Innlent

Kallað út vegna upp­sjávar­skips sem hallaði við Reykja­víkur­höfn

Atli Ísleifsson skrifar
Skamman tíma tók að rétta skipið af að sögn slökkviliðs.
Skamman tíma tók að rétta skipið af að sögn slökkviliðs. Aðsend

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um klukkan 22:20 í gærkvöldi vegna uppsjávarskipsins Svans RE sem hallaði þar sem hann lá við bryggju í Reykjavíkurhöfn.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði var lítið annað gert en að hafa samband við starfsmenn útgerðar og mætti yfirvélstjóri skipsins á vettvang og tókst að rétta skipið af með að dæla sjó milli tanka í skipinu.

Tók það skamman tíma að rétta skipið af að sögn slökkviliðs. 

Svanur RE er uppsjávarskip í eigu Brims.

Aðsend

Aðsend

Aðsend


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×