Ingibjörg Sólrún svartsýn í öryggis- og friðarmálum Heimir Már Pétursson skrifar 9. nóvember 2022 13:50 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi forstjóri Lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu tók þátt í pallborði með Margarita Roble Fernández varnarmálaráðherra Spánar á Heimsþingi kvenleiðtoga í Hörpu í morgun. Stöð 2/Egill Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki bjartsýn í friðar- og öryggismálum heimsins. Erfitt sé fyrir konur að koma að samningaborðinu þar sem í raun væri ekkert samningaborð til staðar. Forsætisráðherra segir mikilvægt að jafnréttismál hafi verið flutt til forsætisráðuneytisins. Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands fylgdist með á heimsþinginu í dag.María Kjartansdóttir Ingibjörg Sólrún fyrrverandi forstjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE og situr einnig í stjórn UN Women. Hún tók þátt í pallborðsumræðum með Margarita Roble Fernández varnarmálaráðherra Spánar á Heimsþingi kvenleiðtoga í Hörpu í morgun. Ingibjörg Sólrún sagðist því miður ekki getað flutt þinginu jákvæð skilaboð varðandi þátttöku kvenna í öryggis- og friðarviðræðum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi forstjóri Lýðræðis- og mannréttindaskrifastofu Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu.María Kjartansdóttir „Ég verð að viðurkenna að ég er ekki mjög bjartsýn þegar kemur að friðar- og öryggismálum. Þannig að ég mun ekki flytja mjög jákvæð skilaboð hér um þátttöku kvenna í friðarviðræðum. Aðallega vegna þess að ég tel að aðalhindrunin í vegi friðarviðræðna almennt sé hvað það er lítil eftirspurn eftir þeim,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Karlmenn sýndu friðarmálum lítinn áhuga og konur hefðu ekki aðgang að þeim. Margarita Roble Fernández varnarmálaráðherra Spánar var í pallborðumræðum með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur.María Kjartansdóttir „Það er mjög erfitt að fara fram á aðgang að samningaborðinu þegar það er ekkert samningaborð eins og staðan er í dag. Þetta hef ég marg sinnis upplifað. Við þjálfum konur til þátttöku og tölum um hversu áríðandi þátttakan þeirra er og þær eru mjög reiðubúnar og vel þjálfaðar. Síðan er ekkert borð til samningaviðræðna,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tók einnig þátt í pallborði með Sima Sami Bahous aðalframkvæmdastjóra UN Women, Kvennastofnunar Sameinuðu þjóðanna, um mikilvægi þess að konur gegni leiðtogahlutverkum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það hafa reynst vel að hafa jafnréttismálin miðlæg í stjórnsýslunni.María Kjartansdóttir Katrín sagðist telja það hafa skilað árangri að flytja jafnréttismálin undir forsætisráðuneytið. „Ef við ætlum að skoða öll mál með gleraugum jafnréttis verða þau málefni að vera staðsett miðlægt í stjórnkerfinu. Þess vegna fluttum við málaflokkinn og ég tel að það hafi gagnast mjög vel. Ég verð ekki forsætisráðherra að eilífu og aðrir munu koma í minn stað og geta þá fært málaflokkinn aftur en ég held að þetta hafi komið vel út fyrir jafnréttismálin," sagði Katrín Jakobsdóttir á Heimsþingi kvenleiðtoga í Hörpu í morgun. Jafnréttismál Harpa Heimsþing kvenleiðtoga Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Ísland sé vítamínsprauta fyrir kvenleiðtoga annarra þjóða Hanna Birna Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Reykjavik Global Forum segir litla breytingu hafa orðið á viðhorfi til kvenkynsleiðtoga á síðustu fimm árum en Ísland hafi þó bætt sig. Þetta hafi orðið ljóst á Heimsþingi kvenna. 8. nóvember 2022 22:23 Á sjötta hundrað kvenleiðtoga mæta á Heimsþing kvenleiðtoga í Hörpu Heimsþing kvenleiðtoga hefst í Hörpu í dag og taka um fimm hundruð kvenleiðtogar frá yfir hundrað löndum þátt í ár. Þetta er í fimmta sinn sem Heimsþing kvenleiðtoga, Reykjavik Global Forum - Women Leaders, er haldið. 8. nóvember 2022 07:29 Heimsþing kvenleiðtoga hefst á morgun í Hörpu Á morgun, þriðjudag, hefst heimsþing kvenleiðtoga, Reykjavík Global Forum – Women Leaders (WPL) í fjórða sinn en þar munu um 600 kvenleiðtogar úr stjórnmálum, viðskiptum, fjölmiðlum og vísindum taka þátt, þar af 200 í Hörpu en 400 með rafrænum hætti. 8. nóvember 2021 16:43 Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands fylgdist með á heimsþinginu í dag.María Kjartansdóttir Ingibjörg Sólrún fyrrverandi forstjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE og situr einnig í stjórn UN Women. Hún tók þátt í pallborðsumræðum með Margarita Roble Fernández varnarmálaráðherra Spánar á Heimsþingi kvenleiðtoga í Hörpu í morgun. Ingibjörg Sólrún sagðist því miður ekki getað flutt þinginu jákvæð skilaboð varðandi þátttöku kvenna í öryggis- og friðarviðræðum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi forstjóri Lýðræðis- og mannréttindaskrifastofu Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu.María Kjartansdóttir „Ég verð að viðurkenna að ég er ekki mjög bjartsýn þegar kemur að friðar- og öryggismálum. Þannig að ég mun ekki flytja mjög jákvæð skilaboð hér um þátttöku kvenna í friðarviðræðum. Aðallega vegna þess að ég tel að aðalhindrunin í vegi friðarviðræðna almennt sé hvað það er lítil eftirspurn eftir þeim,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Karlmenn sýndu friðarmálum lítinn áhuga og konur hefðu ekki aðgang að þeim. Margarita Roble Fernández varnarmálaráðherra Spánar var í pallborðumræðum með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur.María Kjartansdóttir „Það er mjög erfitt að fara fram á aðgang að samningaborðinu þegar það er ekkert samningaborð eins og staðan er í dag. Þetta hef ég marg sinnis upplifað. Við þjálfum konur til þátttöku og tölum um hversu áríðandi þátttakan þeirra er og þær eru mjög reiðubúnar og vel þjálfaðar. Síðan er ekkert borð til samningaviðræðna,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tók einnig þátt í pallborði með Sima Sami Bahous aðalframkvæmdastjóra UN Women, Kvennastofnunar Sameinuðu þjóðanna, um mikilvægi þess að konur gegni leiðtogahlutverkum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það hafa reynst vel að hafa jafnréttismálin miðlæg í stjórnsýslunni.María Kjartansdóttir Katrín sagðist telja það hafa skilað árangri að flytja jafnréttismálin undir forsætisráðuneytið. „Ef við ætlum að skoða öll mál með gleraugum jafnréttis verða þau málefni að vera staðsett miðlægt í stjórnkerfinu. Þess vegna fluttum við málaflokkinn og ég tel að það hafi gagnast mjög vel. Ég verð ekki forsætisráðherra að eilífu og aðrir munu koma í minn stað og geta þá fært málaflokkinn aftur en ég held að þetta hafi komið vel út fyrir jafnréttismálin," sagði Katrín Jakobsdóttir á Heimsþingi kvenleiðtoga í Hörpu í morgun.
Jafnréttismál Harpa Heimsþing kvenleiðtoga Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Ísland sé vítamínsprauta fyrir kvenleiðtoga annarra þjóða Hanna Birna Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Reykjavik Global Forum segir litla breytingu hafa orðið á viðhorfi til kvenkynsleiðtoga á síðustu fimm árum en Ísland hafi þó bætt sig. Þetta hafi orðið ljóst á Heimsþingi kvenna. 8. nóvember 2022 22:23 Á sjötta hundrað kvenleiðtoga mæta á Heimsþing kvenleiðtoga í Hörpu Heimsþing kvenleiðtoga hefst í Hörpu í dag og taka um fimm hundruð kvenleiðtogar frá yfir hundrað löndum þátt í ár. Þetta er í fimmta sinn sem Heimsþing kvenleiðtoga, Reykjavik Global Forum - Women Leaders, er haldið. 8. nóvember 2022 07:29 Heimsþing kvenleiðtoga hefst á morgun í Hörpu Á morgun, þriðjudag, hefst heimsþing kvenleiðtoga, Reykjavík Global Forum – Women Leaders (WPL) í fjórða sinn en þar munu um 600 kvenleiðtogar úr stjórnmálum, viðskiptum, fjölmiðlum og vísindum taka þátt, þar af 200 í Hörpu en 400 með rafrænum hætti. 8. nóvember 2021 16:43 Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
Ísland sé vítamínsprauta fyrir kvenleiðtoga annarra þjóða Hanna Birna Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Reykjavik Global Forum segir litla breytingu hafa orðið á viðhorfi til kvenkynsleiðtoga á síðustu fimm árum en Ísland hafi þó bætt sig. Þetta hafi orðið ljóst á Heimsþingi kvenna. 8. nóvember 2022 22:23
Á sjötta hundrað kvenleiðtoga mæta á Heimsþing kvenleiðtoga í Hörpu Heimsþing kvenleiðtoga hefst í Hörpu í dag og taka um fimm hundruð kvenleiðtogar frá yfir hundrað löndum þátt í ár. Þetta er í fimmta sinn sem Heimsþing kvenleiðtoga, Reykjavik Global Forum - Women Leaders, er haldið. 8. nóvember 2022 07:29
Heimsþing kvenleiðtoga hefst á morgun í Hörpu Á morgun, þriðjudag, hefst heimsþing kvenleiðtoga, Reykjavík Global Forum – Women Leaders (WPL) í fjórða sinn en þar munu um 600 kvenleiðtogar úr stjórnmálum, viðskiptum, fjölmiðlum og vísindum taka þátt, þar af 200 í Hörpu en 400 með rafrænum hætti. 8. nóvember 2021 16:43