Fótbolti

Höskuldur: Viljum vera sigursælir í langan tíma

Hjörvar Ólafsson skrifar
Höskuldur Gunnlaugsson hefur spilað vel fyrir Blika á tímabilinu. 
Höskuldur Gunnlaugsson hefur spilað vel fyrir Blika á tímabilinu.  Vísir/Hulda Margrét

Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, var að vonum kampakátur eftir að flautað hafði verið til leiksloka í lokaleik liðsins í Bestu deild karla í fótbolta á Kópavogsvelli í dag.

„Þetta er bara æðisleg tilfinning, alger paradís í raun og veru,“ sagði Höskuldur hrærður en Blikar fóru með 1-0 sigur af hólmi þegar Víkingur kom í heimsókn í lokaumferðinni.

„Þetta var hörkuleikur eins og ávallt þegar þessi lið hafa mæst síðustu ár. Það voru ágætis gæði í þessum leik þrátt fyrir að það væri lítið undir en fyrst og fremst var þetta barátta,“ sagði fyrirliðinn.

„Það má spila fram að jólum mín vegna, þetta er svo gaman. Ég skal hins vegar viðurkenna það að fram undan er kærkomið frí. Nú þurfum við svo að finna metnað og hvata til þess að vera sigursælir í langan tíma. Taka FH okkur til fyrirmyndar,“ sagði hann um framhaldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×