Innlent

Rafíþróttir vinsælar i Grundarfirði

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Arnar Breki Friðjónsson og Loftur Árni Björgvinsson sjá um kennsluna á námskeiðunum í Grundarfirði.
Arnar Breki Friðjónsson og Loftur Árni Björgvinsson sjá um kennsluna á námskeiðunum í Grundarfirði. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Rafíþróttir njóta mikilla vinsælda hjá krökkum í Grundarfirði þar sem einblínt er á holl og góð samskipti og heilbrigða tölvuhegðun.

Það er mikill áhugi á öllu sem tengist rafíþróttum hjá börnum í Grundarfirði þar sem þeir félagar Arnar Breki Friðjónsson og Loftur Árni Björgvinsson sjá um kennsluna. Það er Ungmennafélag Grundarfjarðar, sem hefur veg og vanda af námskeiðunum, sem eru fyrir krakka frá 8 til 13 ára. Fyrir hvern tíma er farið í létta leikfimi að hætti hússins til að liðka hendur og hug.

„Hér fer fram kennsla um rafíþróttir og að hjálpa krökkunum að læra að spila tölvuleiki,“ segir Arnar Breki og Loftur Árni bætir við.

„Við erum helst að einblína á holl og góð samskipti, sitja rétt, hita smá upp, dugleg að drekka vatn og svona og heilbrigð tölvuhegðun kannski aðallega hjá okkur. Kenna bara um heilsuna í kringum tölvuleiki.“

„Enn sem komið er, eins og ég segir, flestir eru undir 13 ára aldri, þannig að þau eru ekki farin að keppa neitt eða slíkt enn þá. Þau eru enn þá í innanhúskeppnum og svona,“ segir Arnar Breki.

Strákarnir segja það það sé mjög mikilvægt að kenna börnum og unglingum heilbrigð samskipti þegar tölvuleikir og snjalltæki eru annars vegar.

„Því annars er svo auðvelt að detta yfir í bræði og reiði, blót og öskur og svona. Það er mjög takmarkað hérna en auðvitað af og til þarf maður aðeins að sussa,“ segir Loftur Árni.

Mikil ánægja er hjá krökkunum með kennsluna hjá þeim Arnari Breka og Lofti Árna.Magnús Hlynur Hreiðarsson


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×