Innlent

Dómurinn yfir Elínborgu Hörpu stendur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Elínborg Harpa í Landsrétti á dögunum þegar mál háns var tekið fyrir.
Elínborg Harpa í Landsrétti á dögunum þegar mál háns var tekið fyrir. Vísir/Vilhelm

Tveggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdómur yfir Elínborgu Hörpu- og Önundarbur aðgerðarsinna og baráttukvár fyrir réttindum flóttafólks skal standa. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem kvað upp dóm sinn í dag. Elínborg var ákært fyrir brot gegn valdstjórninni og fyrir að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu.

Elínborg var sakfellt í þremur ákæruliðum. Í fyrsta lagi var hán ákært fyrir brot gegn valdstjórninni og gert að sök að hafa sparkað þrisvar í fætur lögreglumanns á mótmælum fyrir utan Alþingishúsið þann 11. mars 2019. Sama dag kom til átaka milli mótmælenda og lögreglu á Austurvelli og beitti lögregla piparúða.

Einnig var Elínborg sakfellt fyrir brot gegn 19. grein lögreglulaga sem kveður á um skyldu til að fylgja fyrirmælum lögreglunnar þegar Elínborg var beðið um að færa sig frá dyrum Alþingishússins þennan sama dag.

Elínborg ásamt sínum nánustu í Landsrétti á dögunum.Vísir/Vilhelm

Í þriðja ákærulið var Elínborg sakfellt fyrir að hafa ekki fylgt fyrirmælum lögreglu um að yfirgefa anddyri dómsmálaráðuneytisins þann 5. apríl 2019 þar sem hán tók þátt í setuverkfalli og fyrir að hafa ekki yfirgefið vettvang og haldið för sinni áfram þegar lögregla hafði afskipti af almennum borgara við verslun 10-11 í Austurstræti þann 29. júlí 2019.

Elínborg hefur áður komist í kast við lögin. Hán var handtekið harkalega árið 2019 á Hinsegin dögum. Málalyktir í því máli voru þær að íslenska ríkið greiddi háni tvö hundruð þúsund krónur í miskabætur. Stjórn Hinsegin daga bað Elínborgu afsökunar á því í ágúst síðastliðnum að hafa nafngreint hán við lögreglu á sínum tíma. Stjórnin hafði látið lögreglu vita af Elínborgu sem mögulegri ógn við gönguna.


Tengdar fréttir

Samdi um bætur vegna handtöku í Gleðigöngunni

Íslenska ríkið hefur komist að sátt við Elínborgu Hörpu Önundardóttur, sem var handtekin í Gleðigöngunni árið 2019. Ríkið greiðir henni tvö hundruð þúsund krónur í miskabætur, en hún ætlar að láta þær renna til góðra málefna.

„Við vorum aug­ljós­lega ekki vel­komnir og þeim er sama um okkur“

Ein þeirra sem mætti ó­vænt í kosninga­kaffi Ás­laugar Örnu Sigur­björns­dóttur dóms­mála­ráð­herra síðasta laugar­dag til að spyrja hana spjörunum úr um mál­efni hælis­leit­enda, segir við­tökurnar í kaffinu ekki hafa verið eins góðar og fram­bjóð­endur Sjálf­stæðis­flokksins vildu meina við Vísi um helgina.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.