Einar mestu hagræðingaraðgerðir frá hruni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. nóvember 2022 19:22 Einar segir nauðsynlegt að hagræða í rekstrinum. Vísir/Arnar Reykjavíkurborg mun ráðast í einar mestu hagræðingaraðgerðir frá hruni til að mæta hallarekstri. Formaður borgarráðs segir að tryggja þurfi sjálfbæran rekstur og skapa svigrúm til fjárfestinga án endalausrar lántöku. Ný fjármálastefna var lögð fyrir borgarstjórn í dag ásamt fjárhagsáætlun til næstu fimm ára. Samkvæmt áætluninni verður ráðist í miklar hagræðingar vegna hallareksturs borgarinnar. „Þegar ég fór í framboð var hallinn 3,8 milljarðar á síðasta ári. Núna er útkomuspáin að hann verði 15,3 milljarðar. Það gengur ekki lengur, það þarf að taka á undirliggjandi rekstri A-hlutans og fara í aðhald. Það erum við að gera,“ sagði Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs. Einar segir að ekki verði ráðist í neinar hópuppsagnir en svokölluð aðhaldskrafa verður sett á öll svið sem þýðir að ekki er gert ráð fyrir ráðningum í störf sem losna nema brýna nauðsyn beri til. „Vegna þess að við höfum sé það að launakostnaður sem hlutfall af tekjum hefur vaxið mjög á undanförnum árum og starfsmönnum borgarinnar hefur fjölgað talsvert umfram lýðfræðilega þróun.“ Hlífa skólunum „Við ætlum að hlífa skólunum og þeim starfsstöðvum þar sem undirmönnun ríkir en allt annað þurfum við að rýna vel og meta hvort ráðið verði í störfin.“ Hann segir að ná þurfi stöðugildunum niður í það sem teljist sjálfbært. Hagræðingin verður að sögn Einars verkefnamiðuð þar sem gerður verður greinarmunur á grunnþjónustu borgarinnar og annarri þjónustu. „Það er mikilvægt að taka erfiðar ákvarðanir núna strax í upphafi kjörtímabilsins. Þetta er samt sem áður enginn gríðarlegur niðurskurður. Þetta er hagræðing og aðhald, skynsamlega sett fram með þeim áherslum að við verndum framlínuþjónustuna þannig að þetta bitni sem minnst á borgarbúum. Við erum aðallega að rýna inn á við. Við erum að skera niður inn á við og það er algjört lykilatriði.“ Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Ný fjármálastefna var lögð fyrir borgarstjórn í dag ásamt fjárhagsáætlun til næstu fimm ára. Samkvæmt áætluninni verður ráðist í miklar hagræðingar vegna hallareksturs borgarinnar. „Þegar ég fór í framboð var hallinn 3,8 milljarðar á síðasta ári. Núna er útkomuspáin að hann verði 15,3 milljarðar. Það gengur ekki lengur, það þarf að taka á undirliggjandi rekstri A-hlutans og fara í aðhald. Það erum við að gera,“ sagði Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs. Einar segir að ekki verði ráðist í neinar hópuppsagnir en svokölluð aðhaldskrafa verður sett á öll svið sem þýðir að ekki er gert ráð fyrir ráðningum í störf sem losna nema brýna nauðsyn beri til. „Vegna þess að við höfum sé það að launakostnaður sem hlutfall af tekjum hefur vaxið mjög á undanförnum árum og starfsmönnum borgarinnar hefur fjölgað talsvert umfram lýðfræðilega þróun.“ Hlífa skólunum „Við ætlum að hlífa skólunum og þeim starfsstöðvum þar sem undirmönnun ríkir en allt annað þurfum við að rýna vel og meta hvort ráðið verði í störfin.“ Hann segir að ná þurfi stöðugildunum niður í það sem teljist sjálfbært. Hagræðingin verður að sögn Einars verkefnamiðuð þar sem gerður verður greinarmunur á grunnþjónustu borgarinnar og annarri þjónustu. „Það er mikilvægt að taka erfiðar ákvarðanir núna strax í upphafi kjörtímabilsins. Þetta er samt sem áður enginn gríðarlegur niðurskurður. Þetta er hagræðing og aðhald, skynsamlega sett fram með þeim áherslum að við verndum framlínuþjónustuna þannig að þetta bitni sem minnst á borgarbúum. Við erum aðallega að rýna inn á við. Við erum að skera niður inn á við og það er algjört lykilatriði.“
Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent