Innlent

Fjölmennt á Austurvelli

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Mótmælin fara nú fram á Austurvelli.
Mótmælin fara nú fram á Austurvelli. vísir/vilhelm

Nokkuð stór hópur hefur safnast saman til að mótmæla meðferð stjórnvalda á flóttafólki sem var sent úr landi með leiguflugvél til Grikklands í nótt.

Mótmælin eru skipulögð af No Borders Iceland og Solaris - hjálparsamtökum fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. Mótmælin hófust klukkan 17:15 og af myndum af dæma er nokkuð stór hópur kominn þar saman fyrir utan Alþingishúsið.

Frá mótmælunum.vísir/vilhelm
Hlýtt á ræður. Framferði lögreglu er gagnrýnt.vísir/vilhelm
Skilaboð eru skýr, gefið kennitölur ekki hafnanir.vísir/vilhelm
Þingmenn Samfylkingar, Logi Einarsson og Helga Vala Helgadóttir eru mætt til að mótmæla, ásamt ungu jafnaðarfólki.vísir/vilhelm


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.