Innlent

For­seti Al­þingis segir von­brigði að skýrslunni hafi verið lekið

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, harmar að skýrslan hafi komist í hendur fjölmiðla áður en hún var kynnt í nefnd.
Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, harmar að skýrslan hafi komist í hendur fjölmiðla áður en hún var kynnt í nefnd. Vísir/Vilhelm

„Það eru mikil vonbrigði að ekki skuli hafa verið hægt að tryggja trúnað á þessari skýrslu í rétt rúman sólarhring,“ sagði Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, í samtali við Morgunblaðið í gær.

Umrætt plagg er skýrsla Ríkisendurskoðanda um söluna á hluta ríkisins í Íslandsbanka en til stóð að gera hana opinbera síðar í dag, eftir kynningu á henni fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd klukkan 16.

Nokkrir fjölmiðlar fengu afrit af skýrslunni í gær og sögðu af henni fréttir en Morgunblaðið segir óljóst hvort „trúnaðarrofið“ muni hafa eftirmála.

Í skýrslunni er fjallað um fjölþætta annmarka á undirbúningi og framkvæmd sölunnar en í niðurstöðukafla segir að meginmarkmið hennar og viðmið um framkvæmd hafi verið á reiki. Þá segir, svo dæmi sé tekið, að tilhlýðilegar kröfur hafi ekki verið gerðar til umsjónaraðila, söluráðgjafa og söluaðila. 

Vegna annmarka á framkvæmdinni hafi eftirspurn verið vanmetin við ákvörðun um leiðbeinandi lokaverð í útboðinu. Eins hafi ekki verið gætt eins vel og mögulegt var að reglum um gagnsæi og hlutlægni. Útfærsla tilboðsfyrirkomulagsins hafi ekki getað tryggt fullt jafnræði þeirra fjárfesta sem því var beint að. 

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Banka­sýslan bregst við Ís­lands­banka­skýrslunni: Fram­kvæmd sölunnar hafi verið í fullu sam­ræmi við lög

Bankasýsla ríkisins gerir viðamiklar athugasemdir við skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, sem birt verður á morgun. Bankasýslan segir meðal annars að fyrirkomulag sölunnar hafi verið í fullu samræmi við lög og reglur og að starfsfólk stofnunarinnar búi yfir haldgóðri menntun og mikilli reynslu af umsýslu og sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.