Fótbolti

Birkir og félagar tryggðu sig áfram með seinustu spyrnu leiksins

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Birkir Bjarnason og félagar hans í Adana Demirspor eru komnir áfram í tyrknesku bikarkeppninni í knattspyrnu.
Birkir Bjarnason og félagar hans í Adana Demirspor eru komnir áfram í tyrknesku bikarkeppninni í knattspyrnu. Getty Images

Birkir Bjarnason og félagar hans í Adana Demirspor eru komnir áfram í tyrknesku bikarkeppninni í knattspyrnu eftir ótrúlegan 4-3 sigur gegn C-deildarliði Nazillispor í dag. 

Britt Assombalonga reyndist hetja heimamanna þegar hann skoraði sigurmark leiksins á sjöttu mínútu uppbótartíma úr vítaspyrnu og liðið því á leið í 32-liða úrslit keppninnar.

Assombalonga var raunar allt í öllu í liði Adana Demirspor í dag, en hann skoraði öll fjögur mörk liðsins í leiknum.

Birkir Bjarnason var í byrjunarliði Adana og lék allan leikinn fyrir liðið.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.