Fótbolti

Luis Suárez meistari eftir sigur á Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luis Suarez fagnar sigri og titli Nacional eftir sigurinn á Liverpool.
Luis Suarez fagnar sigri og titli Nacional eftir sigurinn á Liverpool. Getty/Agencia Gamba

Luis Suárez varð úrúgvæskur meistari með æskufélaginu sínu Nacional um helgina en liðið vann þá „Clasura“ keppnina.

Suárez skoraði tvö mörk í leiknum og kvaddi á besta mögulega hátt.

Suárez hafði gefið það út að þetta væri síðasti leikur hans með Nacional liðinu en hann kom þangað á stuttum samning eftir að hafa yfirgefið spænska félagið Atletico Madrid. Nú bíða margir spenntir eftir því hvar hann spilar á nýju ári.

Nacional varð þarna meistari í 49. sinn frá upphafi þökk sé 4-1 sigri á Liverpool.

Það er einhver smá kaldhæðni í því að Suárez, sem var svo nálægt því að vera meistari með Liverpool, verði meistari í Úrúgvæ eftir sigur á liði sem beri sama nafn.

Hinn 35 ára gamli Suárez skoraði átta mörk og gaf þrjár stoðsendingar í fjórtán leikjum með Nacional.

Suárez náði ekki að vinna ensku úrvalsdeildina með Liverpool en hann varð fimm sinnum spænskur meistari með Barcelona og Atletico Madrid

Suárez naut sína líka vel í sigurhátíðinni og fagnaði eins og kóngur eins og sjá má hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×