Framtíð allt að hundrað manns gæti verið undir Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. september 2022 13:30 Helgi Þorsteinsson Silva, lögmaður. Vísir/Arnar Mál Palestínumanns gegn ríkinu, sem flutt var í héraðsdómi á fimmtudag, gæti haft áhrif á stöðu upp undir hundrað flóttamanna hér á landi sem beðið hafa í óvissu síðan í kórónuveirufaraldrinum, að sögn lögmanns. Hann telur framgöngu stjórnvalda í málunum harkalega. Málið snýst um Palestínumann sem sótti um hæli hér á landi í kórónuveirufaraldrinum, þegar ekki var hægt að flytja fólk úr landi. Helgi Þorsteinsson Silva lögmaður sem flytur málið bendir á að reglur séu þannig að ef stjórnvöld nái ekki að ljúka meðferð slíkra mála innan 12 mánaða þá fái viðkomandi efnismeðferð. Í tilviki Palestínumannsins hafi þessi frestur runnið út - og vísað til þess að maðurinn hefði sjálfur tafið mál sitt, eins og raunar í tilvikum margra annarra í sömu stöðu. „Og málið snýst í rauninni bara um það, þennan núans, hvort það sé hægt að kenna þessu fólki um að það hafi ekki verið hægt að flytja það úr landi, meðal annars vegna reglna þar um í Grikklandi, hvort það hafi verið þeim að kenna,“ segir Helgi. „Hingað til hafa menn bara verið taldir hafa tafið málið ef þeir hafa látið sig hverfa eða mæta ekki í viðtölin og svo framvegis. En þarna erum við með hóp sem gerði ekkert ólöglegt.“ Málið yrði ekki fordæmisgefandi til framtíðar heldur sneri að fólki sem kom hingað til lands á afmörkuðu tímabili í faraldrinum. En vinnist málið gæti þó talsvert stór hópur fengið efnismeðferð, að sögn Helga. „Það er eiginlega alveg bókað. En hversu stór sá hópur er fer eftir því hvernig niðurstaðan er útfærð. En það er alveg öruggt að það yrðu allavega einhverjir tugir. Og eftir því hvernig niðurstaðan kemur út gæti það slagað í hundrað manns.“ Hvernig finnst þér framferði stjórnvalda í þessu máli? „Það er nokkuð harkaleg framganga aðmínu mati. Ég tel, og ég held að margir séu á þeirri skoðun, að stjórnvöld hafi ranglega sakað þennan hóp um að hafa tafið mál sitt,“ segir Helgi Þorsteinsson Silva, lögmaður. Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Dómsmál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Málið snýst um Palestínumann sem sótti um hæli hér á landi í kórónuveirufaraldrinum, þegar ekki var hægt að flytja fólk úr landi. Helgi Þorsteinsson Silva lögmaður sem flytur málið bendir á að reglur séu þannig að ef stjórnvöld nái ekki að ljúka meðferð slíkra mála innan 12 mánaða þá fái viðkomandi efnismeðferð. Í tilviki Palestínumannsins hafi þessi frestur runnið út - og vísað til þess að maðurinn hefði sjálfur tafið mál sitt, eins og raunar í tilvikum margra annarra í sömu stöðu. „Og málið snýst í rauninni bara um það, þennan núans, hvort það sé hægt að kenna þessu fólki um að það hafi ekki verið hægt að flytja það úr landi, meðal annars vegna reglna þar um í Grikklandi, hvort það hafi verið þeim að kenna,“ segir Helgi. „Hingað til hafa menn bara verið taldir hafa tafið málið ef þeir hafa látið sig hverfa eða mæta ekki í viðtölin og svo framvegis. En þarna erum við með hóp sem gerði ekkert ólöglegt.“ Málið yrði ekki fordæmisgefandi til framtíðar heldur sneri að fólki sem kom hingað til lands á afmörkuðu tímabili í faraldrinum. En vinnist málið gæti þó talsvert stór hópur fengið efnismeðferð, að sögn Helga. „Það er eiginlega alveg bókað. En hversu stór sá hópur er fer eftir því hvernig niðurstaðan er útfærð. En það er alveg öruggt að það yrðu allavega einhverjir tugir. Og eftir því hvernig niðurstaðan kemur út gæti það slagað í hundrað manns.“ Hvernig finnst þér framferði stjórnvalda í þessu máli? „Það er nokkuð harkaleg framganga aðmínu mati. Ég tel, og ég held að margir séu á þeirri skoðun, að stjórnvöld hafi ranglega sakað þennan hóp um að hafa tafið mál sitt,“ segir Helgi Þorsteinsson Silva, lögmaður.
Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Dómsmál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira