Fótbolti

Timo Werner meiddur og verður ekki með á HM

Smári Jökull Jónsson skrifar
Timo Werner verður ekki með á heimstmeistaramótinu í Qatar.
Timo Werner verður ekki með á heimstmeistaramótinu í Qatar. Vísir/Getty

Þjóðverjar þurfa að spjara sig án framherjans Timo Werner á heimsmeistaramótinu í Qatar. Werner meiddist á ökkla í leik með liði sínu Red Bull Leipzig í Meistaradeildinni í gær.

Werner hefur átt fast sæti í þýska landsliðshópnum síðustu misseri og skoraði til að mynda tvö mörk þegar Þýskaland vann Evrópumeistara Ítala 5-2 í Þjóðadeildinni í september.

Werner varð fyrir meiðslum á ökkla í 4-0 sigri Red Bull Leipzig gegn Shakhtar Donetsk í Meistaradeildinni í gær og nú hefur þýska liðið staðfest að Werner verði frá út árið og missi því af heimsmeistaramótinu.

Werner, sem gekk til liðs við Leipzig frá Chelsea í sumar, hefur leikið 55 landsleiki fyrir þýska landsliðið og skoraði í þeim 24 mörk. Hansi Flick landsliðþjálfari Þjóðverja segir að meiðsli Werner séu áfall fyrir liðið.

„Þetta eru sorgarfréttir. Ég finn til með Timo þar sem hann missir af heimsmeistaramótinu sem hann var svo ákveðinn í að spila á. Fyrst og fremst er þetta missir fyrir liðið. Ég vona að hann nái sér sem fyrst.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.