Fótbolti

PSG vann stór­sigur fyrir HM fríið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
PSG er á toppnum í Frakklandi.
PSG er á toppnum í Frakklandi. Mustafa Yalcin/Getty Images

Frakklandsmeistarar París Saint-Germain unnu 5-0 sigur á Auxerre í lokaumferð frönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta fyrir HM fríið sem hefst að þessari umferð lokinni.

Kylian Mbappé kom meisturunum á bragðið í fyrri hálfleik en það var í þeim síðari sem PSG sýndi klærnar. Carlos Soler tvöfaldaði forystuna snemma í síðari hálfleik og hann lagði svo upp mark fyrir Achraf Hakimi skömmu síðar.

Renato Sanches bætti fjórða markinu við á 81. mínútu eftir sendingu Hugo Ekitike og Hugo skoraði sjálfur fimmta markið. Lokatölur í París 5-0 heimamönnum í vil sem eru með fimm stiga forystu á Lens þegar 15 umferðum er lokið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×