Sýknuð af lyfjaakstri vegna ávísunar fra lækni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. október 2022 13:12 Þjóðvegur 1. Vísir/Vilhelm Kona hefur verið sýknuð af því að aka undir áhrifjum slævandi lyfja. Konan var sýknuð á þeim grundvelli að læknir hafði ávísað lyfinu, hún hafi byggt upp þol gagnvart því og að ósannað væri að konan hafi verið undir áhrifum umræddra lyfja við aksturinn. Málið má rekja til þess að konan var á leið frá Akureyri til Reykjavíkur þann 1. september árið 2020. Varð hún fyrir því óhappi að velta bíl sínum. Var konan flutt af vettvangi slyssins á sjúkrahús í Reykjavík. Þar var tekið úr henni blóðsýni sem leiddi í ljós að í blóði hennar mátti finna lyfin Nordíazepam og Búprenorfín í blóði hennar. Í matsgerð Rannsóknarstofu Háskóla Íslands í lyfja og eiturefnafræðum vegna málsins kom fram að gera mætti ráð fyrir því að konan hafi ekki getað stjórnað bílnum öruggelga vegna áhrifa lyfjanna. Var konan ákærð fyrir akstur undir áhrifjum lyfja. Framburður lækna skipti sköpum Fyrir dómi neitaði konan sök. Sagði hún að frá árinu 2019 hafi hún tekið lyfið Suboxone, sem innihheldur búprenorfín að morgni hvers dags, auk annarra lyfja yfir daginn, öll skömmtuð af heimahjúkrun. Taldi hún sig ekki hafa fundið fyrir áhrifjum lyfja við aksturinn. Yfirlæknir á ótilgreindu sjúkrahúsi bar vitni fyrir dómi og sagði konuna vera skjólstæðing sinn. Hann hafi ávísað lyfinu sem ætti eitt og sér ekki að skerða akstursgetu þeirra sem taki það inn. Læknir sem kom á slysstað og sinnti ökumanninum bar einnig vitni og kom fram í máli hans að ökumaðurinn hafi verið ágætlega áttaður eftir slysið. Í dómi Héraðsdóms Vesturlands er vísað í framburð læknis konunar um að búprenorfín hefði ekki áhrif á hæfni fólks til akstur þegar lyfið er tekið eftir ráðleggingum læknis. Þá var einnig vísað í framburð læknisins sem kom á slysstað og segir héraðsdómur að framburður hans bendi ekki til að konan hafi verið undir áhrifum lyfja. Var konan því sýknuð af akstri undir áhrifum lyfja í umrætt skipti. Samgöngur Dómsmál Samgönguslys Lyf Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Sjá meira
Málið má rekja til þess að konan var á leið frá Akureyri til Reykjavíkur þann 1. september árið 2020. Varð hún fyrir því óhappi að velta bíl sínum. Var konan flutt af vettvangi slyssins á sjúkrahús í Reykjavík. Þar var tekið úr henni blóðsýni sem leiddi í ljós að í blóði hennar mátti finna lyfin Nordíazepam og Búprenorfín í blóði hennar. Í matsgerð Rannsóknarstofu Háskóla Íslands í lyfja og eiturefnafræðum vegna málsins kom fram að gera mætti ráð fyrir því að konan hafi ekki getað stjórnað bílnum öruggelga vegna áhrifa lyfjanna. Var konan ákærð fyrir akstur undir áhrifjum lyfja. Framburður lækna skipti sköpum Fyrir dómi neitaði konan sök. Sagði hún að frá árinu 2019 hafi hún tekið lyfið Suboxone, sem innihheldur búprenorfín að morgni hvers dags, auk annarra lyfja yfir daginn, öll skömmtuð af heimahjúkrun. Taldi hún sig ekki hafa fundið fyrir áhrifjum lyfja við aksturinn. Yfirlæknir á ótilgreindu sjúkrahúsi bar vitni fyrir dómi og sagði konuna vera skjólstæðing sinn. Hann hafi ávísað lyfinu sem ætti eitt og sér ekki að skerða akstursgetu þeirra sem taki það inn. Læknir sem kom á slysstað og sinnti ökumanninum bar einnig vitni og kom fram í máli hans að ökumaðurinn hafi verið ágætlega áttaður eftir slysið. Í dómi Héraðsdóms Vesturlands er vísað í framburð læknis konunar um að búprenorfín hefði ekki áhrif á hæfni fólks til akstur þegar lyfið er tekið eftir ráðleggingum læknis. Þá var einnig vísað í framburð læknisins sem kom á slysstað og segir héraðsdómur að framburður hans bendi ekki til að konan hafi verið undir áhrifum lyfja. Var konan því sýknuð af akstri undir áhrifum lyfja í umrætt skipti.
Samgöngur Dómsmál Samgönguslys Lyf Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Sjá meira