Umræðan verði að fara fram á grundvelli staðreynda – ekki tilfinningu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. nóvember 2022 14:37 Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar kallar eftir betri upplýsingum frá dómsmálaráðuneyti og Útlendingastofnun. Stöð 2/Sigurjón Helga Vala Helgadóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis, er undrandi að loknum nefndarfundi með ráðherra og Útlendingastofnun um hælisleitendur. Hún segir fjölmörgum spurningum ekki svarað þrátt fyrir að gestir nefndarinnar hafi fengið þær fyrir fram. Skortur á upplýsingum og heildarsýn sé ekki góð því umræðan verði að fara fram á grundvelli staðreynda - ekki tilfinningu. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og fulltrúar frá Útlendingastofnun mættu fyrir allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis í morgun til að svara fyrir ákvörðun um fjöldabrottvísun til Grikklands sem fram fór í síðustu viku. „Ég undrast svolítið hversu litlar upplýsingar stjórnvöld hafa í höndunum, þá tölulegar upplýsingar. Það virðist sem að yfirsýn sé takmörkuð og möguleikar ráðuneytis og stofnana til þess að hafa heildaryfirsýn séu af skornum skammti. Það er auðvitað líka vont upp á okkar samstarf við alþjóðlegar stofnanir og eftirlitsaðila.“ Helga Vala segir fleiri dæmi um þetta. „Ég hitti nefnd frá Evrópuráðinu í gær sem er að fjalla um mansal og þar kom meðal annars fram þetta, skortur á utan um haldi á gögnum og tölulegum upplýsingum. Ég held við megum gera betur í því. Það er auðvitað á grundvelli staðreynda sem við verðum að vinna, ekki einhverri tilfinningu.“ Það er ekki bara verklag við brottvísun sem hefur verið gagnrýnt heldur líka framkvæmdin í sjálfu sér; endursendingar til Grikklands. „Við, auðvitað, höfum verið að benda á það að Evrópuríkin eru sáralítið að endursenda til Grikklands, bara mjög lítið. Það eru innan við hundrað endursendingar á fyrri hluta þessa árs frá öllum Evrópuríkjunum en þess ber að geta að Ísland hefur ekki sent inn sínar tölur yfir endursendingar til Grikklands á þessu ári. Við ætluðum í síðustu viku að senda út í einni ferð 23 þannig að við hefðum auðvitað orðið Evrópumeistarar í endursendingum til Grikklands ef það hefði tekist en vermum þess í stað annað sætið.“ Helga Vala segir nefndin verði að fá dómsmálaráðherra aftur fyrir nefndina til að fá svör við fleiri spurningum. „Við verðum bara áfram í rannsókn.“ Alþingi Flóttafólk á Íslandi Grikkland Hælisleitendur Tengdar fréttir Harma það að tilmælin hafi ekki verið nógu skýr Embætti Ríkislögreglustjóra og Isavia harma það að tilmæli lögreglu á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku, þegar starfsmenn Isavia, komu í veg fyrir myndatöku fjölmiðla af brottvísun flóttafólks, hafi ekki verið nógu skýr. 9. nóvember 2022 18:18 Alvarlegar athugasemdir gerðar við að ráðherra hafi ekki mætt Fulltrúar frá stoðdeild ríkislögreglustjóra sátu fyrir svörum um framkvæmd ákvarðana um fjöldabrottvísun á fundi allsherjar og menntamálanefndar í morgun. Fundurinn fór ekki eins og vonir margra nefndarmanna stóðu til en þeir höfðu vonast til þess að fulltrúi frá Útlendingastofnun og dómsmálaráðherra kæmu fyrir nefndina til að sitja fyrir svörum um það verklag sem var viðhaft við umdeilda fjöldabrottvísun í síðustu viku. 8. nóvember 2022 12:13 Fór í öskrandi panikk þegar hún fékk fréttirnar Vinkona írösku systranna sem vísað var úr landi fyrir helgi segir þær nú búa við ömurlegar aðstæður í Grikklandi. Verkefnastjóri hjá Þroskahjálp krefst þess að fatlaður bróðir systranna, sem einnig var sendur brott, verði sóttur aftur. Mörg hundruð manns mótmæltu umdeildri fjöldabrottvísun á hælisleitendum í dag. 6. nóvember 2022 20:00 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Fleiri fréttir Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sjá meira
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og fulltrúar frá Útlendingastofnun mættu fyrir allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis í morgun til að svara fyrir ákvörðun um fjöldabrottvísun til Grikklands sem fram fór í síðustu viku. „Ég undrast svolítið hversu litlar upplýsingar stjórnvöld hafa í höndunum, þá tölulegar upplýsingar. Það virðist sem að yfirsýn sé takmörkuð og möguleikar ráðuneytis og stofnana til þess að hafa heildaryfirsýn séu af skornum skammti. Það er auðvitað líka vont upp á okkar samstarf við alþjóðlegar stofnanir og eftirlitsaðila.“ Helga Vala segir fleiri dæmi um þetta. „Ég hitti nefnd frá Evrópuráðinu í gær sem er að fjalla um mansal og þar kom meðal annars fram þetta, skortur á utan um haldi á gögnum og tölulegum upplýsingum. Ég held við megum gera betur í því. Það er auðvitað á grundvelli staðreynda sem við verðum að vinna, ekki einhverri tilfinningu.“ Það er ekki bara verklag við brottvísun sem hefur verið gagnrýnt heldur líka framkvæmdin í sjálfu sér; endursendingar til Grikklands. „Við, auðvitað, höfum verið að benda á það að Evrópuríkin eru sáralítið að endursenda til Grikklands, bara mjög lítið. Það eru innan við hundrað endursendingar á fyrri hluta þessa árs frá öllum Evrópuríkjunum en þess ber að geta að Ísland hefur ekki sent inn sínar tölur yfir endursendingar til Grikklands á þessu ári. Við ætluðum í síðustu viku að senda út í einni ferð 23 þannig að við hefðum auðvitað orðið Evrópumeistarar í endursendingum til Grikklands ef það hefði tekist en vermum þess í stað annað sætið.“ Helga Vala segir nefndin verði að fá dómsmálaráðherra aftur fyrir nefndina til að fá svör við fleiri spurningum. „Við verðum bara áfram í rannsókn.“
Alþingi Flóttafólk á Íslandi Grikkland Hælisleitendur Tengdar fréttir Harma það að tilmælin hafi ekki verið nógu skýr Embætti Ríkislögreglustjóra og Isavia harma það að tilmæli lögreglu á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku, þegar starfsmenn Isavia, komu í veg fyrir myndatöku fjölmiðla af brottvísun flóttafólks, hafi ekki verið nógu skýr. 9. nóvember 2022 18:18 Alvarlegar athugasemdir gerðar við að ráðherra hafi ekki mætt Fulltrúar frá stoðdeild ríkislögreglustjóra sátu fyrir svörum um framkvæmd ákvarðana um fjöldabrottvísun á fundi allsherjar og menntamálanefndar í morgun. Fundurinn fór ekki eins og vonir margra nefndarmanna stóðu til en þeir höfðu vonast til þess að fulltrúi frá Útlendingastofnun og dómsmálaráðherra kæmu fyrir nefndina til að sitja fyrir svörum um það verklag sem var viðhaft við umdeilda fjöldabrottvísun í síðustu viku. 8. nóvember 2022 12:13 Fór í öskrandi panikk þegar hún fékk fréttirnar Vinkona írösku systranna sem vísað var úr landi fyrir helgi segir þær nú búa við ömurlegar aðstæður í Grikklandi. Verkefnastjóri hjá Þroskahjálp krefst þess að fatlaður bróðir systranna, sem einnig var sendur brott, verði sóttur aftur. Mörg hundruð manns mótmæltu umdeildri fjöldabrottvísun á hælisleitendum í dag. 6. nóvember 2022 20:00 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Fleiri fréttir Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sjá meira
Harma það að tilmælin hafi ekki verið nógu skýr Embætti Ríkislögreglustjóra og Isavia harma það að tilmæli lögreglu á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku, þegar starfsmenn Isavia, komu í veg fyrir myndatöku fjölmiðla af brottvísun flóttafólks, hafi ekki verið nógu skýr. 9. nóvember 2022 18:18
Alvarlegar athugasemdir gerðar við að ráðherra hafi ekki mætt Fulltrúar frá stoðdeild ríkislögreglustjóra sátu fyrir svörum um framkvæmd ákvarðana um fjöldabrottvísun á fundi allsherjar og menntamálanefndar í morgun. Fundurinn fór ekki eins og vonir margra nefndarmanna stóðu til en þeir höfðu vonast til þess að fulltrúi frá Útlendingastofnun og dómsmálaráðherra kæmu fyrir nefndina til að sitja fyrir svörum um það verklag sem var viðhaft við umdeilda fjöldabrottvísun í síðustu viku. 8. nóvember 2022 12:13
Fór í öskrandi panikk þegar hún fékk fréttirnar Vinkona írösku systranna sem vísað var úr landi fyrir helgi segir þær nú búa við ömurlegar aðstæður í Grikklandi. Verkefnastjóri hjá Þroskahjálp krefst þess að fatlaður bróðir systranna, sem einnig var sendur brott, verði sóttur aftur. Mörg hundruð manns mótmæltu umdeildri fjöldabrottvísun á hælisleitendum í dag. 6. nóvember 2022 20:00