Skoraði óvart mögulega mark ársins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2022 09:32 Jens Verhellen hafði ekki skorað mark í fjögur ár þegar hann „hreinsaði“ boltann í marki mótherjanna. Twitter/@JamesL1927 Knattspyrnumaður úr fjórðu deildinni í Belgíu er talinn eiga möguleika á að vinna verðlaun Alþjóða knattspyrnusambandsins yfir flottasta mark ársins. Það besta við það að leikmaðurinn ætlaði sér aldrei að skora þegar hann spyrnti svona hressilega í boltann. Jens Verhellen er varnarmaður hjá belgíska félaginu KVK Avelgem og mjög langt frá því að vera þekkt nafn í boltanum. Hann er líka mjög sjaldan meðal markaskorara sinna liða. Roberto Carlos eat your heart out!I have no idea if he meant this but it looks amazing. pic.twitter.com/IxAeGUvXFO— James Leighton (@JamesL1927) October 28, 2022 Það er hins vegar þetta nafn sem sumir búast við að sjá á listanum yfir þau mörk sem verða tilnefnd til FIFA Puskas markaverðlaunanna á næsta ári. Verhellen var að spila við erkifjendurna í KSV De Ruiter um síðustu helgi þegar hann ákvað að hreinsa boltann frá á hægri vængnum. Verhellen hitti boltann mjög vel og hann sveif alla leið í markið. Leikmaðurinn sjálfur var ekkert að fylgjast með hvert boltinn fór enda var hann bara að bægja hættunni frá. „Við höfðum fengið horn og mótherjarnir gerðu sig líklega til að ná skyndisókn,“ sagði þessi 24 ára leikmaður í viðtali við belgíska blaðið Nieuwsblad. „Okkar lið var ekki skipulagt til að verjast þessari sókn þeirra þannig að ég var bara að hugsa um að koma boltanum langt í burtu svo við höfðum tíma til að setja upp vörnina,“ sagði Jens Verhellen. „Allt í einu fögnuðu allir. Svo ég alls ekki von á að skora. Ég hafði heldur ekki skorað mark í fjögur ár,“ sagði Verhellen. Það má sjá markið ótrúlega hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet) Fótbolti Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benóný tryggði sigurinn á ögurstundu Í beinni: Newcastle - Bournemouth | Gerir Howe sínu gamla félagi grikk Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Sjá meira
Það besta við það að leikmaðurinn ætlaði sér aldrei að skora þegar hann spyrnti svona hressilega í boltann. Jens Verhellen er varnarmaður hjá belgíska félaginu KVK Avelgem og mjög langt frá því að vera þekkt nafn í boltanum. Hann er líka mjög sjaldan meðal markaskorara sinna liða. Roberto Carlos eat your heart out!I have no idea if he meant this but it looks amazing. pic.twitter.com/IxAeGUvXFO— James Leighton (@JamesL1927) October 28, 2022 Það er hins vegar þetta nafn sem sumir búast við að sjá á listanum yfir þau mörk sem verða tilnefnd til FIFA Puskas markaverðlaunanna á næsta ári. Verhellen var að spila við erkifjendurna í KSV De Ruiter um síðustu helgi þegar hann ákvað að hreinsa boltann frá á hægri vængnum. Verhellen hitti boltann mjög vel og hann sveif alla leið í markið. Leikmaðurinn sjálfur var ekkert að fylgjast með hvert boltinn fór enda var hann bara að bægja hættunni frá. „Við höfðum fengið horn og mótherjarnir gerðu sig líklega til að ná skyndisókn,“ sagði þessi 24 ára leikmaður í viðtali við belgíska blaðið Nieuwsblad. „Okkar lið var ekki skipulagt til að verjast þessari sókn þeirra þannig að ég var bara að hugsa um að koma boltanum langt í burtu svo við höfðum tíma til að setja upp vörnina,“ sagði Jens Verhellen. „Allt í einu fögnuðu allir. Svo ég alls ekki von á að skora. Ég hafði heldur ekki skorað mark í fjögur ár,“ sagði Verhellen. Það má sjá markið ótrúlega hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet)
Fótbolti Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benóný tryggði sigurinn á ögurstundu Í beinni: Newcastle - Bournemouth | Gerir Howe sínu gamla félagi grikk Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Sjá meira