Lífið

Yfirbuguðu innbrotsþjóf á nærbuxum og í slopp

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Atvikið á að hafa gerst á Selfossi.
Atvikið á að hafa gerst á Selfossi. vísir/vilhelm

Rétt fyrir klukkan 7 í gærmorgun braust innbrotsþjófur inn í bílskúr á Selfossi. Hann gat hins vegar vart verið óheppnari með fórnarlamb en stæðilegur lögreglumaður á nærbuxum yfirbugaði þjófinn. Til aðstoðar kom svo nágranni lögreglumannsins, fangavörður í náttslopp.

Kristófer Helgason segir frá þessu í Reykjavík síðdegis. Söguna segir hann sanna og rekur málsatvik nánar í þættinum.

„Maðurinn heyrir þarna eitthvað þrusk út í bílskúr og ákveður að kanna málið. Þegar hann kemur í dyragættina þá sér hann innbrotsþjófinn þar sem hann mundar mótorhjól og reynir að koma því í gang. Okkar maður sem stóð þarna á nærbuxum einum fata, stökk á eftir þjófnum, sem leggur á flótta, og nær honum við enda götunnar,“ segir Kristófer. 

Hlusta má á söguna í heild sinni í spilaranum að neðan:

Hann hafi þannig náð taki á þjófnum.

„Nema hvað, að í götunni býr að auki stór og stæðilegur fangavörður sem kemur þarna út á sloppnum sínum. Hann var nefnilega mjög óheppinn þess. Þetta endar þá með því að lögreglumaðurinn er með þjófinn í tökum og fangavörðurinn tók stjórn á fótum hans. Þarna var hann bara í kleinu þar til hjálp barst.“

„Svona gerist hvergi, nema á Selfossi,“ svaraði Þórdís Valsdóttir, annar þáttastjórnandi Reykjavík síðdegis. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×