Lífið

Rosa­legur lúxus í einka­þotu Icelandair

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Íslenskt vatn, kampavín og Bose heyrnartól taka á móti farþegum.
Íslenskt vatn, kampavín og Bose heyrnartól taka á móti farþegum. Instagram/ThePointsGuy

Gríðarlegur lúxus er um borð í einkaflugvél Icelandair og eru innanstokksmunir langt frá því sem farþegar í hefðbundnu áætlunarflugi kunna að hafa vanist. Fyrirtækið Abercrombie & Kent, sem sérhæfir sig í lúxusferðalögum, leigir vélina af flugfélaginu en áhöfnin er íslensk.

Ferðabloggarinn The Points Guy birti myndband af flugvélinni sem er af tegundinni Boeing 757. Gera má ráð fyrir því að vel fari um farþega en 48 sæti eru í vélinni. Til samanburðar taka flugvélar af sömu tegund 184 í sæti í áætlunarflugi hjá Icelandair.

Flugmiði með vélinni í næstu ferð kostar ekki nema rúmar 23 milljónir króna, samkvæmt ferðabloggaranum. Innifalið í miðanum er þriggja vikna ferðalag á hina og þessa áfangastaði. 

Myndband innan úr flugvélinni má sjá hér að neðan.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.