Segir umbjóðendur sína leitaða uppi og hneppta í gæsluvarðhald Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. nóvember 2022 15:41 Helgi Þorsteinsson Silva lögmaður. Vísir Lögmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að hneppa skjólstæðinga sína í gæsluvarðhald, þegar niðurstaða um endurupptökubeiðni í málum þeirra sé handan við hornið. Skjólstæðingarnir eru hluti af stórum hóp hælisleitenda sem nýfallinn dómur gæti bjargað, að sögn lögmannsins. Upptök málsins má rekja til máls palestínsks manns sem sótti um alþjóðlega vernd hér á landi. Senda átti manninn úr landi fyrir að hafa tafið mál sitt en Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í síðasta mánuði að hann bæri ekki sjálfur ábyrgð á töfunum. Þegar dómur féll gaf Helgi Þorsteinsson Silva lögmaður mannsins það út að dómurinn væri fordæmisgefandi fyrir allt að tvö hundruð manns sem senda átti úr landi í kórónveirufaraldrinum. Lögmannsstofa Helga er með mál um á þriðja tug manns sem falla undir þetta á sínu borði. Í kjölfar dómsins var endurupptökubeiðni send í málum þeirra allra; einnig var send sérstök beiðni um frestun á framkvæmd brottvísana í málunum. „En staðan er sú í dag að ekkert svar hefur borist frá stjórnvöldum hvað varðar þessar tvær beiðnir. En þrátt fyrir þetta virðist lögregla vera að leita uppi þessa umbjóðendur okkar, þeir handteknir og færðir í gæsluvarðhald. Og virðist vera að stefnan sé að flytja þá úr landi síðar í vikunni. Og það þrátt fyrir að niðurstaða sé handan við hornið í þessum málum,“ segir Helgi. Neyðarlegt fyrir ríkið Þetta séu óeðlilega harðar aðgerðir af hálfu stjórnvalda - og segist hann raunar aðeins hafa séð örfá dæmi um þetta i sínum skjólstæðingahópi frá upphafi. „Hér eru þrír að ég veit, en þetta er náttúrulega að þróast mjög hratt undanfarna daga, þegar komnir í gæsluvarðhald til fjölda daga. Þeir eru í fangelsi núna að bíða eftir flugfarinu. Og eins og einn þeirra, hann var sjálfur að tilkynna sig, sem er forsenda þess að þeir séu í húsnæði hjá Útlendingastofnun. Þannig að það var alveg vitað hvar þeir voru, annar þeirra var með bráðabirgðaatvinnuleyfi og var handtekinn í vinnunni,“ segir Helgi. „Mér finnst þetta frekar glannalegt af ríkinu þegar eru blikur á lofti að þeir muni fá efnismeðferð sinna mála. Þá er neyðarlegt fyrir ríkið að vera búið að framkvæma þessar ákvarðanir þegar ríkið var með alveg nægar upplýsingar til að gera sér grein fyrir því að þetta færi á annan veg.“ Hælisleitendur Tengdar fréttir Telur dóm veita tvö hundruð flóttamönnum sem átti að vísa úr landi rétt á efnismeðferð Palestínumaður, sem sótti um alþjóðlega vernd hér á landi en fékk ekki efnismeðferð, bar ekki ábyrgð á miklum töfum á meðferð máls hans. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi í málinu í gær. Lögmaður segir málið fordæmisgefandi í málum allra þeirra sem sótt hafa um hæli hér á landi og ílengdust vegna kórónuveirufaraldursins. 14. október 2022 11:21 Framtíð allt að hundrað manns gæti verið undir Mál Palestínumanns gegn ríkinu, sem flutt var í héraðsdómi á fimmtudag, gæti haft áhrif á stöðu upp undir hundrað flóttamanna hér á landi sem beðið hafa í óvissu síðan í kórónuveirufaraldrinum, að sögn lögmanns. Hann telur framgöngu stjórnvalda í málunum harkalega. 17. september 2022 13:30 Mest lesið Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Sjá meira
Upptök málsins má rekja til máls palestínsks manns sem sótti um alþjóðlega vernd hér á landi. Senda átti manninn úr landi fyrir að hafa tafið mál sitt en Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í síðasta mánuði að hann bæri ekki sjálfur ábyrgð á töfunum. Þegar dómur féll gaf Helgi Þorsteinsson Silva lögmaður mannsins það út að dómurinn væri fordæmisgefandi fyrir allt að tvö hundruð manns sem senda átti úr landi í kórónveirufaraldrinum. Lögmannsstofa Helga er með mál um á þriðja tug manns sem falla undir þetta á sínu borði. Í kjölfar dómsins var endurupptökubeiðni send í málum þeirra allra; einnig var send sérstök beiðni um frestun á framkvæmd brottvísana í málunum. „En staðan er sú í dag að ekkert svar hefur borist frá stjórnvöldum hvað varðar þessar tvær beiðnir. En þrátt fyrir þetta virðist lögregla vera að leita uppi þessa umbjóðendur okkar, þeir handteknir og færðir í gæsluvarðhald. Og virðist vera að stefnan sé að flytja þá úr landi síðar í vikunni. Og það þrátt fyrir að niðurstaða sé handan við hornið í þessum málum,“ segir Helgi. Neyðarlegt fyrir ríkið Þetta séu óeðlilega harðar aðgerðir af hálfu stjórnvalda - og segist hann raunar aðeins hafa séð örfá dæmi um þetta i sínum skjólstæðingahópi frá upphafi. „Hér eru þrír að ég veit, en þetta er náttúrulega að þróast mjög hratt undanfarna daga, þegar komnir í gæsluvarðhald til fjölda daga. Þeir eru í fangelsi núna að bíða eftir flugfarinu. Og eins og einn þeirra, hann var sjálfur að tilkynna sig, sem er forsenda þess að þeir séu í húsnæði hjá Útlendingastofnun. Þannig að það var alveg vitað hvar þeir voru, annar þeirra var með bráðabirgðaatvinnuleyfi og var handtekinn í vinnunni,“ segir Helgi. „Mér finnst þetta frekar glannalegt af ríkinu þegar eru blikur á lofti að þeir muni fá efnismeðferð sinna mála. Þá er neyðarlegt fyrir ríkið að vera búið að framkvæma þessar ákvarðanir þegar ríkið var með alveg nægar upplýsingar til að gera sér grein fyrir því að þetta færi á annan veg.“
Hælisleitendur Tengdar fréttir Telur dóm veita tvö hundruð flóttamönnum sem átti að vísa úr landi rétt á efnismeðferð Palestínumaður, sem sótti um alþjóðlega vernd hér á landi en fékk ekki efnismeðferð, bar ekki ábyrgð á miklum töfum á meðferð máls hans. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi í málinu í gær. Lögmaður segir málið fordæmisgefandi í málum allra þeirra sem sótt hafa um hæli hér á landi og ílengdust vegna kórónuveirufaraldursins. 14. október 2022 11:21 Framtíð allt að hundrað manns gæti verið undir Mál Palestínumanns gegn ríkinu, sem flutt var í héraðsdómi á fimmtudag, gæti haft áhrif á stöðu upp undir hundrað flóttamanna hér á landi sem beðið hafa í óvissu síðan í kórónuveirufaraldrinum, að sögn lögmanns. Hann telur framgöngu stjórnvalda í málunum harkalega. 17. september 2022 13:30 Mest lesið Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Sjá meira
Telur dóm veita tvö hundruð flóttamönnum sem átti að vísa úr landi rétt á efnismeðferð Palestínumaður, sem sótti um alþjóðlega vernd hér á landi en fékk ekki efnismeðferð, bar ekki ábyrgð á miklum töfum á meðferð máls hans. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi í málinu í gær. Lögmaður segir málið fordæmisgefandi í málum allra þeirra sem sótt hafa um hæli hér á landi og ílengdust vegna kórónuveirufaraldursins. 14. október 2022 11:21
Framtíð allt að hundrað manns gæti verið undir Mál Palestínumanns gegn ríkinu, sem flutt var í héraðsdómi á fimmtudag, gæti haft áhrif á stöðu upp undir hundrað flóttamanna hér á landi sem beðið hafa í óvissu síðan í kórónuveirufaraldrinum, að sögn lögmanns. Hann telur framgöngu stjórnvalda í málunum harkalega. 17. september 2022 13:30