Innlent

Sauðfé fjarlægt af bænum og aðgerðir vegna nautgripa langt komnar

Samúel Karl Ólason skrifar
MAST segir aðgerðir vegna nautgripa vera nokkuð langt komnar.
MAST segir aðgerðir vegna nautgripa vera nokkuð langt komnar. Steinunn Árnadóttir

Matvælastofnun hefur gripið til aðgerða vegna meints dýraníðs á bóndabæ í Borgarfirði þar sem grunur leikur á að illa hafi verið komið fram við dýr. Starfsmenn stofnunarinnar hafa áður tekið sauðfé af bænum en stutt er síðan hestar voru teknir þaðan og þeim lógað.

Mikið hefur verið fjallað um umræddan bóndabæ að undanförnu en í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi kom fram að Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, hefði kallað eftir upplýsingum frá MAST um framkvæmd eftirlits með dýraníði og verkferla vegna velferðar dýra.

Sjá einnig: Grindhoraðar kýr sagðar í umsjá sama fólks og hestarnir í Borgarfirði

Í frétt Ríkisútvarpsins er vísað í upplýsingar frá Matvælastofnun um að gripið hafi verið til aðgerða varðandi nautgripi á bænum og að sauðfé hafi einnig verið tekið úr vörslu bóndans. Þá segir í fréttinni að aðgerðir MAST varðandi nautgripina séu nokkuð langt komnar.

Íbúar í Borgarbyggð höfðu vakið athygli á nautgripunum í kjölfar þess að þrettán hross af bænum voru aflífuð vegna alvarlegs ástands.


Tengdar fréttir

Ráðherra krefur MAST svara um velferð dýra

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, hefur kallað eftir upplýsingum frá Matvælastofnun um framkvæmd eftirlits þeirra og verkferla vegna velferðar dýra þegar grunur vaknar um að umráðamenn uppfylli ekki ákvæði laga þess efnis.

Ákærður fyrir dýraníð fyrir áratug: Kýr með halabrot og -slit

Bóndi sem sakaður hefur verið um illa meðferð hrossa í Borgarfirði var ákærður fyrir dýraníð fyrir tæpum áratug. Matvælastofnun segir ákvarðanir í dýravelferðarmálum geta verið mjög íþyngjandi og því nauðsynlegt að stíga varlega til jarðar í slíkum málum. Stofnunin hefur verið gagnrýnd fyrir viðbrögð sín í málinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×