„Svona gera bara trúðar“ Sindri Sverrisson skrifar 28. október 2022 07:32 Cristiano Ronaldo þekkir það að vera ungur að gera brellur á Old Trafford sem ekki allir eru hrifnir af. Hér kemur hann skilaboðum til Antony fyrir leikinn við Sheriff í gær. Getty/Simon Stacpoole Paul Scholes sakaði Antony um trúðslæti eftir að Brasilíumaðurinn ungi tók snúning með boltann, sem hann er þekktur fyrir, í 3-0 sigri Manchester United á Sheriff í Evrópudeildinni í fótbolta. Antony, kom til United í byrjun september frá Ajax, sýndi áhorfendum á Old Trafford í gær Anturny-snúninginn sinn í fyrri hálfleik, í stöðunni 0-0. Hann dregur þá boltann í hring í kringum hægri fótinn sinn, í einni hreyfingu. Scholes, sem er goðsögn í sögu United, var alls ekki hrifinn af tilburðum Antony og knattspyrnustjórinn Erik ten Hag sagðist mögulega þurfa að koma ákveðnum skilaboðum til kantmannsins. „Ég er ekki einu sinni viss um að þetta sé einhver brella, er það? Er þetta hans einkennismerki? Ég held að hann þurfi eitthvað betra. Hann þarf að finna eitthvað skemmtilegra,“ sagði Scholes eftir leik í beinni útsendingu á BT Sport. pic.twitter.com/bk6imOUoS9— MComps305 (@comps305) October 27, 2022 „Ég held að þessi þjóð vilji ekki sjá þetta. Vill einhver þjóð það, jafnvel Brasilía? Brasilíumenn vilja ekki sjá þetta, er það? Ajax í Hollandi, vilja þeir sjá þetta? Ég hef gaman af brellum en mér finnst þetta bara hvorki vera brella né skemmtun. Svona gera bara trúðar, er það ekki?“ sagði Scholes. Ekkert út á þetta að setja ef brellan virkar Ten Hag sást hrista hausinn eftir tilburði Antony sem var svo skipt af velli í hálfleik. Lisandro Martinez var þá einnig skipt af velli og ástæðan mun hafa verið sú að gefa leikmönnum hvíld en United mætir West Ham á sunnudaginn. „Ég hef ekkert út á þetta [brellu Antony] að setja svo lengi sem að hún virkar,“ sagði Ten Hag eftir leik. „Ég ætlast til meira af honum – fleiri hlaup á bakvið vörnina, að hann sé oftar í teignum og spili oftar inn í vasann. Það er fínt að gera svona brellur þegar þær virka. Ef að þú missir ekki boltann er það í lagi en ef að þetta er brella bara til að gera brellu þá mun ég leiðrétta það við hann,“ sagði Ten Hag. Evrópudeild UEFA Enski boltinn Fótbolti Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Sjá meira
Antony, kom til United í byrjun september frá Ajax, sýndi áhorfendum á Old Trafford í gær Anturny-snúninginn sinn í fyrri hálfleik, í stöðunni 0-0. Hann dregur þá boltann í hring í kringum hægri fótinn sinn, í einni hreyfingu. Scholes, sem er goðsögn í sögu United, var alls ekki hrifinn af tilburðum Antony og knattspyrnustjórinn Erik ten Hag sagðist mögulega þurfa að koma ákveðnum skilaboðum til kantmannsins. „Ég er ekki einu sinni viss um að þetta sé einhver brella, er það? Er þetta hans einkennismerki? Ég held að hann þurfi eitthvað betra. Hann þarf að finna eitthvað skemmtilegra,“ sagði Scholes eftir leik í beinni útsendingu á BT Sport. pic.twitter.com/bk6imOUoS9— MComps305 (@comps305) October 27, 2022 „Ég held að þessi þjóð vilji ekki sjá þetta. Vill einhver þjóð það, jafnvel Brasilía? Brasilíumenn vilja ekki sjá þetta, er það? Ajax í Hollandi, vilja þeir sjá þetta? Ég hef gaman af brellum en mér finnst þetta bara hvorki vera brella né skemmtun. Svona gera bara trúðar, er það ekki?“ sagði Scholes. Ekkert út á þetta að setja ef brellan virkar Ten Hag sást hrista hausinn eftir tilburði Antony sem var svo skipt af velli í hálfleik. Lisandro Martinez var þá einnig skipt af velli og ástæðan mun hafa verið sú að gefa leikmönnum hvíld en United mætir West Ham á sunnudaginn. „Ég hef ekkert út á þetta [brellu Antony] að setja svo lengi sem að hún virkar,“ sagði Ten Hag eftir leik. „Ég ætlast til meira af honum – fleiri hlaup á bakvið vörnina, að hann sé oftar í teignum og spili oftar inn í vasann. Það er fínt að gera svona brellur þegar þær virka. Ef að þú missir ekki boltann er það í lagi en ef að þetta er brella bara til að gera brellu þá mun ég leiðrétta það við hann,“ sagði Ten Hag.
Evrópudeild UEFA Enski boltinn Fótbolti Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Sjá meira