Tóku síma af hælisleitendum til að gæta „öryggis“ þeirra Kjartan Kjartansson skrifar 6. nóvember 2022 08:14 Mikill viðbúnaður var þegar lögregla handtók fimmtán hælisleitendur og flutti úr landi til Grikklands í síðustu viku. Aðsend Yfirlögfræðingur ríkislögreglustjóra segir að lögreglumenn hafi tekið síma af hælisleitendum sem var vísað úr landi í síðustu viku til þess að tryggja öryggi fólksins. Lærdóminn sem lögregla getur dregið af gagnrýni á aðgerðina telur hann vera að lögreglan þurfi að eiga bíl sem henti fyrir hjólastóla. Fatlaður maður frá Írak og tvær írakskar stúlkur sem stunduðu nám við Fjölbrautarskólann í Ármúla voru á meðal fimmtán hælisleitenda sem var vísað úr landi í síðustu viku. Á myndum sem náðust á vettvangi sáust lögreglumenn bera manninn úr hjólastól sínum inn í lögreglubifreið. Fjöldi félagasamtaka hefur fordæmt brottvísanirnar, þar á meðal barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, Íslandsdeild Amnesty International, Öryrkjabandalagið, Sjálfsbjörg, Rauði krossinn á Íslandi og Kennarasamband Íslands. Í viðtali í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í gærkvöldi sagðist Helgi Valberg Jensson, yfirlögfræðingur ríkislögreglustjóra, skilja gagnrýni á brottvísanirnar. „Þetta eru ekki verkefni sem nokkur hefur ánægju af,“ sagði hann. Hafnaði hann frásögnum af því að lögreglumenn hefðu setið fyrir stúlkunum tveimur fyrir utan Fjölbrautarskólann í Ármúla. Stúlkurnar hafi verið teknar höndum í búsetuúrræði fjölskyldu þeirra í Hafnarfirði. Spurður að því hvers vegna lögreglumenn hefðu tekið síma af fólkinu þegar það var handtekið sagði Helgi það gert til að tryggja öryggi. Símarnir væru þó ekki hættulegir í eðli sínu. „Við erum með handtekna einstaklinga hérna í höndunum og þá ber okkur að tryggja ekki síst öryggi þeirra. Þetta er svona liður í þeirri framkvæmd. Hvort að það þurfi að endurskoða þetta eða eitthvað er bara eitthvað sem við verðum þá að fara yfir,“ sagði Helgi. Í frétt á vef RÚV kom fram að ekki væri víst að hægt væri að skera úr um hvort að lögregla eða hælisleitendur færu með rétt mál um hvað gekk á við handtökurnar þar sem ekki væri kveikt á búkmyndavélum lögreglumanna allan tímann. Þar er haft eftir Helga að það sé meðal annars gert af tillitssemi við fólk sem sé í óþægilegum aðstæðum. Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Mannréttindi Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Eina svefnplássið bekkir í almenningsgörðum eða gangstéttin Sema Erla Serdar, stjórnmála- og evrópufræðingur og aktívisti, segir aðstæður flóttafólks sem sent var til Grikklands í vikunni séu óboðlegar. Það sé ekkert svefnpláss nema bekkir í almenningsgörðum eða gangstéttin. Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli á morgun. 5. nóvember 2022 20:56 Grafalvarleg afturför í málsmeðferð: „Ég veit ekki hvað ég mun gera“ „Ég er hér í almenningsgarði, ég veit ekki hvað ég mun gera,“ segir Nour Ahmad, frá Grikklandi. Hann kom hingað til lands frá Afganistan sem fylgdarlaust barn en var vísað úr landi skömmu eftir 18 ára afmæli. Hann gat ekki frestað réttaráhrifum þar sem hann fékk ekki vitneskju um synjun í tæka tíð. Lögfræðingur segir alvarlega afturför í málsmeðferð flóttafólks hafa átt sér stað undanfarið. 5. nóvember 2022 13:56 Læknir, túlkur og sérþjálfaður eftirlitsaðili tóku þátt í brottvísuninni Við brottflutning fimmtán hælisleitenda í vikunni voru, auk lögreglu, læknir, túlkur og sérþjálfaður eftirlitsaðili. Leiguflugvél var fengin undir fólkið. Stjórnarráðið segir að lögum hafi verið fylgt út í ystu æsar. 4. nóvember 2022 21:31 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira
Fatlaður maður frá Írak og tvær írakskar stúlkur sem stunduðu nám við Fjölbrautarskólann í Ármúla voru á meðal fimmtán hælisleitenda sem var vísað úr landi í síðustu viku. Á myndum sem náðust á vettvangi sáust lögreglumenn bera manninn úr hjólastól sínum inn í lögreglubifreið. Fjöldi félagasamtaka hefur fordæmt brottvísanirnar, þar á meðal barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, Íslandsdeild Amnesty International, Öryrkjabandalagið, Sjálfsbjörg, Rauði krossinn á Íslandi og Kennarasamband Íslands. Í viðtali í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í gærkvöldi sagðist Helgi Valberg Jensson, yfirlögfræðingur ríkislögreglustjóra, skilja gagnrýni á brottvísanirnar. „Þetta eru ekki verkefni sem nokkur hefur ánægju af,“ sagði hann. Hafnaði hann frásögnum af því að lögreglumenn hefðu setið fyrir stúlkunum tveimur fyrir utan Fjölbrautarskólann í Ármúla. Stúlkurnar hafi verið teknar höndum í búsetuúrræði fjölskyldu þeirra í Hafnarfirði. Spurður að því hvers vegna lögreglumenn hefðu tekið síma af fólkinu þegar það var handtekið sagði Helgi það gert til að tryggja öryggi. Símarnir væru þó ekki hættulegir í eðli sínu. „Við erum með handtekna einstaklinga hérna í höndunum og þá ber okkur að tryggja ekki síst öryggi þeirra. Þetta er svona liður í þeirri framkvæmd. Hvort að það þurfi að endurskoða þetta eða eitthvað er bara eitthvað sem við verðum þá að fara yfir,“ sagði Helgi. Í frétt á vef RÚV kom fram að ekki væri víst að hægt væri að skera úr um hvort að lögregla eða hælisleitendur færu með rétt mál um hvað gekk á við handtökurnar þar sem ekki væri kveikt á búkmyndavélum lögreglumanna allan tímann. Þar er haft eftir Helga að það sé meðal annars gert af tillitssemi við fólk sem sé í óþægilegum aðstæðum.
Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Mannréttindi Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Eina svefnplássið bekkir í almenningsgörðum eða gangstéttin Sema Erla Serdar, stjórnmála- og evrópufræðingur og aktívisti, segir aðstæður flóttafólks sem sent var til Grikklands í vikunni séu óboðlegar. Það sé ekkert svefnpláss nema bekkir í almenningsgörðum eða gangstéttin. Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli á morgun. 5. nóvember 2022 20:56 Grafalvarleg afturför í málsmeðferð: „Ég veit ekki hvað ég mun gera“ „Ég er hér í almenningsgarði, ég veit ekki hvað ég mun gera,“ segir Nour Ahmad, frá Grikklandi. Hann kom hingað til lands frá Afganistan sem fylgdarlaust barn en var vísað úr landi skömmu eftir 18 ára afmæli. Hann gat ekki frestað réttaráhrifum þar sem hann fékk ekki vitneskju um synjun í tæka tíð. Lögfræðingur segir alvarlega afturför í málsmeðferð flóttafólks hafa átt sér stað undanfarið. 5. nóvember 2022 13:56 Læknir, túlkur og sérþjálfaður eftirlitsaðili tóku þátt í brottvísuninni Við brottflutning fimmtán hælisleitenda í vikunni voru, auk lögreglu, læknir, túlkur og sérþjálfaður eftirlitsaðili. Leiguflugvél var fengin undir fólkið. Stjórnarráðið segir að lögum hafi verið fylgt út í ystu æsar. 4. nóvember 2022 21:31 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira
Eina svefnplássið bekkir í almenningsgörðum eða gangstéttin Sema Erla Serdar, stjórnmála- og evrópufræðingur og aktívisti, segir aðstæður flóttafólks sem sent var til Grikklands í vikunni séu óboðlegar. Það sé ekkert svefnpláss nema bekkir í almenningsgörðum eða gangstéttin. Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli á morgun. 5. nóvember 2022 20:56
Grafalvarleg afturför í málsmeðferð: „Ég veit ekki hvað ég mun gera“ „Ég er hér í almenningsgarði, ég veit ekki hvað ég mun gera,“ segir Nour Ahmad, frá Grikklandi. Hann kom hingað til lands frá Afganistan sem fylgdarlaust barn en var vísað úr landi skömmu eftir 18 ára afmæli. Hann gat ekki frestað réttaráhrifum þar sem hann fékk ekki vitneskju um synjun í tæka tíð. Lögfræðingur segir alvarlega afturför í málsmeðferð flóttafólks hafa átt sér stað undanfarið. 5. nóvember 2022 13:56
Læknir, túlkur og sérþjálfaður eftirlitsaðili tóku þátt í brottvísuninni Við brottflutning fimmtán hælisleitenda í vikunni voru, auk lögreglu, læknir, túlkur og sérþjálfaður eftirlitsaðili. Leiguflugvél var fengin undir fólkið. Stjórnarráðið segir að lögum hafi verið fylgt út í ystu æsar. 4. nóvember 2022 21:31