Fótbolti

Mikael Egill spilaði í sigri og dramatík í Rómarborg

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Nemanja Matic tryggði Roma dramatískt jafntefli gegn Torino.
Nemanja Matic tryggði Roma dramatískt jafntefli gegn Torino. Paolo Bruno/Getty Images

Mikael Egill Ellertsson kom inn á sem varamaður er Spezia vann góðan 1-2 útisigur í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Þá var mikil dramatík í Rómarborg þar sem heimamenn björguðu stigi gegn Torino.

Mikael Egill lék seinustu tíu mínúturnar í mikilvægum sigri Spezia gegn Verona í dag, en liðin eru bæði í harðri fallbaráttu. Mikael og félagar eru nú með 13 stig í 17. sæti deildarinnar eftir 15 leiki, sex stigum fyrir ofan fallsvæðið. Verona situr hins vegar sem fastast á botninum með aðeins fimm stig.

Þá reyndist Nemanja Matic hetja Roma er liðið tók á móti Torino. Gestirnir í Torino tóku forystuna á 55. mínútu leiksins, og lengi vel leit út fyrir að það yrði eina mark leiksins.

José Mourinho, þjálfari Roma, nældi sér í rautt spjald á hliðarlínunni á seinustu mínútu venjulegs leiktíma og Andrea Belotti misnotaði vítaspyrnu í uppbótartíma.

Nemanja Matic tók hins vegar frákastið eftir að Belotti hafði sett vítaspyrnuna í stöngina og tryggði heimamönnum eitt stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×