Fótbolti

Annar sigurinn í röð hjá Þóri og félögum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Þórir Jóhann Helgason og félagar hans í Lecce unnu góðan sigur í kvöld.
Þórir Jóhann Helgason og félagar hans í Lecce unnu góðan sigur í kvöld. Emmanuele Mastrodonato/LiveMedia/NurPhoto via Getty Images

Þórir Jóhann Helgason og félagar hans í Lecce unnu sinn annan deildarleik í röð er vann 0-2 útisigur gegn Sampdoria í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Það var Lorenzo Colombo sem skoraði eina mark fyrri hálfleiksins þegar hann kom Lecce í forystu með marki í uppbótartíma.

Það var svo varamaðurinn Lameck Banda sem tryggði Lecce sigurinn með marki á 83. mínútu, lokatölur 0-2.

Eins og áður segir var þetta annar deildarsigur liðsins í röð, en fyrir það hafði liðið leikið sex leiki í deildinni án þess að vinna og sigurinn í kvöld því langþráður.

Lecce situr nú í 15. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með 15 stig eftir jafn marka leiki, átta stigum fyrir ofan fallsvæðið. Sampdoria situr hins vegar í næst neðsta sæti deildarinnar með aðeins sex stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×