Stjórnar hljómsveitinni og syngur óperu á sama tíma Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. nóvember 2022 21:01 Ragnheiður Ingunn kláraði bakkalárpróf í söng og fiðluleik við Listaháskóla Íslands þar sem hún nam auk þess hljómsveitarstjórnun. Vísir/Bjarni Óperudagar fara nú fram í sjötta sinn í Hörpu en lokahátíð þeirra fer fram á morgun. Þar mun 21 árs gömul tónlistarkona frumflytja þrjú íslensk verk. Hún stjórnar ekki aðeins hljómsveitinni heldur syngur hún á sama tíma. Hin 21 árs gamla Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir frumflytur á morgun þrjú íslensk tónlistarverk ásamt hljómsveit. „Sem voru samin fyrir mig, sem ég bara pantaði. Eitt verkið er eftir Ingibjörgu Ýr Skarphéðinsdóttur, annað eftir Maríu Huld Markan og þriðja eftir Jóhann G. Jóhannsson,“ segir Ragnheiður en Jóhann er pabbi hennar og reyndist því ekki erfitt að fá hann til að semja fyrir hana verk. Þá fær aría Zerbinetta úr óperunni Ariadne auf Naxos eftir Richard Straus að fljóta með í prógramminu. „Sem er engin smá aría. Þetta er örugglega lengsta sópranaría sem samin hefur verið,“ segir hún. Ragnheiður syngur og stjórnar hljómsveitinni á sama tíma.Vísir/Bjarni Ragnheiður sér ekki aðeins um einsönginn heldur stjórnar hún hljómsveitinni á sama tíma. „Mér finsnt það bara að mörgu leyti hjálpa. Það er gaman að hafa alla stjórn og þurfa ekki að reiða sig á einhvern annan til að stjórna hljómsveitinni á meðan maður er að syngja. Þannig að ég fíla að hafa stjórnina. En það er ansi mikill pakki að þurfa að læra öll verkin bæði sem hljómsveitarstjóri og sem sópransöngkona,“ segir Ragnheiður. Þetta er sjötta sinn sem óperudagar eru haldnir í Hörpu og hafa þeir staðið yfir síðan 23. október. Lokadagurinn er eins og áður segir á morgun og því nóg um að vera annað en tónleikar Ragnheiðar. „Það er dagskrá frá klukkan eitt til ellefu og alls konar skemmtilegt á dagskránni. Ópera fyrir áhrifavalda, styttri útgáfa af Mattheusarpassíunni yrir börn og fjölskyldur. Svo er óperupartý um kvöldið.“ Ragnheiður hefur verið í mastersnámi í söng í Stokkhólmi undanfarið ár og var að hefja nám í hljómsveitarstjórnun í Kaupmannahöfn í haust. Það er því mikil upplifun að fá að koma heim og spila fyrir fullum sal. „Þetta er algjör draumur sem er að verða að veruleika núna allt í einu.“ Tónlist Íslenska óperan Reykjavík Íslendingar erlendis Harpa Mest lesið „Það braut ísinn að við hefðum deitað sama gaurinn“ Lífið „Ég var heppinn. En ekki hann“ Lífið „Það er önnur hver gella með í vörunum“ Lífið Karlmennskuhlaðvarpið heyrir sögunni til Lífið Fréttatía vikunnar: Körfubolti, laxaastmi og stýrivextir Lífið Gómsætar haustkökur að hætti Elenoru Lífið Ólafur Ragnar skellti sér á sæþotu eftir langan dag Lífið Simmi Vill og Sunneva Einars létu sig ekki vanta á Jókerinn Lífið Skrúfaði titrarann í sundur til að forða nágrönnum frá ónæði Lífið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Menning Fleiri fréttir „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Skálda opnar: „Kannski ekki margir nógu vitlausir til að framkvæma þessa hugmynd“ Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 Margmenni í sköpunargleði og stuði á safninu Ólafur Elíasson tekur yfir Piccadilly Circus og Times Square Opna fyrstu umboðsstofuna í eigu leikara Baráttan innra með manni eins og ljós og skuggar Bein útsending: Salman Rushdie hlýtur verðlaun Halldórs Laxness Bong Joon Ho verður stafrænn heiðursgestur á RIFF Ævar Þór Benediktsson hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Ráðinn markaðs- og kynningarstjóri Tónlistarmiðstöðvar Verk Arnhildar og félaga valið framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum í arkitektúr Lyfjameðferð við meðvirkni: „Æ, ég væri bara til í að taka eina töflu“ „Mann- og listfjandsamleg þvæla“ Sjá meira
Hin 21 árs gamla Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir frumflytur á morgun þrjú íslensk tónlistarverk ásamt hljómsveit. „Sem voru samin fyrir mig, sem ég bara pantaði. Eitt verkið er eftir Ingibjörgu Ýr Skarphéðinsdóttur, annað eftir Maríu Huld Markan og þriðja eftir Jóhann G. Jóhannsson,“ segir Ragnheiður en Jóhann er pabbi hennar og reyndist því ekki erfitt að fá hann til að semja fyrir hana verk. Þá fær aría Zerbinetta úr óperunni Ariadne auf Naxos eftir Richard Straus að fljóta með í prógramminu. „Sem er engin smá aría. Þetta er örugglega lengsta sópranaría sem samin hefur verið,“ segir hún. Ragnheiður syngur og stjórnar hljómsveitinni á sama tíma.Vísir/Bjarni Ragnheiður sér ekki aðeins um einsönginn heldur stjórnar hún hljómsveitinni á sama tíma. „Mér finsnt það bara að mörgu leyti hjálpa. Það er gaman að hafa alla stjórn og þurfa ekki að reiða sig á einhvern annan til að stjórna hljómsveitinni á meðan maður er að syngja. Þannig að ég fíla að hafa stjórnina. En það er ansi mikill pakki að þurfa að læra öll verkin bæði sem hljómsveitarstjóri og sem sópransöngkona,“ segir Ragnheiður. Þetta er sjötta sinn sem óperudagar eru haldnir í Hörpu og hafa þeir staðið yfir síðan 23. október. Lokadagurinn er eins og áður segir á morgun og því nóg um að vera annað en tónleikar Ragnheiðar. „Það er dagskrá frá klukkan eitt til ellefu og alls konar skemmtilegt á dagskránni. Ópera fyrir áhrifavalda, styttri útgáfa af Mattheusarpassíunni yrir börn og fjölskyldur. Svo er óperupartý um kvöldið.“ Ragnheiður hefur verið í mastersnámi í söng í Stokkhólmi undanfarið ár og var að hefja nám í hljómsveitarstjórnun í Kaupmannahöfn í haust. Það er því mikil upplifun að fá að koma heim og spila fyrir fullum sal. „Þetta er algjör draumur sem er að verða að veruleika núna allt í einu.“
Tónlist Íslenska óperan Reykjavík Íslendingar erlendis Harpa Mest lesið „Það braut ísinn að við hefðum deitað sama gaurinn“ Lífið „Ég var heppinn. En ekki hann“ Lífið „Það er önnur hver gella með í vörunum“ Lífið Karlmennskuhlaðvarpið heyrir sögunni til Lífið Fréttatía vikunnar: Körfubolti, laxaastmi og stýrivextir Lífið Gómsætar haustkökur að hætti Elenoru Lífið Ólafur Ragnar skellti sér á sæþotu eftir langan dag Lífið Simmi Vill og Sunneva Einars létu sig ekki vanta á Jókerinn Lífið Skrúfaði titrarann í sundur til að forða nágrönnum frá ónæði Lífið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Menning Fleiri fréttir „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Skálda opnar: „Kannski ekki margir nógu vitlausir til að framkvæma þessa hugmynd“ Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 Margmenni í sköpunargleði og stuði á safninu Ólafur Elíasson tekur yfir Piccadilly Circus og Times Square Opna fyrstu umboðsstofuna í eigu leikara Baráttan innra með manni eins og ljós og skuggar Bein útsending: Salman Rushdie hlýtur verðlaun Halldórs Laxness Bong Joon Ho verður stafrænn heiðursgestur á RIFF Ævar Þór Benediktsson hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Ráðinn markaðs- og kynningarstjóri Tónlistarmiðstöðvar Verk Arnhildar og félaga valið framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum í arkitektúr Lyfjameðferð við meðvirkni: „Æ, ég væri bara til í að taka eina töflu“ „Mann- og listfjandsamleg þvæla“ Sjá meira