Refsing fyrir gróft ofbeldi gegn dætrum og eiginkonu þyngd í tvö ár Árni Sæberg skrifar 12. nóvember 2022 18:45 Landsréttur þyngdi refsingu mannsins. Vísir/Vilhelm Karlmaður var í gær dæmdur til tveggja ára óskilorðsbundinnar refsingar fyrir gróft ofbeldi gagnvart fjórum dætrum sínum og fyrrverandi eiginkonu. Þá var eiginkonan dæmd til sex mánaða skilorðsbundinnar refsingar fyrir ofbeldi gagnvart þremur dætranna. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem staðfestur var fyrir utan þyngingu refsingar mannsins um sex mánuði, er lýst hrottalegu líkamlegu og andlegu ofbeldi sem maðurinn hafði beitt stúlkurnar; slegið þær með belti, herðatré og margítrekað kúgað þær til hlýðni með ógnandi framkomu og kallað þær ljótum nöfnum - oft í viðurvist móðurinnar eða systranna. Maðurinn var sakfelldur fyrir brotin, sem hann framdi árunum 2018 til 2020. Þá var maðurinn einnig ákærður fyrir ofbeldi í nánu sambandi gegn þáverandi eiginkonu sinni með því að hafa ítrekað, endurtekið og á alvarlegan og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt ógnað lífi hennar, heilsu og velferð með andlegu og líkamlegu ofbeldi og hótunum, meðal annars með því að hafa margoft, jafnan oft í viku, hrækt á hana, öskrað á hana og ýtt henni, ásamt því að beita dætur þeirra margoft líkamlegu ofbeldi í hennar viðurvist. Reyndu að fá dóminn ómerktan Foreldrarnir kröfðust þess fyrir Landsrétti að dómur Héraðsdóms Reykjaness yrði ómerktur vegna þess að héraðsdómur var ekki fjölskipaður þegar málið var á borði hans. Kröfu sína um ómerkingu héraðsdóms byggðu foreldrarnir á því að full ástæða hafi verið til þess að héraðsdómur yrði fjölskipaður og þá eftir atvikum þremur héraðsdómurum eða tveimur héraðsdómurum með einum sérfróðum meðdómsmann Í greinargerð móðurinnar til Landsréttar er um þessa kröfu meðal annars vísað til þess að málið sé umfangsmikið með tilliti til gagna, meint brot séu ekki skýrt tímasett og engin læknisfræðileg samtímagögn um áverka eða vanlíðan brotaþola liggi fyrir. Þá hafi verið nauðsynlegt að kalla til sérfróðan meðdómsmann til að leggja mat á vitnisburð dætra þeirra, en hann hafi tekið breytingum undir rekstri málsins, foreldrunum í óhag. Landsréttur leit svo á að lagaákvæði sem kveða á um fjölskipun héraðsdóm veiti heimild til en ekki skyldu að hafa héraðsdóm fjölskipaðan. Því var ekki talin ástæða til að ómerkja dóminn. Rúmlega ellefu milljóna króna miskabætur Sem áður segir var maðurinn dæmdur til tveggja ára óskilorðsbundinnar fangelsisvistar en hann var einnig dæmdur til að greiða þremur dætra sinna 2,5 milljónir króna í miskbætur hverri og yngstu dótturinni 1,5 milljón króna. Konan var dæmd til að greiða þremur eldri dætrunum átta hundruð þúsund krónur hverri. Kröfu yngstu dótturinnar á hendur móðurinn var vísað frá dómi. Dóm Landsréttar má lesa hér. Rétt er að vara við ítarlegum lýsingum á grófu ofbeldi í dóminum. Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem staðfestur var fyrir utan þyngingu refsingar mannsins um sex mánuði, er lýst hrottalegu líkamlegu og andlegu ofbeldi sem maðurinn hafði beitt stúlkurnar; slegið þær með belti, herðatré og margítrekað kúgað þær til hlýðni með ógnandi framkomu og kallað þær ljótum nöfnum - oft í viðurvist móðurinnar eða systranna. Maðurinn var sakfelldur fyrir brotin, sem hann framdi árunum 2018 til 2020. Þá var maðurinn einnig ákærður fyrir ofbeldi í nánu sambandi gegn þáverandi eiginkonu sinni með því að hafa ítrekað, endurtekið og á alvarlegan og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt ógnað lífi hennar, heilsu og velferð með andlegu og líkamlegu ofbeldi og hótunum, meðal annars með því að hafa margoft, jafnan oft í viku, hrækt á hana, öskrað á hana og ýtt henni, ásamt því að beita dætur þeirra margoft líkamlegu ofbeldi í hennar viðurvist. Reyndu að fá dóminn ómerktan Foreldrarnir kröfðust þess fyrir Landsrétti að dómur Héraðsdóms Reykjaness yrði ómerktur vegna þess að héraðsdómur var ekki fjölskipaður þegar málið var á borði hans. Kröfu sína um ómerkingu héraðsdóms byggðu foreldrarnir á því að full ástæða hafi verið til þess að héraðsdómur yrði fjölskipaður og þá eftir atvikum þremur héraðsdómurum eða tveimur héraðsdómurum með einum sérfróðum meðdómsmann Í greinargerð móðurinnar til Landsréttar er um þessa kröfu meðal annars vísað til þess að málið sé umfangsmikið með tilliti til gagna, meint brot séu ekki skýrt tímasett og engin læknisfræðileg samtímagögn um áverka eða vanlíðan brotaþola liggi fyrir. Þá hafi verið nauðsynlegt að kalla til sérfróðan meðdómsmann til að leggja mat á vitnisburð dætra þeirra, en hann hafi tekið breytingum undir rekstri málsins, foreldrunum í óhag. Landsréttur leit svo á að lagaákvæði sem kveða á um fjölskipun héraðsdóm veiti heimild til en ekki skyldu að hafa héraðsdóm fjölskipaðan. Því var ekki talin ástæða til að ómerkja dóminn. Rúmlega ellefu milljóna króna miskabætur Sem áður segir var maðurinn dæmdur til tveggja ára óskilorðsbundinnar fangelsisvistar en hann var einnig dæmdur til að greiða þremur dætra sinna 2,5 milljónir króna í miskbætur hverri og yngstu dótturinni 1,5 milljón króna. Konan var dæmd til að greiða þremur eldri dætrunum átta hundruð þúsund krónur hverri. Kröfu yngstu dótturinnar á hendur móðurinn var vísað frá dómi. Dóm Landsréttar má lesa hér. Rétt er að vara við ítarlegum lýsingum á grófu ofbeldi í dóminum.
Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Sjá meira