Ein þekktasta leikkona Íran sviptir sig slæðunni og ögrar stjórnvöldum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. nóvember 2022 08:54 Alidoosti ásamt kollegum sínum við frumsýningu Leila's Brothers í Cannes. epa/Clemens Bilan Ein þekktasta leikkona Íran hefur hætt frelsi sínu og lífi með því að birta mynd af sér á Instagram, þar sem hún ber ekki höfuðslæðu en heldur á áróðursskilti þar sem segir „Kona. Líf. Frelsi.“ Taraneh Alidoosti hét því fyrir nokkrum dögum að hún myndi ekki yfirgefa heimaland sitt, hvað sem það kostaði. Þess í stað hygðist hún hætta að vinna og helga sig stuðningi við þær fjölskyldur sem hefðu misst ástvini í mótmælaöldunni sem nú gengur yfir Íran. Fjöldi hefur látið lífið og þúsundir verið fangelsaðir í mótmælum í kjölfar dauða hinnar 22 ára Masha Amini, sem lést í haldi lögreglu eftir að hafa verið handtekinn fyrir að fara ekki að lögum um slæðuburð. Konur hafa meðal annars brennt slæður sínar og skorið hár sitt og kallað eftir því að siðferðislögregla landsins verði lögð niður. Konur eru þó ekki einar um að mótmæla, heldur nær óánægjan til mun fleiri sem vilja sjá breytingar á stjórn landsins. View this post on Instagram A post shared by Taraneh Alidoosti (@taraneh_alidoosti) „Ég verð um kyrrt. Ég mun hætta að vinna. Ég mun standa á bakvið fjölskyldur fanga og þeirra sem hafa látið lífið. Ég verð talsmaður þeirra,“ sagði Alidoosti á Instagram á dögunum. „Ég mun berjast fyrir heimaland mitt. Ég mun gjalda það hvaða verði sem er að standa vörð um réttindi mín og það sem meira er, ég trúi á það sem við vinnum að því að byggja,“ sagði hún. Alidoosti hefur verið þekkt fyrir leik sinn frá því hún var unglingur og hefur meðal annars birst í mörgum mynda Óskarsverðlaunaleikstjórans Asghar Farhadi. Þá birtist hún í myndinni Leila's Brothers, sem var sýnd á Cannes-kvikmyndahátíðinni í ár. Hún er þekkt fyrir að berjast fyrir mannréttindum í Íran og hefur meðal annars áður lýst því yfir að Íranir séu í raun ekki borgarar landsins, heldur fangar þess. Íran Mannréttindi Mótmælaalda í Íran Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Sjá meira
Taraneh Alidoosti hét því fyrir nokkrum dögum að hún myndi ekki yfirgefa heimaland sitt, hvað sem það kostaði. Þess í stað hygðist hún hætta að vinna og helga sig stuðningi við þær fjölskyldur sem hefðu misst ástvini í mótmælaöldunni sem nú gengur yfir Íran. Fjöldi hefur látið lífið og þúsundir verið fangelsaðir í mótmælum í kjölfar dauða hinnar 22 ára Masha Amini, sem lést í haldi lögreglu eftir að hafa verið handtekinn fyrir að fara ekki að lögum um slæðuburð. Konur hafa meðal annars brennt slæður sínar og skorið hár sitt og kallað eftir því að siðferðislögregla landsins verði lögð niður. Konur eru þó ekki einar um að mótmæla, heldur nær óánægjan til mun fleiri sem vilja sjá breytingar á stjórn landsins. View this post on Instagram A post shared by Taraneh Alidoosti (@taraneh_alidoosti) „Ég verð um kyrrt. Ég mun hætta að vinna. Ég mun standa á bakvið fjölskyldur fanga og þeirra sem hafa látið lífið. Ég verð talsmaður þeirra,“ sagði Alidoosti á Instagram á dögunum. „Ég mun berjast fyrir heimaland mitt. Ég mun gjalda það hvaða verði sem er að standa vörð um réttindi mín og það sem meira er, ég trúi á það sem við vinnum að því að byggja,“ sagði hún. Alidoosti hefur verið þekkt fyrir leik sinn frá því hún var unglingur og hefur meðal annars birst í mörgum mynda Óskarsverðlaunaleikstjórans Asghar Farhadi. Þá birtist hún í myndinni Leila's Brothers, sem var sýnd á Cannes-kvikmyndahátíðinni í ár. Hún er þekkt fyrir að berjast fyrir mannréttindum í Íran og hefur meðal annars áður lýst því yfir að Íranir séu í raun ekki borgarar landsins, heldur fangar þess.
Íran Mannréttindi Mótmælaalda í Íran Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Sjá meira