Innlent

Íslendingar hafa gefið helmingi fleiri hjörtu en þeir hafa þegið

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Fjöldi aðgerða á hjarta er gerður á Íslandi en ekki hjartaígræðslur.
Fjöldi aðgerða á hjarta er gerður á Íslandi en ekki hjartaígræðslur. Getty

Frá aldamótum hafa 42 hjörtu verið gefin frá Íslandi en 24 Íslendingar gengist undir hjartaígræðslu. Fyrstu árin voru hjartagjafar um það bil einn á ári en þeim hefur fjölgað í þrjá á ári síðustu ár.

Frá þessu er greint í Fréttablaðinu en vitnað í nýjasta tölublað Læknablaðsins.

Haft er eftir Tómasi Guðbjartssyni, hjarta- og lungnaskurðlækni, að allar mælingar sýni mikinn stuðning Íslendinga við líffæragjafir og að nýjar reglur um ætlað samþykki sjúklinga frá 2019 hafi skipt sköpum.

„Ég á ekki von á því að við hefjum hjartaígræðslur á Íslandi, svo sérhæfðar sem aðgerðirnar eru og eftirmeðferðin flókin,“ segir Tómas en flestar aðgerðanna sem hafa verið framkvæmdar á Íslendingum voru gerðar á Sahlgrenska-háskólasjúkrahúsinu í Gautaborg.

Rannsókn á sjúklingahópnum hefur leitt í ljós að meðallíftími eftir aðgerð voru 24,2 ár. Einu ári eftir aðgerð voru 91 prósent enn á lífi og 86 prósent fimm árum síðar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×