Erlent

Flóðbylgjuviðvörun á Tonga eftir öflugan skjálfta

Samúel Karl Ólason skrifar
Upptök skjálftans mældust langt austur af Tonga.
Upptök skjálftans mældust langt austur af Tonga. Jarðvísindastofnun Bandaríkjanna

Flóðbylgjuviðvörun hefur verið gefin út í Tonga eyjaklasanum í Kyrrahafi eftir að 7,3 stiga jarðskjálfti greindist á svæðinu. Upptök skjálftans mældust rúmlega tvö hundruð kílómetra frá eyjaklasanum en flóðbylgjuviðvörun hefur einnig verið gefin út í Amerísku Samóa.

Skjálftinn mældist á um 25 kílómetra dýpi, samkvæmt Jarðvísindastofnun Bandaríkjanna. Flóðbylgjuviðvörunin í Tonga er annars stigs og er ekki búist við miklum skemmdum eða mannskaða, samkvæmt AP fréttaveitunni.

Íbúar Tonga urðu fyrir miklu áfalli í upphafi ársins þegar stærðarinnar sprengigos olli miklum skemmdum á eyjunum svo minnst þrír dóu og tvö þorp þurrkuðust út. Eyjunar voru þakktar ösku og flóðbylgja skall einnig á þeim.

Sjá einnig: Tongverjar staðráðnir í að klára enduruppbyggingu



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×