Fótbolti

Ingibjörg og Svava skiptu stigunum á milli sín í lokaumferðinni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Svava Rós Guðmundsdóttir er norskur meistari með Brann. Hér er hún í baráttunni við Guðrúnu Arnardóttur í leik gegn Rosengård.
Svava Rós Guðmundsdóttir er norskur meistari með Brann. Hér er hún í baráttunni við Guðrúnu Arnardóttur í leik gegn Rosengård. Brann

Lokaumferð norsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu fór fram í dag, en úrslit hennar voru nú þegar ráðin. Svava Rós Guðmundsdóttir og stöllur hennar í Brann tryggðu sér titilinn í seinustu umferð, en þær gerðu 1-1 jafntefli gegn Ingibjörgu Sigurðardóttur og liðsfélögum hennar í Vålerenga í dag.

Nora Eide Lie kom heimakonum í Brann í forystu skömmu fyrir hálfleik, en Karina Saevik jafnaði metin fyrir Vålerenga á 50. mínútu og þar við sat.

Þá fóru einnig tvö rauð spjöld á loft í leiknum, en Ingrid Stenevik í liði Brann og Andrine Tomter í liði Vålerenga nældu sér báðir í sitt seinna gula spjald í síðari hálfleiknum eftir að hafa fengið sitt gula spjaldi hvor í þeim fyrri.

Þá lék Selma Sól Magnúsdóttir allan leikinn í liði Rosenborg er liðið vann 1-2 útisigur gegn Stabæk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×