Njósnarinn í Tromsö sagður vera ofursti í GRU Samúel Karl Ólason skrifar 28. október 2022 15:40 Mikhail Valerievich Mikushin á mynd sem tekin var í Kanada árið 2015. Þá gekk hann undir nafninu José Giammaria sem hann gerði enn þegar hann var handtekinn í Noregi á dögunum. Yfirvöld í Noregi hafa nafngreint rússneskan njósnara sem handtekinn var nýverið í Tromsö. Sá heitir Mikhail Valerievich Mikushin og er fæddur árið 1978 í Rússlandi. Hann er talinn vera ofursti í GRU, leyniþjónustu rússneska hersins. Mikushin hefur verið ákærður fyrir njósnir en NRK hefur eftir embættismönnum að rannsóknin á hinum meintu njósnum hans sé ekki langt komin. Mikushin hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Njósnarinn meinti er sagður hafa þóst vera brasilískur fræðimaður og gengið undir dulnefninu José Assis Giammaria. Hann ku hafa starfað við háskólann í Tromsö og unnið þar við rannsóknir á Norðurslóðum og svokölluðum fjölþáttaógnum. Sjá einnig: Telja sig hafa gripið rússneskan njósnara í Tromsö Christo Grozev, frá rannsóknarsamtökunum Bellingcat, segist hafa staðfest niðurstöður Norðmanna. Bellingcat og samstarfsmenn þeirra hafi meðal annars komið höndum yfir mynd af ökuskírteini Mikushins. So how do we know Norway's allegation of his name is correct? Well we got Mikhail's drivers' license photo. And here you go: Microsoft Azur (and our eyes) confirm it's the same person. Mikhail on the left, "Jose" on the right (literally and figuratively, check that T-shirt) pic.twitter.com/MF4HDbCKlM— Christo Grozev (@christogrozev) October 28, 2022 Þá sýni gögn frá Rússlandi að hann hafi um tíma verið skráður til heimilis í heimavist skóla GRU. Þau gögn bendi til þess að Mikushin sé ofursti í leyniþjónustunni. GRU sér að mestu um njósnir og annarskonar leynilegar aðgerðir Rússa á erlendri grundu. Leyniþjónustan FSB, sér um aðgerðir í Rússlandi og öðrum nærliggjandi ríkjum. Útsendarar GRU hafa verið nokkuð umsvifamiklir í Evrópu á undanförnum árum. Það voru tveir GRU-liðar sem eitruðu fyrir Sergei Skripal og dóttur hans í Bretlandi um árið. Þá eru sömu menn sagðir hafa sprengt upp vopnageysmlu í Tékklandi fyrir nokkrum árum. Sjá einnig: Ótrúleg slóð útsendara Mikoshin er það sem kallað er „ólöglegur njósnari“. Slíkir njósnarar njóta ekki pólitískar verndar í skjóli þess að vinna í sendiráði. Þess í stað búa þeir til persónur og þurfa jafnvel að lifa öðru lífi en þeirra eigin til lengri tíma. Noregur Rússland Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Sjá meira
Mikushin hefur verið ákærður fyrir njósnir en NRK hefur eftir embættismönnum að rannsóknin á hinum meintu njósnum hans sé ekki langt komin. Mikushin hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Njósnarinn meinti er sagður hafa þóst vera brasilískur fræðimaður og gengið undir dulnefninu José Assis Giammaria. Hann ku hafa starfað við háskólann í Tromsö og unnið þar við rannsóknir á Norðurslóðum og svokölluðum fjölþáttaógnum. Sjá einnig: Telja sig hafa gripið rússneskan njósnara í Tromsö Christo Grozev, frá rannsóknarsamtökunum Bellingcat, segist hafa staðfest niðurstöður Norðmanna. Bellingcat og samstarfsmenn þeirra hafi meðal annars komið höndum yfir mynd af ökuskírteini Mikushins. So how do we know Norway's allegation of his name is correct? Well we got Mikhail's drivers' license photo. And here you go: Microsoft Azur (and our eyes) confirm it's the same person. Mikhail on the left, "Jose" on the right (literally and figuratively, check that T-shirt) pic.twitter.com/MF4HDbCKlM— Christo Grozev (@christogrozev) October 28, 2022 Þá sýni gögn frá Rússlandi að hann hafi um tíma verið skráður til heimilis í heimavist skóla GRU. Þau gögn bendi til þess að Mikushin sé ofursti í leyniþjónustunni. GRU sér að mestu um njósnir og annarskonar leynilegar aðgerðir Rússa á erlendri grundu. Leyniþjónustan FSB, sér um aðgerðir í Rússlandi og öðrum nærliggjandi ríkjum. Útsendarar GRU hafa verið nokkuð umsvifamiklir í Evrópu á undanförnum árum. Það voru tveir GRU-liðar sem eitruðu fyrir Sergei Skripal og dóttur hans í Bretlandi um árið. Þá eru sömu menn sagðir hafa sprengt upp vopnageysmlu í Tékklandi fyrir nokkrum árum. Sjá einnig: Ótrúleg slóð útsendara Mikoshin er það sem kallað er „ólöglegur njósnari“. Slíkir njósnarar njóta ekki pólitískar verndar í skjóli þess að vinna í sendiráði. Þess í stað búa þeir til persónur og þurfa jafnvel að lifa öðru lífi en þeirra eigin til lengri tíma.
Noregur Rússland Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Sjá meira