Alvarlegt að jaðarsetja trú og skilning á henni hjá börnum Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 27. október 2022 12:38 Kristrún Heimisdóttir, fyrsti varaforseti kirkjuþings þjóðkirkjunnar. Vísir/Sigurjón Kristrún Heimisdóttur, fyrsti varaforseti kirkjuþings þjóðkirkjunnar segir nauðsynlegt að börn læri að skilja menningu Íslands og þar á meðal trúna. Skilgreina þurfi einnig hvað flokkist sem trúfélag. Kristrún vakti athygli á máli sínu á nýliðnu kirkjuþingi. Kristrún mætti í Bítið í morgun og ræddi við Gulla og Heimi um sína sýn á aðgengi barna að Jesú Krist. Viðtalið við Kristrúnu í heild sinni má hlusta á hér að neðan. Hún segir Reykjavíkurborg hafa tekið þá ákvörðun rétt eftir hrun að setja hömlur á það hvernig starf kirkjunnar og kirkjan sjálf sé kynnt fyrir börnum. Prestar hafi sagt henni að þeir geti ekki auglýst sunnudagaskóla lengur en börn fari á mis við ýmislegt þegar þau geti illa nálgast sunnudagaskóla eoms og dæmisögu á borð við þá um miskunnsama samverjann. „Af 54 krökkum sem voru að koma í fermingarfræðslu voru bara tvö sem vissu hvað hann var að tala um þegar hann fór að tala um miskunnsama samverjann,“ hefur Kristrún eftir prest sem talaði við hana um þessi mál. Kristrún segir börn ekki læra að skilja mikilvæga íslenska menningarþætti fari þau á mis við hluti eins og dæmisögurnar. Íslensk menning innihaldi mikið magn mikilvægra tákna og sagna. Hún segir orð sem koma frá kirkjunni eins og „Sá yðar sem syndlaus er, kasti fyrsta steininum“ hafa djúpa merkingu og segi eitthvað sem erfitt sé að setja í orð. Mikilvægt sé að börn skilji menningararfinn. „Sá yðar sem syndlaus er, kasti fyrsta steininum, sko krakkar sem ekki hafa fengið þetta útskýrt þau skilja ekki neitt þessa setningu, hvað er eiginlega átt við, syndir, er það einhver sundbolur? Þið vitið, sá ykkar sem er í sundbol hann fari og kasti steini,“ segir Kristrún. Lögin þurfi að móta á grunni trúfrelsis Á kirkjuþingi sagði Kristrún lög um trúfélög vera bastarð en þörf sé á frekari skilgreiningu á því hvað sé trúfélag, engin mörk séu til staðar hverjir eða hvað geti skilgreint sig sem slíkt. Lögin séu ekki nógu vel samin fyrir íslenskt samfélag. „Mér finnst Zúista málið vera hneyksli og dæmi um það hvað getur gerst þegar lög eru mótuð með þessum hætti,“ segir Kristrún. Hún segir lögin þurfa að vera mótuð á grunni trúfrelsis en trúfrelsi felist í því „að menn þoli og virði það að aðrir þurfi að iðka trú.“ Hún segir alþjóðlegar skilgreiningar vera til staðar til þess að skilgreina hvað sé trú og staðan á Íslandi sé orðin skrítin hvað þetta varðar. Hún segir alvarlegt að jaðarsetja trú og skilning á henni hjá börnum, þau verði þá ólæs á trú „hinna nýju Íslendinga.“ „Íslenskt samfélag er að verða miklu fjölbreyttara en það var og ég held að það sé algjör forsenda þess að það verði farsæl sambúð að við viðurkennum okkar trúar hefð og jafnframt á grundvelli þess að skilja okkar eigin hefð, kunnum að bera virðingu fyrir öðrum hefðum,“ segir Kristrún. Viðtalið við Kristrúnu í heild sinni má hlusta á hér að ofan. Fréttin hefur verið uppfærð. Trúmál Þjóðkirkjan Börn og uppeldi Bítið Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
Kristrún mætti í Bítið í morgun og ræddi við Gulla og Heimi um sína sýn á aðgengi barna að Jesú Krist. Viðtalið við Kristrúnu í heild sinni má hlusta á hér að neðan. Hún segir Reykjavíkurborg hafa tekið þá ákvörðun rétt eftir hrun að setja hömlur á það hvernig starf kirkjunnar og kirkjan sjálf sé kynnt fyrir börnum. Prestar hafi sagt henni að þeir geti ekki auglýst sunnudagaskóla lengur en börn fari á mis við ýmislegt þegar þau geti illa nálgast sunnudagaskóla eoms og dæmisögu á borð við þá um miskunnsama samverjann. „Af 54 krökkum sem voru að koma í fermingarfræðslu voru bara tvö sem vissu hvað hann var að tala um þegar hann fór að tala um miskunnsama samverjann,“ hefur Kristrún eftir prest sem talaði við hana um þessi mál. Kristrún segir börn ekki læra að skilja mikilvæga íslenska menningarþætti fari þau á mis við hluti eins og dæmisögurnar. Íslensk menning innihaldi mikið magn mikilvægra tákna og sagna. Hún segir orð sem koma frá kirkjunni eins og „Sá yðar sem syndlaus er, kasti fyrsta steininum“ hafa djúpa merkingu og segi eitthvað sem erfitt sé að setja í orð. Mikilvægt sé að börn skilji menningararfinn. „Sá yðar sem syndlaus er, kasti fyrsta steininum, sko krakkar sem ekki hafa fengið þetta útskýrt þau skilja ekki neitt þessa setningu, hvað er eiginlega átt við, syndir, er það einhver sundbolur? Þið vitið, sá ykkar sem er í sundbol hann fari og kasti steini,“ segir Kristrún. Lögin þurfi að móta á grunni trúfrelsis Á kirkjuþingi sagði Kristrún lög um trúfélög vera bastarð en þörf sé á frekari skilgreiningu á því hvað sé trúfélag, engin mörk séu til staðar hverjir eða hvað geti skilgreint sig sem slíkt. Lögin séu ekki nógu vel samin fyrir íslenskt samfélag. „Mér finnst Zúista málið vera hneyksli og dæmi um það hvað getur gerst þegar lög eru mótuð með þessum hætti,“ segir Kristrún. Hún segir lögin þurfa að vera mótuð á grunni trúfrelsis en trúfrelsi felist í því „að menn þoli og virði það að aðrir þurfi að iðka trú.“ Hún segir alþjóðlegar skilgreiningar vera til staðar til þess að skilgreina hvað sé trú og staðan á Íslandi sé orðin skrítin hvað þetta varðar. Hún segir alvarlegt að jaðarsetja trú og skilning á henni hjá börnum, þau verði þá ólæs á trú „hinna nýju Íslendinga.“ „Íslenskt samfélag er að verða miklu fjölbreyttara en það var og ég held að það sé algjör forsenda þess að það verði farsæl sambúð að við viðurkennum okkar trúar hefð og jafnframt á grundvelli þess að skilja okkar eigin hefð, kunnum að bera virðingu fyrir öðrum hefðum,“ segir Kristrún. Viðtalið við Kristrúnu í heild sinni má hlusta á hér að ofan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Trúmál Þjóðkirkjan Börn og uppeldi Bítið Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira