Dalamanni ársins sagt upp fyrir að tala of mikið Árni Sæberg skrifar 1. nóvember 2022 06:00 Rebecca rekur dýraathvarf í Dölunum. Hún ætlar að halda áfram að bjarga dýrum þar og bjóða fólki í heimsókn. Facebook Rebeccu Cathrine Kaad Ostenfeld, sem útnefnd var Dalamaður ársins 2022, var í gær sagt upp störfum í Krambúðinni í Búðardal. Formleg ástæða uppsagnarinnar var skipulagsbreyting en verslunarstjórinn sagði Rebeccu einfaldlega tala of mikið við viðskiptavini. Rebecca hafði starfað fyrir krambúðina og fyrirrennara hennar í Búðardal í rúm tíu ár. Hún er dönsk en hefur búið hér á landi í tuttugu ár. Í störfum sínum hefur hún getið sér orðstír sem hjartahlý og jákvæð manneskja sem tekur öllum viðskiptavinum opnum örmum. Það varð, meðal annars, til þess að hún var útnefnd Dalamaður ársins í sumar. Nú er hins vegar ljóst að Rebecca, eða Rebba eins og hún er ávallt kölluð, mun ekki framar taka á móti viðskiptavinum með brosi eða jafnvel faðmlagi. Hún var nefnilega rekin í gærmorgun. Í samtali við Vísi segir hún að hún hafi ákveðið að greina frá uppsögninni opinberlega enda fréttist hlutirnir hratt í litlu samfélagi eins og Dölunum. Viðbrögðin hafa vægast sagt ekki setið á sér, gríðarlegur fjöldi fólks hefur ritað athugasemdir við færslu hennar á Facebook og lýst yfir gríðarlegri óánægju sinni með ákvörðun Samkaupa, sem reka Krambúðina. Viðskiptavinir eru í öngum sínum Rebecca segir að mikill fjöldi fólks hafi haft persónulega samband við hana í dag. Síminn hafi ekki stoppað frá því að henni var sagt upp í morgun og hún hafi grátið í allan dag. „Mér finnst þetta svo ósanngjarnt, að mínum viðskiptavinum líði illa yfir þessu. Það hringdi einn grátandi áðan og sagði fyrirgefðu að ég hafi talað svona mikið við þig í vinnunni. Ég vona að það sé ekki mér að kenna að þú hafir verið rekin,“ segir Rebecca. Einn dyggur viðskiptavinur hafði samband við Vísi í kvöld til þess að vekja athygli á málinu. Sá lýsti Rebeccu einfaldlega sem jákvæðustu konu landsins. „Ég hef oft farið þarna og þá á rútu með fólk og alltaf er talað um jákvæðu og brosmildu konuna í búðinni,“ segir hann. Fylgdist með börnum vaxa úr grasi Sem áður segir hafði Rebecca starfað í búðinni í tíu ár og búið í Dölunum í tvo áratugi. Á þeim tíma hefur hún tengst fólkinu í sveitinni miklum böndum. Hún segist hafa fylgst með börnum vaxa úr grasi og verða fullorðnir viðskiptavinir hennar. Hún hafi meira að segja rétt fólki í sveitinni hjálparhönd þegar það hefur gengið í gegnum erfiðleika. Þó eru það ekki einungis vinir úr sveitinni sem munu sakna hennar. „Fólk kemur hérna til mín, sem ég þekki ekki neitt og segir, veistu það Rebba, ég er að stoppa hérna af því það er svo svo gaman að koma til þín. Takk fyrir að vera svona dásamleg. Svo er maður bara rekinn, bara sagt upp vegna skipulagsbreytinga,“ segir Rebecca. „Mér finnst svo mikilvægt að við tölum saman, stöndum saman til að gera lífið betra. Eitt lítið bros, eitt lítið knús, smá grín, þetta sakar ekki neinn. Og ég er að vinna, það er ekki eins og ég sitji bara á stól og sé að kjafta,“ segir Rebecca að lokum. Dalabyggð Vinnumarkaður Verslun Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Sjá meira
Rebecca hafði starfað fyrir krambúðina og fyrirrennara hennar í Búðardal í rúm tíu ár. Hún er dönsk en hefur búið hér á landi í tuttugu ár. Í störfum sínum hefur hún getið sér orðstír sem hjartahlý og jákvæð manneskja sem tekur öllum viðskiptavinum opnum örmum. Það varð, meðal annars, til þess að hún var útnefnd Dalamaður ársins í sumar. Nú er hins vegar ljóst að Rebecca, eða Rebba eins og hún er ávallt kölluð, mun ekki framar taka á móti viðskiptavinum með brosi eða jafnvel faðmlagi. Hún var nefnilega rekin í gærmorgun. Í samtali við Vísi segir hún að hún hafi ákveðið að greina frá uppsögninni opinberlega enda fréttist hlutirnir hratt í litlu samfélagi eins og Dölunum. Viðbrögðin hafa vægast sagt ekki setið á sér, gríðarlegur fjöldi fólks hefur ritað athugasemdir við færslu hennar á Facebook og lýst yfir gríðarlegri óánægju sinni með ákvörðun Samkaupa, sem reka Krambúðina. Viðskiptavinir eru í öngum sínum Rebecca segir að mikill fjöldi fólks hafi haft persónulega samband við hana í dag. Síminn hafi ekki stoppað frá því að henni var sagt upp í morgun og hún hafi grátið í allan dag. „Mér finnst þetta svo ósanngjarnt, að mínum viðskiptavinum líði illa yfir þessu. Það hringdi einn grátandi áðan og sagði fyrirgefðu að ég hafi talað svona mikið við þig í vinnunni. Ég vona að það sé ekki mér að kenna að þú hafir verið rekin,“ segir Rebecca. Einn dyggur viðskiptavinur hafði samband við Vísi í kvöld til þess að vekja athygli á málinu. Sá lýsti Rebeccu einfaldlega sem jákvæðustu konu landsins. „Ég hef oft farið þarna og þá á rútu með fólk og alltaf er talað um jákvæðu og brosmildu konuna í búðinni,“ segir hann. Fylgdist með börnum vaxa úr grasi Sem áður segir hafði Rebecca starfað í búðinni í tíu ár og búið í Dölunum í tvo áratugi. Á þeim tíma hefur hún tengst fólkinu í sveitinni miklum böndum. Hún segist hafa fylgst með börnum vaxa úr grasi og verða fullorðnir viðskiptavinir hennar. Hún hafi meira að segja rétt fólki í sveitinni hjálparhönd þegar það hefur gengið í gegnum erfiðleika. Þó eru það ekki einungis vinir úr sveitinni sem munu sakna hennar. „Fólk kemur hérna til mín, sem ég þekki ekki neitt og segir, veistu það Rebba, ég er að stoppa hérna af því það er svo svo gaman að koma til þín. Takk fyrir að vera svona dásamleg. Svo er maður bara rekinn, bara sagt upp vegna skipulagsbreytinga,“ segir Rebecca. „Mér finnst svo mikilvægt að við tölum saman, stöndum saman til að gera lífið betra. Eitt lítið bros, eitt lítið knús, smá grín, þetta sakar ekki neinn. Og ég er að vinna, það er ekki eins og ég sitji bara á stól og sé að kjafta,“ segir Rebecca að lokum.
Dalabyggð Vinnumarkaður Verslun Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Sjá meira