Borgarfulltrúar spyrja: Hefur lögregla heimild til að fara á svig við lög? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. nóvember 2022 11:58 Menn eru ekki á einu máli um það hvort „venjuleg“ vetrardekk séu jafn góð til vetrarbrúks og negld dekk. Getty Fulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar í umhverfis- og skipulagsráði segja óheppilegt að lögregla lýsi því yfir hvað eftir annað að ekki verði sektað fyrir notkun nagladekkja áður en nagladekkjatímbilið hefst. Sú spurning vakni hvort lögregla hafi heimild til að fara á svig við lögin. Þetta kemur fram í bókun sem fyrrnefndir fulltrúar lögðu fram í ráðinu á miðvikudag. Þar segir að samkvæmt Umhverfisstofnun Evrópu megi rekja 80 ótímabær dauðsföll á Íslandi á hverju ári til svifryksmengunar og vitað sé að nagladekk eigi verulegan þátt í þessari mengun. Auk þess skapist verulegur aukakostnaður vegna slits á malbiki. Það er stefna Reykjavíkurborgar að innan við 20% bílaflotans í borginni verði á nagladekkjum og að tekið verði gjald fyrir notkun þeirra. Samkvæmt tölum borgarinnar voru 3% ökumanna á nöglum í október í fyrra en 15% í október síðastliðinum. Hjálmar Sveinsson „Við erum að benda á það að það eru mjög margir og nú samkvæmt síðustu talningum eru til dæmis mun fleiri komnir á nagladekk í október og jafnvel í byrjun október, þó að það sé ekki leyfilegt að setja nagaldekk undir fyrr en 1. nóvember,“ segir Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Hann segir sérkennilegt að lögregla gefi það út ár eftir ár að ökumenn verði ekki sektaðir fyrir að fara ekki eftir lögum. Spurður að því hvort þeir sem velja að fara fyrr á negld dekk geri það ekki einfaldlega vegna þess að þeir telji þá þurfa þess segir Hjálmar að það megi vel vera. „En það er samt núna, á þessum haustmánuðum, hefur verið einmuna blíða og við höfum í borginni bent á að nagladekk eru í rauninni óþörf í Reykjavík og að það eru til góð vetrardekk sem gera sama gagn.“ Í ályktun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sagði að skýrar vísbendingar væru um að nagladekkjanotkun væri að aukast í Reykjavík. „Þessa þróun má líklega rekja til óánægju með frammistöðu Reykjavíkurborgar við snjóruðning í húsagötum síðasta vetur, ekki síst í efri byggðum. Þá þjónustu þarf að bæta.“ Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs. Nagladekk Reykjavík Borgarstjórn Lögreglan Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Sú spurning vakni hvort lögregla hafi heimild til að fara á svig við lögin. Þetta kemur fram í bókun sem fyrrnefndir fulltrúar lögðu fram í ráðinu á miðvikudag. Þar segir að samkvæmt Umhverfisstofnun Evrópu megi rekja 80 ótímabær dauðsföll á Íslandi á hverju ári til svifryksmengunar og vitað sé að nagladekk eigi verulegan þátt í þessari mengun. Auk þess skapist verulegur aukakostnaður vegna slits á malbiki. Það er stefna Reykjavíkurborgar að innan við 20% bílaflotans í borginni verði á nagladekkjum og að tekið verði gjald fyrir notkun þeirra. Samkvæmt tölum borgarinnar voru 3% ökumanna á nöglum í október í fyrra en 15% í október síðastliðinum. Hjálmar Sveinsson „Við erum að benda á það að það eru mjög margir og nú samkvæmt síðustu talningum eru til dæmis mun fleiri komnir á nagladekk í október og jafnvel í byrjun október, þó að það sé ekki leyfilegt að setja nagaldekk undir fyrr en 1. nóvember,“ segir Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Hann segir sérkennilegt að lögregla gefi það út ár eftir ár að ökumenn verði ekki sektaðir fyrir að fara ekki eftir lögum. Spurður að því hvort þeir sem velja að fara fyrr á negld dekk geri það ekki einfaldlega vegna þess að þeir telji þá þurfa þess segir Hjálmar að það megi vel vera. „En það er samt núna, á þessum haustmánuðum, hefur verið einmuna blíða og við höfum í borginni bent á að nagladekk eru í rauninni óþörf í Reykjavík og að það eru til góð vetrardekk sem gera sama gagn.“ Í ályktun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sagði að skýrar vísbendingar væru um að nagladekkjanotkun væri að aukast í Reykjavík. „Þessa þróun má líklega rekja til óánægju með frammistöðu Reykjavíkurborgar við snjóruðning í húsagötum síðasta vetur, ekki síst í efri byggðum. Þá þjónustu þarf að bæta.“ Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs.
Nagladekk Reykjavík Borgarstjórn Lögreglan Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira