Innlent

„Fann að ég var með góðan meiri­hluta á lands­fundinum allan tímann“

Ólafur Björn Sverrisson skrifar

Bjarni Benediktsson, sem var rétt í þessu endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins, segist hafa fundið fyrir því allan tímann á landsfundinum, að hann hefði góðan meirihluta. Hann vann formannskjörið gegn Guðlaugi Þór Þórðarsyni umhverfisráðherra. Úrslitin voru kynnt rétt í þessu og vann Bjarni kosningarnar með 59% greiddra atkvæða.

„Ég er bara þakklátur og mjög stoltur fyrir að hafa fengið þessi viðbrögð við þeim skilaboðum sem voru þau að við höfum náð mjög miklum árangri og við eigum meira inni. Við erum í miðju verki og ég bara gæti ekki verið glaðari,“ segir Bjarni. 

Umræðuna um breytingar innan flokksins segir hann nauðsynlega. 

„Eins og þið sjáið hér þegar það koma saman 1700 manns, að við leyfum sjónarmiðum að njóta sín í salnum. Það sem þetta sýnir er metnaðinn í flokknum til að ná lengra.“ 

Hann bjóst alltaf við því að Guðlaugur hefði góðan stuðning á bak við sig.

„En ég fann fyrir því að ég var með góðan meirihluta fundarins með mér allan tímann,“ sagði Bjarni sem ætlar að fagna sigrinum með vinum og vandamönnum í kvöld. 

Bjarni fagnar sigrinum.vísir/vilhelm

Tengdar fréttir

Bjarni verður áfram formaður

Bjarni Benediktsson verður áfram formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann vann formannskjörið gegn Guðlaugi Þór Þórðarsyni umhverfisráðherra. Vann Bjarni kosningarnar með 59% greiddra atkvæða. Þórdís Kolbrún var kjörin varaformaður með 88 prósent atkvæða og Vilhjálmur Árnason er nýr ritari sjálfstæðisflokksins með 58 prósent atkvæða.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×