Innlent

Missti annað framdekkið undan bifreiðinni eftir dekkjaskipti

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Nóttin var heldur tíðindalítil á höfuðborgarsvæðinu.
Nóttin var heldur tíðindalítil á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ók fram á bifreið utan vegar í Mosfellsbæ í gærkvöldi, þar sem ökumaður hafði lent í því að missa annað framdekkið undan bílnum. Nokkrar skemmdir urðu á bifreiðinni og var hún flutt á brott af Krók.

Frá þessu er greint í yfirliti lögreglu yfir verkefni gærkvöldsins og næturinnar en athygli vekur að ökumaðurinn hafði farið með bílinn í dekkjaskipti þremur dögum fyrir óhappið.

Vaktin virðist annars hafa verið tíðindalítil.

Í Árbæ var ökumaður stöðvaður sem reyndist hafa verið sviptur ökuréttindum. Um það bil 15 mínútum síðar var sama bifreið stöðvuð í sama hverfi og reyndist sami ökumaður undir stýri. Var þá vettvangsskýrsla rituð um málið og lyklarnir að bifreiðinni haldlagðir.

Í Breiðholtinu var bifreið stöðvuð þegar ökumaður gaf ekki stefnumerki. Undir stýri reyndist vera ung kona sem hafði áður verið svipt ökuréttindum en að auki gaf hún lögreglu upp ranga kennitölu og fór ekki að fyrirmælum.

Tveir voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum. Báður hafa ítrekað verið stöðvaðir við akstur án gildra ökuréttinda.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×