Erlent

Boða til kosninga í Fær­eyjum eftir út­göngu Mið­flokksins

Bjarki Sigurðsson skrifar
Bárður á Steig Nielsen lögmaður Færeyja.
Bárður á Steig Nielsen lögmaður Færeyja. EPA

Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, hefur boðað til þingkosninga þann 8. desember næstkomandi. Miðflokkurinn sagði sig úr ríkisstjórnarsamstarfi í gær eftir að Jenis av Rana var vikið úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra. 

Jenis av Rana var hent öfugum úr ríkisstjórn Færeyja í gær eftir að hafa neitað að innleiða lög sem varða réttindi samkynhneigðra foreldra. Í kjölfar þess sagði flokkur Jenis av Rana, Miðflokkurinn, sig úr ríkisstjórnarsamstarfi flokksins með Sambandsflokknum og Fólkaflokknum.

Þá var gert ráð fyrir því að boða þyrfti til kosninga, nema einhver flokkur á Lögþinginu, þingi Færeyinga, myndi styðja minnihlutastjórn flokkanna tveggja. Ekkert varð úr því og því boðaði Bárður á Steig Nielsen til kosninga. 

Kosið verður fimmtudaginn 8. desember næstkomandi. Síðustu kosningar í Færeyjum fóru fram árið 2019 en þá fengu Sambandsflokkurinn og Fólkaflokkurinn alls fimmtán þingmenn af 33. Þeir mynduðu ríkisstjórn með Miðflokknum sem fékk tvo þingmenn. 


Tengdar fréttir

Kann að enda með að boðað verði til þing­kosninga

Færeyski Miðflokkurinn hefur sagt skilið við ríkisstjórn landsins eftir að Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, ákvað að reka formann Miðflokksins, Jenis av Rana, úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra í gær. Miklar líkur eru á að boðað verði til þingkosninga í Færeyjum til að leysa úr þeirri stöðu sem upp er komin í færeyskum stjórnmálum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×