Garðabær og Samtökin´78 í samstarf Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 10. nóvember 2022 15:46 Almar Guðmundsson bæjarstjóri Garðabæjar og Daníel E. Arnarsson framkvæmdastjóri Samtakanna ´78. Garðabær og Samtökin ´78 hafa gert með sér samstarfssamning um þjónustu samtakanna við Garðabæ. Markmiðið með samningnum er að stórefla hinsegin fræðslu og meðvitund um hinsegin málefni í sveitarfélaginu en á sama tíma að styðja við það fræðslustarf um hinsegin málefni sem nú þegar er unnið á vinnustöðum og skólum Garðabæjar. Almar Guðmundsson bæjarstjóri Garðabæjar og Daníel E. Arnarsson framkvæmdastjóri Samtakanna ´78 skrifuðu undir samninginn. „Samningurinn markar tímamót fyrir okkur í Garðabæ. Hann teiknar upp fyrir okkur fjölbreyttar leiðir til þess að að fagna og fanga fjölbreytileikann í samfélaginu. Við höfum átt í góðu samstarfi við Samtökin ‘78 í gegnum tíðina í okkar fræðslustarfi. Nú erum við að formbinda samstarfið og nýtum markvisst þekkingu og innsýn frá samtökunum inn í fræðslu- og tómstundaumhverfið okkar. Það er sérstaklega mikilvægt að þetta gerist núna þar sem fordómar og óæskileg orðræða á sér stað í auknum mæli og við verðum að sporna gegn henni af krafti.“ sagði Almar Guðmundsson bæjarstjóri við undirritunina. Daníel E. Arnarsson framkvæmdarstjóri Samtakanna ´78 tók einnig til máls við undirritunina: ,,Við í samtökunum ´78 hlökkum mikið til samstarfsins. Með þessum samningi er Garðabær að tryggja sér vöndustu hinseginfræðslu sem völ er á. Það er gríðarlega mikilvægt að sveitarfélög taki vel við sér eins og Garðabær hefur gert. Með því að binda fræðsluna í samningi er hægt vinna þetta skipulega fram í tímann og vinnan verður markvissari. Þessi fræðslusamningur við Garðabæ er einn sá víðtækasti sem samtökin hafa gert við sveitarfélag og með honum teljum við að starfsfólk og nemendur séu vel í stakk búin til að tala um hinseginleikann.“ Samningurinn kveður á um að Samtökin ´78 veiti Garðabæ þjónustu gegn ákveðnu fjárframlagi fyrir nokkra þjónustuþætti. Um er að ræða fræðslustarf fyrir nemendur í grunnskólum, starfsfólk í grunn-og leikskólum, félags-og frístundamiðstöðvar og stjórnendur hjá bænum. Þá verður veitt endurgjaldslausa ráðgjöf til ungmenna í Garðabæ. Undirbúningur að fræðslustarfinu er þegar hafinn og gert er ráð fyrir að fyrstu fræðslufundir fari fram í lok þessa árs og byrjun næsta. Einnig verið að skoða útfærslu á fræðslu til þjálfara íþróttafélaga. Sameiginleg tillaga allra flokka í bæjarstjórn Tillagan um samstarfssamning Garðabæjar við Samtökin ´78 var fyrst lögð var fram í bæjarráði Garðabæjar í sumar í samstarfi allra flokka í bæjarstjórn. Í tillögunni kom fram að Garðabær standi með hinsegin fólki og baráttu þeirra fyrir mannréttindum og mikilvægt sé að sveitarfélagið sýni stuðning sinn í verki. Garðabær Hinsegin Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
Almar Guðmundsson bæjarstjóri Garðabæjar og Daníel E. Arnarsson framkvæmdastjóri Samtakanna ´78 skrifuðu undir samninginn. „Samningurinn markar tímamót fyrir okkur í Garðabæ. Hann teiknar upp fyrir okkur fjölbreyttar leiðir til þess að að fagna og fanga fjölbreytileikann í samfélaginu. Við höfum átt í góðu samstarfi við Samtökin ‘78 í gegnum tíðina í okkar fræðslustarfi. Nú erum við að formbinda samstarfið og nýtum markvisst þekkingu og innsýn frá samtökunum inn í fræðslu- og tómstundaumhverfið okkar. Það er sérstaklega mikilvægt að þetta gerist núna þar sem fordómar og óæskileg orðræða á sér stað í auknum mæli og við verðum að sporna gegn henni af krafti.“ sagði Almar Guðmundsson bæjarstjóri við undirritunina. Daníel E. Arnarsson framkvæmdarstjóri Samtakanna ´78 tók einnig til máls við undirritunina: ,,Við í samtökunum ´78 hlökkum mikið til samstarfsins. Með þessum samningi er Garðabær að tryggja sér vöndustu hinseginfræðslu sem völ er á. Það er gríðarlega mikilvægt að sveitarfélög taki vel við sér eins og Garðabær hefur gert. Með því að binda fræðsluna í samningi er hægt vinna þetta skipulega fram í tímann og vinnan verður markvissari. Þessi fræðslusamningur við Garðabæ er einn sá víðtækasti sem samtökin hafa gert við sveitarfélag og með honum teljum við að starfsfólk og nemendur séu vel í stakk búin til að tala um hinseginleikann.“ Samningurinn kveður á um að Samtökin ´78 veiti Garðabæ þjónustu gegn ákveðnu fjárframlagi fyrir nokkra þjónustuþætti. Um er að ræða fræðslustarf fyrir nemendur í grunnskólum, starfsfólk í grunn-og leikskólum, félags-og frístundamiðstöðvar og stjórnendur hjá bænum. Þá verður veitt endurgjaldslausa ráðgjöf til ungmenna í Garðabæ. Undirbúningur að fræðslustarfinu er þegar hafinn og gert er ráð fyrir að fyrstu fræðslufundir fari fram í lok þessa árs og byrjun næsta. Einnig verið að skoða útfærslu á fræðslu til þjálfara íþróttafélaga. Sameiginleg tillaga allra flokka í bæjarstjórn Tillagan um samstarfssamning Garðabæjar við Samtökin ´78 var fyrst lögð var fram í bæjarráði Garðabæjar í sumar í samstarfi allra flokka í bæjarstjórn. Í tillögunni kom fram að Garðabær standi með hinsegin fólki og baráttu þeirra fyrir mannréttindum og mikilvægt sé að sveitarfélagið sýni stuðning sinn í verki.
Garðabær Hinsegin Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira