Segir millitekjufólk í vandræðum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. nóvember 2022 13:16 Vilhjálmur Birgisson er formaður Starfsgreinasambandsins. Formaður Starfsgreinasambandsins segir kröfugerð Eflingar raunhæfa og vel unna. Nauðsynlegt væri að ná fram krónutöluhækkun enda hafi framfærslukostnaður launafólks hækkað svo gríðarlega að nú væri millitekjufólk að berjast í bökkum. Í gær afhenti Efling Samtökum atvinnulífsins kröfugerð fyrir komandi kjarasamningsviðræður sem hljóðar meðal annars upp á 167 þúsund króna hækkun allra mánaðarlauna á þriggja ára samningstímabili. Formanni Starfsgreinasambandsins líst vel á kröfugerðina, segir hana vel unna og raunhæfa. „Og harmónerar í raun og veru algjörlega við það hvernig ég sér fyrir mér að við nálgumst þetta verkefni. Eina sem liggur ekki fyrir hjá okkur í Starfsgreinasambandinu er tímalengd samningsins og hversu langur hann verður. Það er ástæðan fyrir því að við í Starfsgreinasambandinu vorum ekki búin að koma okkur niður á hver krónutalan ætti að vera, það fer eftir því hversu langur samningurinn er. Þessi tala sem þau nefna þarna finnst mér algjörlega vera mjög góð,“ sagði Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins. Hann segir framfærslukostnað launafólks hafa hækkað gríðarlega á undanförnum tólf til fjórtán mánuðum. „Það er alveg ljóst að það er ekki bara lágtekjufólk sem á í erfiðleikum með að framfleyta sér frá mánuði til mánaðar og halda mannlegri reisn, heldur er það líka orðið venjulegt millitekjufólk sem hefur verið að lenda í vandræðum sökum mikillar hækkunar á vaxtabyrði, leigu eða öðru slíku.“ Hann væri persónulega tilbúinn að styðja kröfugerð Eflingar. Viðræður bandalags Starfsgreinasambandsins og Landssambands íslenskra verlzunarmanna við Samtök atvinnulífsins eru á góðu róli að sögn Vilhjálms en í dag væri fyrirhugaður þriggja tíma fundur með þeim. Vill Eflingu með Þetta bandalag ykkar, fer Efling með í það? „Staðan er bara þannig að það er réttur hvers stéttarfélags fyrir sig að vera með samningsumboðið sitt hjá sér en ég hef alla tíð sagt það að því fleiri sem við erum saman því sterkari afl erum við. Að sjálfsögðu myndi ég vilja sjá Eflingu með okkur í þessu bandalagi“ Kjaramál Fjármál heimilisins Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir „Ekkert annað en eðlilegt og réttlátt“ Efling krefst 167 þúsund króna krónutöluhækkunar allra launa á næstu þremur árum. Þetta kemur fram í kröfugerð sem félagið hefur afhent Samtökum atvinnulífsins. Þá krefst félagið þrjátíu daga orlofs fyrir alla félagsmenn auk þess sem ræða þurfi af fullri alvöru um styttingu vinnuvikunnar hjá félagsmönnum. Formaður Eflingar telur kröfur þess sanngjarnar og raunsæjar. 31. október 2022 21:16 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Sjá meira
Í gær afhenti Efling Samtökum atvinnulífsins kröfugerð fyrir komandi kjarasamningsviðræður sem hljóðar meðal annars upp á 167 þúsund króna hækkun allra mánaðarlauna á þriggja ára samningstímabili. Formanni Starfsgreinasambandsins líst vel á kröfugerðina, segir hana vel unna og raunhæfa. „Og harmónerar í raun og veru algjörlega við það hvernig ég sér fyrir mér að við nálgumst þetta verkefni. Eina sem liggur ekki fyrir hjá okkur í Starfsgreinasambandinu er tímalengd samningsins og hversu langur hann verður. Það er ástæðan fyrir því að við í Starfsgreinasambandinu vorum ekki búin að koma okkur niður á hver krónutalan ætti að vera, það fer eftir því hversu langur samningurinn er. Þessi tala sem þau nefna þarna finnst mér algjörlega vera mjög góð,“ sagði Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins. Hann segir framfærslukostnað launafólks hafa hækkað gríðarlega á undanförnum tólf til fjórtán mánuðum. „Það er alveg ljóst að það er ekki bara lágtekjufólk sem á í erfiðleikum með að framfleyta sér frá mánuði til mánaðar og halda mannlegri reisn, heldur er það líka orðið venjulegt millitekjufólk sem hefur verið að lenda í vandræðum sökum mikillar hækkunar á vaxtabyrði, leigu eða öðru slíku.“ Hann væri persónulega tilbúinn að styðja kröfugerð Eflingar. Viðræður bandalags Starfsgreinasambandsins og Landssambands íslenskra verlzunarmanna við Samtök atvinnulífsins eru á góðu róli að sögn Vilhjálms en í dag væri fyrirhugaður þriggja tíma fundur með þeim. Vill Eflingu með Þetta bandalag ykkar, fer Efling með í það? „Staðan er bara þannig að það er réttur hvers stéttarfélags fyrir sig að vera með samningsumboðið sitt hjá sér en ég hef alla tíð sagt það að því fleiri sem við erum saman því sterkari afl erum við. Að sjálfsögðu myndi ég vilja sjá Eflingu með okkur í þessu bandalagi“
Kjaramál Fjármál heimilisins Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir „Ekkert annað en eðlilegt og réttlátt“ Efling krefst 167 þúsund króna krónutöluhækkunar allra launa á næstu þremur árum. Þetta kemur fram í kröfugerð sem félagið hefur afhent Samtökum atvinnulífsins. Þá krefst félagið þrjátíu daga orlofs fyrir alla félagsmenn auk þess sem ræða þurfi af fullri alvöru um styttingu vinnuvikunnar hjá félagsmönnum. Formaður Eflingar telur kröfur þess sanngjarnar og raunsæjar. 31. október 2022 21:16 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Sjá meira
„Ekkert annað en eðlilegt og réttlátt“ Efling krefst 167 þúsund króna krónutöluhækkunar allra launa á næstu þremur árum. Þetta kemur fram í kröfugerð sem félagið hefur afhent Samtökum atvinnulífsins. Þá krefst félagið þrjátíu daga orlofs fyrir alla félagsmenn auk þess sem ræða þurfi af fullri alvöru um styttingu vinnuvikunnar hjá félagsmönnum. Formaður Eflingar telur kröfur þess sanngjarnar og raunsæjar. 31. október 2022 21:16