Endurupptökudómur lætur ekki segjast: Sakborningar í hrunmálum fá vægari dóma Ólafur Björn Sverrisson skrifar 3. nóvember 2022 08:13 Ívar Guðjónsson fyrrverandi forstöðumaður fjárfestinga Landsbankans, krafðist þess að sínu máli yrði vísað til Hæstaréttar. Rétturinn getur ekki veitt honum réttláta málsmeðferð með skýrslutökum. vísir/vilhelm Endurupptökudómur hefur fallist á beiðni Ívars Guðjónssonar, fyrrverandi forstöðumanns eigin fjárfestinga Landsbankans, um endurupptöku og vísað málinu til Hæstaréttar. Hæstiréttur hafði áður vísað sambærilegu máli frá réttinum þar sem dómarar töldu málinu ranglega vísað til réttarins. Endurupptökudómur lætur ekki segjast og heldur áfram að vísa málum til réttarins. Dósent við lagadeild HÍ telur þau vinnubrögð ótæk. Af þessari pattstöðu leiðir að ágreiningur dómstólanna um réttarfarsreglur verður til þess að áratugsgamlir sýknudómar héraðsdóms, sumir að hluta, yfir sakborningum í svokölluðum hrunmálum standa óhaggaðir. Sú var niðurstaðan í máli Styrmis Þórs Bragasonar, fyrrverandi forstjóra MP banka. Mannréttindadómstóll Evrópu hafði komist að þeirri niðurstöðu að hann hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð þegar Hæstiréttur sneri við sýknudómi héraðsdóms árið 2013 án þess að hlýða á munnlegan málflutning. Hæstiréttur hefur ekki heimild til þess að taka skýrslur af sakborningum, það hefur fallið í hlut Landsréttar frá því honum var komið á fót. Þar sem mál sakborninga í hrunmálum voru endurupptekin á grundvelli þess að ekki fór fram munnleg málsmeðferð taldi Hæstiréttur óhjákvæmilegt að vísa máli Styrmis frá réttinum. Beindi Hæstiréttur því til Endurupptökudóms, í nýlegum dómi sínum sem varðaði mál Styrmis Þórs, að vísa slíkum málum til Landsréttar, sem hefur heimild til skýrslutöku. Vísir hefur fjallað um sambærilegt mál Karls Wernerssonar sem dæmdur var í þriggja og hálfs árs fangelsi meðal annars vegna umboðssvika í svokölluðu Milestone-máli. Allar líkur eru á að mál hans fari sömu leið og Styrmis enda hefur ríkissaksóknari krafist frávísunar vegna fordæmis Hæstaréttar. Ósammála um túlkun reglna Kristín Benediktsdóttir, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, segir alveg ljóst að Endurupptökudómi hafi borið að vísa málunum, sem komu á eftir fordæmisgefandi dómi í máli Styrmis, til Landsréttar. „Menn bjuggust bara við því að Endurupptökudómur myndi fallast á þessa túlkun hjá Hæstarétti,“ segir Kristín. Í dómi Hæstaréttar, þar sem mál Styrmis var tekið fyrir, segir að dómnum hafi borið að vísa málinu til Landsréttar í samræmi við ákvæði 232. greinar sakamálalaga þar sem dómnum er veitt heimild til að vísa málum til Landsréttar „til meðferðar og dómsuppsögu að nýju.“ Í framhaldinu vísaði Endurupptökudómur öðru máli til Hæstaréttar og í úrskurði Endurupptökudóms er orðalagið „að nýju“ túlkað þannig að mál þurfi að hafa verið tekið fyrir áður af Landsrétti til að hægt sé að vísa málum þangað. Dómar í hrunmálunum féllu auðvitað allir áður en Landsrétti var komið á fót. Landsrétti var komið á fót meðal annars til þess að milliliðalaus sönnunarfærsla gæti farið fram fyrir áfrýjunardómstóli. Vísir/Vilhelm Verða að beygja sig undir túlkun æðsta dómstóls Kristín segir ekki tækt að Endurupptökudómur skipti sér af innra skipulagi dómskerfisins. Slíkt sé alfarið á forræði æðsta dómstól landsins, Hæstarétti. „En varðandi skilyrði til endurupptöku, þar er Endurupptökudómur alveg á lygnum sjó. Þetta eru ekki hliðsettir dómstólar í þeim skilningi. Það er bara einn dómstóll sem er æðstur, það sér maður bara á dómstólalögunum.“ Hún segir túlkun Endurupptökudóms einkennilega en þar sem komin sé túlkun frá Hæstarétti verði dómurinn að beygja sig undir hana. „Þar sem þetta er byggt á milliliðalausri sönnunarfærslu, þá verður að vísa þessu til Landsréttar eins og Hæstiréttur segir. Það sem er vont í þessu líka er að þessir menn vita hvernig þessu máli mun ljúka.“ Athygli vekur að Ívar Guðjónsson gerir kröfu um að málinu verði vísað til Hæstaréttar en ekki Landsréttar þar sem hann fengi réttláta málsmeðferð að mati Mannréttindadómstólsins. Ívar var sakfelldur að hluta í héraðsdómi og hlaut þar níu mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm. Hæstiréttur þyngdi hins vegar dóm Ívars í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi. Miðað við nýleg dómafordæmi úr Hæstarétti eru allar líkur á því að Hæstiréttur muni vísa tveggja ára dómnum frá réttinum. Þá situr eftir níu mánaða skilorðsbundinn dómur úr héraði. Dómsmál Landsbankinn Íslenskir bankar Hrunið Tengdar fréttir Hæstiréttur þyngir dóm yfir Landsbankamönnum Fyrrum bankastjóri Landsbankans dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi. 4. febrúar 2016 15:00 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Sjá meira
Af þessari pattstöðu leiðir að ágreiningur dómstólanna um réttarfarsreglur verður til þess að áratugsgamlir sýknudómar héraðsdóms, sumir að hluta, yfir sakborningum í svokölluðum hrunmálum standa óhaggaðir. Sú var niðurstaðan í máli Styrmis Þórs Bragasonar, fyrrverandi forstjóra MP banka. Mannréttindadómstóll Evrópu hafði komist að þeirri niðurstöðu að hann hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð þegar Hæstiréttur sneri við sýknudómi héraðsdóms árið 2013 án þess að hlýða á munnlegan málflutning. Hæstiréttur hefur ekki heimild til þess að taka skýrslur af sakborningum, það hefur fallið í hlut Landsréttar frá því honum var komið á fót. Þar sem mál sakborninga í hrunmálum voru endurupptekin á grundvelli þess að ekki fór fram munnleg málsmeðferð taldi Hæstiréttur óhjákvæmilegt að vísa máli Styrmis frá réttinum. Beindi Hæstiréttur því til Endurupptökudóms, í nýlegum dómi sínum sem varðaði mál Styrmis Þórs, að vísa slíkum málum til Landsréttar, sem hefur heimild til skýrslutöku. Vísir hefur fjallað um sambærilegt mál Karls Wernerssonar sem dæmdur var í þriggja og hálfs árs fangelsi meðal annars vegna umboðssvika í svokölluðu Milestone-máli. Allar líkur eru á að mál hans fari sömu leið og Styrmis enda hefur ríkissaksóknari krafist frávísunar vegna fordæmis Hæstaréttar. Ósammála um túlkun reglna Kristín Benediktsdóttir, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, segir alveg ljóst að Endurupptökudómi hafi borið að vísa málunum, sem komu á eftir fordæmisgefandi dómi í máli Styrmis, til Landsréttar. „Menn bjuggust bara við því að Endurupptökudómur myndi fallast á þessa túlkun hjá Hæstarétti,“ segir Kristín. Í dómi Hæstaréttar, þar sem mál Styrmis var tekið fyrir, segir að dómnum hafi borið að vísa málinu til Landsréttar í samræmi við ákvæði 232. greinar sakamálalaga þar sem dómnum er veitt heimild til að vísa málum til Landsréttar „til meðferðar og dómsuppsögu að nýju.“ Í framhaldinu vísaði Endurupptökudómur öðru máli til Hæstaréttar og í úrskurði Endurupptökudóms er orðalagið „að nýju“ túlkað þannig að mál þurfi að hafa verið tekið fyrir áður af Landsrétti til að hægt sé að vísa málum þangað. Dómar í hrunmálunum féllu auðvitað allir áður en Landsrétti var komið á fót. Landsrétti var komið á fót meðal annars til þess að milliliðalaus sönnunarfærsla gæti farið fram fyrir áfrýjunardómstóli. Vísir/Vilhelm Verða að beygja sig undir túlkun æðsta dómstóls Kristín segir ekki tækt að Endurupptökudómur skipti sér af innra skipulagi dómskerfisins. Slíkt sé alfarið á forræði æðsta dómstól landsins, Hæstarétti. „En varðandi skilyrði til endurupptöku, þar er Endurupptökudómur alveg á lygnum sjó. Þetta eru ekki hliðsettir dómstólar í þeim skilningi. Það er bara einn dómstóll sem er æðstur, það sér maður bara á dómstólalögunum.“ Hún segir túlkun Endurupptökudóms einkennilega en þar sem komin sé túlkun frá Hæstarétti verði dómurinn að beygja sig undir hana. „Þar sem þetta er byggt á milliliðalausri sönnunarfærslu, þá verður að vísa þessu til Landsréttar eins og Hæstiréttur segir. Það sem er vont í þessu líka er að þessir menn vita hvernig þessu máli mun ljúka.“ Athygli vekur að Ívar Guðjónsson gerir kröfu um að málinu verði vísað til Hæstaréttar en ekki Landsréttar þar sem hann fengi réttláta málsmeðferð að mati Mannréttindadómstólsins. Ívar var sakfelldur að hluta í héraðsdómi og hlaut þar níu mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm. Hæstiréttur þyngdi hins vegar dóm Ívars í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi. Miðað við nýleg dómafordæmi úr Hæstarétti eru allar líkur á því að Hæstiréttur muni vísa tveggja ára dómnum frá réttinum. Þá situr eftir níu mánaða skilorðsbundinn dómur úr héraði.
Dómsmál Landsbankinn Íslenskir bankar Hrunið Tengdar fréttir Hæstiréttur þyngir dóm yfir Landsbankamönnum Fyrrum bankastjóri Landsbankans dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi. 4. febrúar 2016 15:00 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Sjá meira
Hæstiréttur þyngir dóm yfir Landsbankamönnum Fyrrum bankastjóri Landsbankans dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi. 4. febrúar 2016 15:00