Týnda gullskipið reyndist klósetthurð úr þýskum togara Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. október 2022 07:00 RAX hefur myndað mikið af skipum á ferlinum. RAX Skip sem innihélt mikið magn verðmætra málma og gimsteina fórst við Skeiðarársand á 17. öld. Í gegnum tíðina hefur Ragnar Axelsson fylgst með tilraunum til þess að finna þetta skip í sandinum. Ljósmyndarinn segir frá gullskipinu í nýjasta þættinum af RAX Augnablik. „Það voru tvö hundruð manns um borð og fórust næstum því tvö hundruð, ég held að það hafi bjargast einhverjir 45 eða 50. Um borð í þessu skipi eru mikil verðmæti. Til dæmis 35 tonn af koparstöngum og 236 demantar,“ segir RAX um ævintýraskipið. Frásögnina má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. „Ég bjóst alltaf við að þeir myndu finna það.“ Einhverjir hafa í gegnum árið talið sig hafa fundið gullskipið týnda. „Þegar þeir fundu þennan borkjarna og voru að þefa af honum þá var kryddlykt öðrum megin og koníak hinum megin. Svo kom í ljós að þetta var nú eiginlega bara klósetthurðin af þýskum togara.“ Klippa: RAX Augnablik - Leitin að gullskipinu Í þáttunum RAX Augnablik segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina hér á Vísi. Gullskipið er ekki fyrsta skipið sem ljósmyndarinn hefur talað um í þáttunum RAX Augnablik. Hér fyrir neðan má sjá þrjá aðra þætti tengda skipum. Víkartindur strandar Flutningaskipið Víkartindur strandaði árið 1997 í brjáluðu veðri. Ragnar lagði í flugferð til þess að ná myndum af skipinu á meðan það barðist um briminu. Þrjú skipsströnd Snemma árs 1981 strönduðu þrjú skip við strendur Íslands, Katrín VE, Sigurbára, og Heimaey. Ragnar flaug og myndaði ströndin og björgun áhafnanna í svo slæmum veðrum að stundum óttuðust vinir og vandamenn um afdrif hans og förunauta hans. Sjávarháski Shackletons Í ferð sinni til Suðurskautsins sigldi Ragnar sömu leið og heimskautafarinn Ernest Shackleton sigldi á björgunarbát til þess að sækja björgun fyrir áhöfn sína sem hafðist við á Fílaeyju eftir að skip þeirra, Endurance, botnaði og sökk í sjóinn eftir að hafa setið fast í hafís í níu mánuði. Ragnar lenti í fárviðri á leiðinni líkt og Shackleton gerði rúmum hundrað árum fyrr, og Ragnar þurfti að binda sig fastan á þilfarinu til þess að ná myndum af samskonar háska og Shackleton og föruneyti lögðu sig í. RAX Ljósmyndun Menning Tengdar fréttir Einhver verstu veður sem gerast á Íslandi „Lífið gerist ekki bara í sól,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, sem veit fátt skemmtilegra en að mynda í vondu veðri. 16. október 2022 07:00 Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Ljósmyndarinn segir frá gullskipinu í nýjasta þættinum af RAX Augnablik. „Það voru tvö hundruð manns um borð og fórust næstum því tvö hundruð, ég held að það hafi bjargast einhverjir 45 eða 50. Um borð í þessu skipi eru mikil verðmæti. Til dæmis 35 tonn af koparstöngum og 236 demantar,“ segir RAX um ævintýraskipið. Frásögnina má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. „Ég bjóst alltaf við að þeir myndu finna það.“ Einhverjir hafa í gegnum árið talið sig hafa fundið gullskipið týnda. „Þegar þeir fundu þennan borkjarna og voru að þefa af honum þá var kryddlykt öðrum megin og koníak hinum megin. Svo kom í ljós að þetta var nú eiginlega bara klósetthurðin af þýskum togara.“ Klippa: RAX Augnablik - Leitin að gullskipinu Í þáttunum RAX Augnablik segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina hér á Vísi. Gullskipið er ekki fyrsta skipið sem ljósmyndarinn hefur talað um í þáttunum RAX Augnablik. Hér fyrir neðan má sjá þrjá aðra þætti tengda skipum. Víkartindur strandar Flutningaskipið Víkartindur strandaði árið 1997 í brjáluðu veðri. Ragnar lagði í flugferð til þess að ná myndum af skipinu á meðan það barðist um briminu. Þrjú skipsströnd Snemma árs 1981 strönduðu þrjú skip við strendur Íslands, Katrín VE, Sigurbára, og Heimaey. Ragnar flaug og myndaði ströndin og björgun áhafnanna í svo slæmum veðrum að stundum óttuðust vinir og vandamenn um afdrif hans og förunauta hans. Sjávarháski Shackletons Í ferð sinni til Suðurskautsins sigldi Ragnar sömu leið og heimskautafarinn Ernest Shackleton sigldi á björgunarbát til þess að sækja björgun fyrir áhöfn sína sem hafðist við á Fílaeyju eftir að skip þeirra, Endurance, botnaði og sökk í sjóinn eftir að hafa setið fast í hafís í níu mánuði. Ragnar lenti í fárviðri á leiðinni líkt og Shackleton gerði rúmum hundrað árum fyrr, og Ragnar þurfti að binda sig fastan á þilfarinu til þess að ná myndum af samskonar háska og Shackleton og föruneyti lögðu sig í.
Í þáttunum RAX Augnablik segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina hér á Vísi.
RAX Ljósmyndun Menning Tengdar fréttir Einhver verstu veður sem gerast á Íslandi „Lífið gerist ekki bara í sól,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, sem veit fátt skemmtilegra en að mynda í vondu veðri. 16. október 2022 07:00 Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Einhver verstu veður sem gerast á Íslandi „Lífið gerist ekki bara í sól,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, sem veit fátt skemmtilegra en að mynda í vondu veðri. 16. október 2022 07:00