Fimm voru ákærðir og sakfelldir í málinu en um er að ræða eitt stærsta fíkniefnamál sem hefur komið upp hér á landi. Málið varðar annars vegar innflutning mikils magns amfetamínbasa og hins vegar umfangsmikla kannabsiræktun á sveitabænum Hjallanesi við Hellu. Málinu hefur verið lýst af lögreglu sem einu stærsta fíkniefnamáli sögunnar en lagt var hald á gífurlegt magn fíkniefna og var götuvirði efnanna talið nema 1,7 milljarði króna. Ráðgera að áfrýja á næstu dögum Halldór Margeir Ólafsson og Ólafur Ágúst Hraundal hlutu báðir tólf ára dóm fyrir aðild þeirra að málinu, sem er þyngsti mögulegi dómur fyrir fíkniefnalagabrot. Guðlaugur Arnar Guðmundsson og Guðjón Sigurðsson hlutu tíu ára fangelsisdóm en Geir Elí Bjarnason hlaut tveggja ára dóm fyrir hans aðild. „Varðandi þátt umbjóðanda míns liggja ekki fyrir nein fíkniefni, það er að segja, það eru bara hugmyndir að það hafi verið framleidd svo og svo mörg kíló af fíkniefnum úr svo og svo mörgum lítrum af amfetamínbasa. En þetta eru mjög þungir dómar, mjög þungir dómar,“ segir Sigurður G. Guðjónsson, verjandi Guðlaugs Agnars. Verður áfrýjað? „Já alveg örugglega, alveg örugglega,“ segir Sigurður og bætir við að líklega verði það gert á allra næstu dögum. Dómur í takt við kröfur ákæruvaldsins Ákæruvaldið studdist mikið við dulkóðuð gögn sem bárust lögregluyfirvöldum hér á landi frá Europol árið 2020. Í gögnunum mátti rekja samskipti Íslendinga á samskiptaforritinu Encrochat, sem fréttastofa hefur fjallað ítarlega um. Sigurður segir ekkert haldbært hafa legið fyrir sem tengdi Guðlaug við notandann í Enchrochat, sem ákæruvaldið segir hann hafa verið á bak við, og því sé sakfelling yfir honum byggð á sandi. Sigurður G. Guðjónsson lögmaður segir málið vafalaust fara fyrir Landsrétt.Vísir/Egill „Ég er bara mjög vonsvikinn með þessa niðurstöðu fyrir skjólstæðing minn. Ég taldi að það væru ekki komin fram þau sönnunargögn sem gætu leitt til sakfellingar hans og ég er enn þeirrar skoðunar,“ segir Sigurður. Býstu við annarri niðurstöðu í Landsrétti? „Ég er að vona það já, ég er að vona að mér takist að sannfæra Landsrétt um það að sönnunarreglur sakamálaréttarfars séu þannig að það verði að vera hafið yfir skynsamlegan vafa að menn séu dæmdir í fangelsi.“ Saksóknari sagði í samtali við fréttastofu að dómurinn hafi verið í takt við kröfur ákæruvaldsins, enda um mikið magn efna að ræða. Aðrir verjendur vildu ekki veita fréttastofu viðtal í dag. Saltdreifaramálið Dómsmál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Þungir dómar í saltdreifaramáli Sakborningar í Saltdreifaramálinu svokallaða fengu þyngstu mögulegu refsingu í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar dómur í málinu var kveðinn upp í dag. Tveir hlutu tólf ára fangelsi sem er þyngsti dómur sem fallið hefur í fíkniefnamáli hér á landi. Refsiramminn hefur því verið fullnýttur í fyrsta skipti. 20. október 2022 15:42 Fara fram á hámarksfangelsisdóm í saltdreifaramálinu Ákæruvaldið fer fram á hámarksfangelsisdóm yfir þeim sem ákærðir eru fyrir innflutning á fíkniefnum í saltdreifara og umfangsmikla kannabisræktum. Farið er fram á tveggja ára fangelsi á einn mann sem sá um fræðilega hlið ræktunarinnar. 22. september 2022 12:56 Notuðu hestamennsku sem yfirvarp fyrir kannabisræktun Fjórir karlmenn eru ákærðir fyrir mjög umfangsmikla kannabisræktun á bóndabæ á Suðurlandi. Samkvæmt vitnisburði lögreglunnar átti húsráðandi, sem ekkert vit hafði á kannabisræktun, samskipti við annan höfuðpaur ræktunarinnar með hestamennskudulmáli. 21. september 2022 21:01 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Fimm voru ákærðir og sakfelldir í málinu en um er að ræða eitt stærsta fíkniefnamál sem hefur komið upp hér á landi. Málið varðar annars vegar innflutning mikils magns amfetamínbasa og hins vegar umfangsmikla kannabsiræktun á sveitabænum Hjallanesi við Hellu. Málinu hefur verið lýst af lögreglu sem einu stærsta fíkniefnamáli sögunnar en lagt var hald á gífurlegt magn fíkniefna og var götuvirði efnanna talið nema 1,7 milljarði króna. Ráðgera að áfrýja á næstu dögum Halldór Margeir Ólafsson og Ólafur Ágúst Hraundal hlutu báðir tólf ára dóm fyrir aðild þeirra að málinu, sem er þyngsti mögulegi dómur fyrir fíkniefnalagabrot. Guðlaugur Arnar Guðmundsson og Guðjón Sigurðsson hlutu tíu ára fangelsisdóm en Geir Elí Bjarnason hlaut tveggja ára dóm fyrir hans aðild. „Varðandi þátt umbjóðanda míns liggja ekki fyrir nein fíkniefni, það er að segja, það eru bara hugmyndir að það hafi verið framleidd svo og svo mörg kíló af fíkniefnum úr svo og svo mörgum lítrum af amfetamínbasa. En þetta eru mjög þungir dómar, mjög þungir dómar,“ segir Sigurður G. Guðjónsson, verjandi Guðlaugs Agnars. Verður áfrýjað? „Já alveg örugglega, alveg örugglega,“ segir Sigurður og bætir við að líklega verði það gert á allra næstu dögum. Dómur í takt við kröfur ákæruvaldsins Ákæruvaldið studdist mikið við dulkóðuð gögn sem bárust lögregluyfirvöldum hér á landi frá Europol árið 2020. Í gögnunum mátti rekja samskipti Íslendinga á samskiptaforritinu Encrochat, sem fréttastofa hefur fjallað ítarlega um. Sigurður segir ekkert haldbært hafa legið fyrir sem tengdi Guðlaug við notandann í Enchrochat, sem ákæruvaldið segir hann hafa verið á bak við, og því sé sakfelling yfir honum byggð á sandi. Sigurður G. Guðjónsson lögmaður segir málið vafalaust fara fyrir Landsrétt.Vísir/Egill „Ég er bara mjög vonsvikinn með þessa niðurstöðu fyrir skjólstæðing minn. Ég taldi að það væru ekki komin fram þau sönnunargögn sem gætu leitt til sakfellingar hans og ég er enn þeirrar skoðunar,“ segir Sigurður. Býstu við annarri niðurstöðu í Landsrétti? „Ég er að vona það já, ég er að vona að mér takist að sannfæra Landsrétt um það að sönnunarreglur sakamálaréttarfars séu þannig að það verði að vera hafið yfir skynsamlegan vafa að menn séu dæmdir í fangelsi.“ Saksóknari sagði í samtali við fréttastofu að dómurinn hafi verið í takt við kröfur ákæruvaldsins, enda um mikið magn efna að ræða. Aðrir verjendur vildu ekki veita fréttastofu viðtal í dag.
Saltdreifaramálið Dómsmál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Þungir dómar í saltdreifaramáli Sakborningar í Saltdreifaramálinu svokallaða fengu þyngstu mögulegu refsingu í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar dómur í málinu var kveðinn upp í dag. Tveir hlutu tólf ára fangelsi sem er þyngsti dómur sem fallið hefur í fíkniefnamáli hér á landi. Refsiramminn hefur því verið fullnýttur í fyrsta skipti. 20. október 2022 15:42 Fara fram á hámarksfangelsisdóm í saltdreifaramálinu Ákæruvaldið fer fram á hámarksfangelsisdóm yfir þeim sem ákærðir eru fyrir innflutning á fíkniefnum í saltdreifara og umfangsmikla kannabisræktum. Farið er fram á tveggja ára fangelsi á einn mann sem sá um fræðilega hlið ræktunarinnar. 22. september 2022 12:56 Notuðu hestamennsku sem yfirvarp fyrir kannabisræktun Fjórir karlmenn eru ákærðir fyrir mjög umfangsmikla kannabisræktun á bóndabæ á Suðurlandi. Samkvæmt vitnisburði lögreglunnar átti húsráðandi, sem ekkert vit hafði á kannabisræktun, samskipti við annan höfuðpaur ræktunarinnar með hestamennskudulmáli. 21. september 2022 21:01 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Þungir dómar í saltdreifaramáli Sakborningar í Saltdreifaramálinu svokallaða fengu þyngstu mögulegu refsingu í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar dómur í málinu var kveðinn upp í dag. Tveir hlutu tólf ára fangelsi sem er þyngsti dómur sem fallið hefur í fíkniefnamáli hér á landi. Refsiramminn hefur því verið fullnýttur í fyrsta skipti. 20. október 2022 15:42
Fara fram á hámarksfangelsisdóm í saltdreifaramálinu Ákæruvaldið fer fram á hámarksfangelsisdóm yfir þeim sem ákærðir eru fyrir innflutning á fíkniefnum í saltdreifara og umfangsmikla kannabisræktum. Farið er fram á tveggja ára fangelsi á einn mann sem sá um fræðilega hlið ræktunarinnar. 22. september 2022 12:56
Notuðu hestamennsku sem yfirvarp fyrir kannabisræktun Fjórir karlmenn eru ákærðir fyrir mjög umfangsmikla kannabisræktun á bóndabæ á Suðurlandi. Samkvæmt vitnisburði lögreglunnar átti húsráðandi, sem ekkert vit hafði á kannabisræktun, samskipti við annan höfuðpaur ræktunarinnar með hestamennskudulmáli. 21. september 2022 21:01
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent