Innlent

Guðlaugur boðar til fundar í Valhöll

Samúel Karl Ólason skrifar
Guðlaugur Þór Þórðarson.
Guðlaugur Þór Þórðarson. Vísir/Vilhelm

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur boðað til opins fundar í Valhöll í dag. Þar er hann sagður ætla að tilkynna hvort hann ætli að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins gegn Bjarna Benediktssyni.

Fundurinn hefst klukkan hálft eitt í dag og verður sýnt frá honum í beinni útsendingu á Vísi.

Guðlaugur hefur legið undir feldi frá því hann fundaði með stuðningsmönnum sínum um hugsanlegt formannsframboð gegn Bjarna Benediktssyni fyrir helgi. Sá fyrrnefndi hefur gefið út að það verði einmitt Bjarni sjálfur sem fyrstur fái að vita af framboði, verði af því.

Fyrsti landsfundur Sjálfstæðisflokksins í fjögur ár vegna faraldursins fer fram frá föstudegi til sunnudags í næstu viku. Bjarni hefur verið formaður flokksins síðan 2009.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.