Fótbolti

Potter segist ekki þurfa að biðjast afsökunar á neinu eftir óblíðar móttökur

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Graham Potter mætti á sinn gamla heimavöll í gær.
Graham Potter mætti á sinn gamla heimavöll í gær. Bryn Lennon/Getty Images

Graham Potter, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea, segist ekki þurfa að biðja stuðningsmenn Brighton afsökunar á neinu eftir að hann yfirgaf félagið. Potter fékk óblíðar móttökur þegar Chelsea heimsótti Brighton í gær.

Potter og lærisveinar hans í Chelsea máttu þola 4-1 tap er liðið heimsótti Brighton í enku úrvalsdeildinni í gær, en þetta var fyrsta tap Chelsea undir stjórn Potter.

Englendingurinn var knattspyrnustjóri Brighton frá árinu 2019 og alveg fram í september á þessu ári. Undir hans stjórn náði félagið sínum besta árangri frá upphafi í efstu deild þegar liðið hafnaði í níunda sæti á seinasta tímabili.

Það var hins vegar baulað á þennan 52 ára gamala knattspyrnustjóra þegar hann mætti á sinn gamla heimavöll og eftir að heimamenn í Brighton komust 3-0 yfir sungu stuðningsmenn hástöfum og spurðu stjóran hver staðan væri. „Potter, Potter, what's the score?“

„Fólk á rétt á sínum skoðunum,“ sagði Potter þegar hann var spurður út í móttökurnar frá sínum fyrrum stuðningsmönnum. „Mér fannst ég standa mig vel hérna og að ég hafi skilið félagið eftir á góðum stað.“

„Þegar stuðningsmennirnir urðu svona mikið með í leiknum varð þetta erfitt fyrir okkur. Það er erfitt að taka þessum úrslitum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×