Fordæma brottvísun á ungmenni sem kom sem fylgdarlaust barn Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2022 07:45 Frá mótmælum gegn brottvísun hælisleitenda á Austurvelli í vikunni. Vísir/Vilhelm Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi fordæmir að íslensk stjórnvöld hafi vísað úr landi ungmenni sem til landsins sem fylgdarlaust barn rétt eftir að það varð sjálfráða á fimmtudag. Samtökin ítreka áköll sín um að íslensk stjórnvöld hætti að senda hælisleitendur til Grikklands. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar lét smala saman hælisleitendum og senda þá til Grikklands í skjóli nætur í vikunni. Á meðal þeirra sem voru sendir úr landi var fatlaður íraskur karlmaður. Nokkrir í hópnum eiga ennþá mál fyrir íslenskum dómstólum vegna meðferðar á málum þeirra. Í yfirlýsingu sem Unicef á Íslandi birti á Facebook-síðu sinni í gær fordæma samtökin að ungmenni sem kom hingað sem fylgdarlausu barni hafi verið vísað úr landi. Fylgdarlaus börn eigi rétt á þjónustu barnaverndar og að úrræði hennar séu framlengd þar til ungmenni hefur fengið nægan stuðning til sjálfstæðs lífs. „Móttaka fylgdarlausra barna hér á landi er bágborin en þarna tekur steininn úr,“ segir í yfirlýsingu barnahjálparinnar. Ítreka samtökin fyrri áköll sín til íslenskra stjórnvalda um að hætta tafarlaust að senda hælisleitendur og flóttafólk til Grikklands þar sem margítrekað hafi komið fram að aðstæður þess séu ómannúðlegar og án fordæma í Evrópu. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa að mestu vísað gagnrýni á brottvísanirnar á bug í vikunni og fullyrt að almenn ánægja ríki um útlendingalögin sem þær byggja á. Hælisleitendur Sameinuðu þjóðirnar Réttindi barna Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar lét smala saman hælisleitendum og senda þá til Grikklands í skjóli nætur í vikunni. Á meðal þeirra sem voru sendir úr landi var fatlaður íraskur karlmaður. Nokkrir í hópnum eiga ennþá mál fyrir íslenskum dómstólum vegna meðferðar á málum þeirra. Í yfirlýsingu sem Unicef á Íslandi birti á Facebook-síðu sinni í gær fordæma samtökin að ungmenni sem kom hingað sem fylgdarlausu barni hafi verið vísað úr landi. Fylgdarlaus börn eigi rétt á þjónustu barnaverndar og að úrræði hennar séu framlengd þar til ungmenni hefur fengið nægan stuðning til sjálfstæðs lífs. „Móttaka fylgdarlausra barna hér á landi er bágborin en þarna tekur steininn úr,“ segir í yfirlýsingu barnahjálparinnar. Ítreka samtökin fyrri áköll sín til íslenskra stjórnvalda um að hætta tafarlaust að senda hælisleitendur og flóttafólk til Grikklands þar sem margítrekað hafi komið fram að aðstæður þess séu ómannúðlegar og án fordæma í Evrópu. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa að mestu vísað gagnrýni á brottvísanirnar á bug í vikunni og fullyrt að almenn ánægja ríki um útlendingalögin sem þær byggja á.
Hælisleitendur Sameinuðu þjóðirnar Réttindi barna Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira