Læknafélagið telur fækkun millistjórnenda jákvæða þróun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. nóvember 2022 13:19 Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, bindur vonir við að með breytti skipuriti muni raddir þeirra sem vinna í návígi með sjúklingum heyrast betur. Vísir/Einar Formaður Læknafélags Íslands telur að boðaðar skipulagsbreytingar á Landspítalanum séu jákvæðar og muni koma til með að færa völd og ákvarðanatöku nær þeim sem vinna á gólfinu og í návígi við sjúklinga. Í nýju skipuriti eru meðal annars tíu stöðugildi forstöðumanna lögð niður. Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, greindi í gær frá nýju skipuriti spítalans. Áherslubreytingar sjást á nýju skipuriti þar sem stjórnskipulagið en einfaldað og aukin áhersla er lögð á klíníska þjónustu spítalans. Framkvæmdastjórum hjúkrunar annars vegar og lækninga hins vegar verður veitt aukin ábyrgð og þá hafa tíu stöðugildi forstöðumanna verið lögð niður. Steinunn Þórðardóttir er formaður Læknafélags Íslands. „Það er auðvitað þungbært í hvert skipti sem þarf að gera breytingar sem fela í sér uppsagnir en okkur finnst í grunninn þetta vera jákvæðar breytingar og hugsunin þarna, eins og við upplifum þær, að það sé verið að fækka stjórnendalögum, í þeim tilgangi að færa þá völd og ákvörðunartöku nær þeim sem eru að vinna á gólfinu á spítalanum í tengslum við sjúklinga.“ Undanfarin ár hafa heilbrigðisyfirvöld verið gagnrýnd fyrir fjölda millistjórnenda. Er þetta tilraun til að vinda ofan af þeirri þróun? „Við skynjum það akkúrat þannig, og þetta er kynnt þannig innan spítalans, að þetta sé til þess að fækka þessum lögum sem að okkar mati voru orðin allt of mörg og boðleiðir allt of langar þannig að við sem vinnum í návígi við sjúklinga upplifum ekki að rödd okkar heyrist þegar við erum að benda á eitthvað sem betur mætti fara varðandi gæði og öryggi og annað slíkt. Það er erfitt að vinna á vinnustað þar sem rödd starfsfólksins í kjarnastarfseminni nær ekki alla leið upp á topp.“ Steinunn segist eiga þá ósk heitasta að hægt verði að fjölga starfsfólki. Sparnaðurinn sem fáist með hagræðingunni verði þó ekki til þess að hægt verði að fjölga starfsfólki á gólfinu. „En okkar von er auðvitað að þetta verði meira aðlaðandi vinnustaður fyrir vikið og eigi auðveldara með að laða til sín hæft fólk á gólfið.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Stjórnendum fækkað á Landspítalanum Tíu stöðugildi forstöðumanna falla niður samkvæmt nýju skipuriti á Landspítalanum. Markmið skipulagsbreytinganna er að styrkja klíníska starfsemi og að hagræða í rekstri. 31. október 2022 18:04 Karólínska undrið í samanburði við íslenskan raunveruleika í heilbrigðismálum Árið 2020 fjárfestu Svíar mest allra Norðurlandaþjóða af vergri þjóðarframleiðslu í heilbrigðismál, 11.4% á meðan Ísland rak lestina með rúmlega 8.3% í sama málaflokki. Samtímis varð undraverður viðsnúningi á rekstri þjóðarsjúkrahúss Svía, Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi, eftir margra ára hallarekstur. 20. október 2022 08:01 Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Sjá meira
Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, greindi í gær frá nýju skipuriti spítalans. Áherslubreytingar sjást á nýju skipuriti þar sem stjórnskipulagið en einfaldað og aukin áhersla er lögð á klíníska þjónustu spítalans. Framkvæmdastjórum hjúkrunar annars vegar og lækninga hins vegar verður veitt aukin ábyrgð og þá hafa tíu stöðugildi forstöðumanna verið lögð niður. Steinunn Þórðardóttir er formaður Læknafélags Íslands. „Það er auðvitað þungbært í hvert skipti sem þarf að gera breytingar sem fela í sér uppsagnir en okkur finnst í grunninn þetta vera jákvæðar breytingar og hugsunin þarna, eins og við upplifum þær, að það sé verið að fækka stjórnendalögum, í þeim tilgangi að færa þá völd og ákvörðunartöku nær þeim sem eru að vinna á gólfinu á spítalanum í tengslum við sjúklinga.“ Undanfarin ár hafa heilbrigðisyfirvöld verið gagnrýnd fyrir fjölda millistjórnenda. Er þetta tilraun til að vinda ofan af þeirri þróun? „Við skynjum það akkúrat þannig, og þetta er kynnt þannig innan spítalans, að þetta sé til þess að fækka þessum lögum sem að okkar mati voru orðin allt of mörg og boðleiðir allt of langar þannig að við sem vinnum í návígi við sjúklinga upplifum ekki að rödd okkar heyrist þegar við erum að benda á eitthvað sem betur mætti fara varðandi gæði og öryggi og annað slíkt. Það er erfitt að vinna á vinnustað þar sem rödd starfsfólksins í kjarnastarfseminni nær ekki alla leið upp á topp.“ Steinunn segist eiga þá ósk heitasta að hægt verði að fjölga starfsfólki. Sparnaðurinn sem fáist með hagræðingunni verði þó ekki til þess að hægt verði að fjölga starfsfólki á gólfinu. „En okkar von er auðvitað að þetta verði meira aðlaðandi vinnustaður fyrir vikið og eigi auðveldara með að laða til sín hæft fólk á gólfið.“
Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Stjórnendum fækkað á Landspítalanum Tíu stöðugildi forstöðumanna falla niður samkvæmt nýju skipuriti á Landspítalanum. Markmið skipulagsbreytinganna er að styrkja klíníska starfsemi og að hagræða í rekstri. 31. október 2022 18:04 Karólínska undrið í samanburði við íslenskan raunveruleika í heilbrigðismálum Árið 2020 fjárfestu Svíar mest allra Norðurlandaþjóða af vergri þjóðarframleiðslu í heilbrigðismál, 11.4% á meðan Ísland rak lestina með rúmlega 8.3% í sama málaflokki. Samtímis varð undraverður viðsnúningi á rekstri þjóðarsjúkrahúss Svía, Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi, eftir margra ára hallarekstur. 20. október 2022 08:01 Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Sjá meira
Stjórnendum fækkað á Landspítalanum Tíu stöðugildi forstöðumanna falla niður samkvæmt nýju skipuriti á Landspítalanum. Markmið skipulagsbreytinganna er að styrkja klíníska starfsemi og að hagræða í rekstri. 31. október 2022 18:04
Karólínska undrið í samanburði við íslenskan raunveruleika í heilbrigðismálum Árið 2020 fjárfestu Svíar mest allra Norðurlandaþjóða af vergri þjóðarframleiðslu í heilbrigðismál, 11.4% á meðan Ísland rak lestina með rúmlega 8.3% í sama málaflokki. Samtímis varð undraverður viðsnúningi á rekstri þjóðarsjúkrahúss Svía, Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi, eftir margra ára hallarekstur. 20. október 2022 08:01