Lífið

Ætluðu að reyna að fanga ísbjörninn en búrið var of lítið

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Ísbjörninn sem Ragnar Axelsson segir frá í nýjasta þættinum af RAX Augnablik.
Ísbjörninn sem Ragnar Axelsson segir frá í nýjasta þættinum af RAX Augnablik. RAX

Árið 2008 lagði Ragnar Axelsson upp í erfiða flugferð norður í land til þess að mynda ísbjörn sem hafði gengið á land við Hraun á Skaga. Viðbúnaður var á svæðinu og til stóð að fanga ísbjörninn.

„Það var vitlaust veður eiginlega um allt land og þá kom tilkynning um ísbjörn sem hafði sést.“

Ljósmyndarinn er í flugklúbbnum Þytur og þar eru meðal annars gamlir flugstjórar. Hann fór því þangað til þess að fá einhvern með sér í verkefnið. 

„Þar er Dagfinnur Stefánsson sem er á pari við Clint Eastwood.“

Með þeim fór líka Freysteinn Jónsson og flugu þeir á flugvél sem á sér mikla sögu. 

„Við vorum búnir að reikna út að við höfðum bara tíu til fimmtán mínútur til að leita að ísbirninum til að við hefðum bensín heim.“

Félagarnir fundu björninn en þurftu að passa að fæla hann ekki í burtu því það var fólk á svæðinu. Frásögnina má heyra í heild sinni í nýjasta þættinum af RAX Augnablik. Hægt er að horfa á þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: RAX Augnablik - Ísbjörn við Hraun á Skaga

Ragnar Axelsson hefur áður talað um ísbirni í þáttunum RAX Augnablik, til dæmis í þáttunum Í krumlum hafíssins og Kali og ísbjörnin. Þættina má sjá hér fyrir neðan. 

Í krumlum hafíssins

Ragnar fór með vini sínum, veiðimanninum Hjelmer, og bróður hans út á hafísinn á austurströnd Grænlands til þess að veiða ísbjörn. Þeir voru í kapphlaupi við tímann því að jökulstormur stefndi í átt til þeirra.

Kali og ísbjörninn

Ragnar segir söguna af Kali sem vingaðist við ísbjarnarhún þegar hann var lítill drengur en þurfti að kveðja ísbjörninn þegar hann stækkaði og var sleppt út í náttúruna. Kali var þó viss um þetta hafi ekki verið síðasta skiptið sem hann sá ísbjörninn.


Í þáttunum RAX Augnablik segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. 

Hægt er að sjá alla þættina hér á Vísi.


Tengdar fréttir

RAX Augnablik: „Táraðist þegar þeir komu syngjandi“

Þegar Björn bóndi, fjölskyldufaðir á eyjunni Koltur, hugðist halda upp á afmælið sitt vissi hann ekki hvort einhver myndu koma því eina leiðin til þess að taka þátt í afmælisveislunni væri að sigla þangað. 


Fleiri fréttir

Sjá meira


×