Guðlaugur Þór spyrji sig hvernig hafi gengið að afla fylgis Kjartan Kjartansson og Heimir Már Pétursson skrifa 27. október 2022 11:13 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra. Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, fylgist með í bakgrunni. Vísir/Arnar Það er sameiginlegt verkefni allra sjálfstæðismanna að hífa fylgið flokksins upp aftur, ekki bara formannsins, að mati Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Hann ráðleggur Guðlaugi Þór Þórðarsyni að líta í eigin barm og spyrja sig hvernig honum hafi gengið að afla flokknum fylgis í borginni. Miklir orðrómar eru nú á kreiki um að Guðlaugur Þór, oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður og umhverfis-, orku og loftslagsráðherra, ætli að skora Bjarna á hólm á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í næstu viku. Guðlaugur Þór hefur sagt að hann hafi ekki enn tekið ákvörðun um framboð. Í viðtali við Vísi í morgun harmaði Guðlaugur Þór núverandi stöðu Sjálfstæðisflokksins. Hann hlaut tæpan fjórðung atkvæða á landsvísu í Alþingiskosningum fyrir ári en var lengi vel með allt frá þrjátíu til fjörutíu prósent í kosningum á seinni hluta síðustu aldar. Eftir fjármálahrunið 2008 og undir forystu Bjarna hefur flokkurinn aldrei fengið meira en 29 prósent atkvæða í þingkosningum. „Við getum ekki sætt okkur við að að vera rúmlega tuttugu prósenta flokkur og jafnvel sjá eitthvað ívið verra í skoðanakönnunum. Það er ekki Sjálfstæðisflokkurinn sem ég gekk í. Það hefur ekkert breyst að sú hugmyndafræði sem við stöndum fyrir er best. Það er ekkert að henni. Við þurfum að líta til þess hvernig við getum náð betri árangri,“ sagði Guðlaugur Þór. Flokkurinn sterkastur í kjördæmi formannsins Bjarni sagði að það væri ekkert nema eðlilegt og sjálfsagt ef aðrir vildu láta reyna á stuðning á landsfundinum. Sjálfur hefði hann aldrei gengið að því sem sjálfsögðum hlut að leiða stærsta stjórnmálaflokk landsins. Hvað þróun fylgis Sjálfstæðisflokksins varðaði sagði Bjarni að ekkert væri lengur eins og það var og ekki væri hægt að snúa klukkunni við. „Síðan finnst mér líka að hver þurfi að líta sér nær og spyrja sig, til dæmis oddvitinn í Reykjavík í þessu tilviki: hvernig hefur mér gengið að afla flokknum fylgis í borginni, í mínu kjördæmi? Ég get svo sem sagt fyrir mitt leyti að fylgi við flokkinn hefur verið ágætt þar sem ég hef verið að leiða. Svo getur bara hver svarað fyrir sig,“ sagði Bjarni. Í þingkosningunum í september 2021 fékk Sjálfstæðisflokkurinn 20,9 prósent atkvæða í Reykjavíkurkjördæmi norður, kjördæmi Guðlaugs Þórs. Flokkurinn fékk 22,9 prósent í Reykjavíkurkjördæmi suður, kjördæmi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur. Niðurstaðan varð 30,2 prósent fylgi í Suðvesturkjördæmi, kjördæmi formannsins. Suðvesturkjördæmi var jafnframt sterkasta vígi Sjálfstæðisflokksins á landsvísu. „Þetta er sameiginlegt verkefni okkar allra sjálfstæðismanna. Það getur aldrei verið verkefni eins manns að hefja fylgi flokksins upp í hæstu hæðir aftur. Það er hins vegar metnaðarmál okkar allra,“ sagði Bjarni. Vill gefa Jóni frið til að sinna verkefnum sínum Spurður út í nýleg ummæli sín um að ekki væri víst að Jón Gunnarsson léti af embætti sem dómsmálaráðherra á miðju kjörtímabilinu og Guðrún Hafsteinsdóttir tæki við af honum eins og lagt var upp með við myndun ríkisstjórnarinnar gaf Bjarni ekki afdráttarlaust svar um hvort að það stæði enn til. Hann hafi talið að nóg væri komið af umræðu um að Jón væri að hætta sem ráðherra. „Hann er hérna í miðjum straumnum, hann er með stór mál á dagskrá. Mér finnst sjálfsagt að hann fái nú bara frið til að sinna sínum verkefnum. Hann hefur staðið sig afar vel. Mér finnst að það eigi ekki að vera í forgrunni umræðunnar um þau mál sem sem hann er að sinna að nú fari að líða að lokum hans ráðherratíðar,“ sagði Bjarni. Hins vegar hafi ekkert breyst um fyrirætlanir hans að Guðrún tæki að sér ráðherraembætti. „Við skulum bara leyfa því að eiga sér stað þegar að því kemur,“ sagði hann. Svaraði Bjarni því ekki beint hvort að til stæði þá að fjölga ráðherrastólum Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórninni eða hvort að Jón léti af embætti. „Það geta komið alls konar hlutir upp á. Hver veit hvort ég verði í ríkisstjórn þegar að því kemur. Er þetta ekki bara raunsæi að gera sér grein fyrir því að það getur margt gerst í pólitík,“ sagði formaðurinn. Fréttin hefur verið uppfærð. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavíkurkjördæmi suður Suðvesturkjördæmi Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira
Miklir orðrómar eru nú á kreiki um að Guðlaugur Þór, oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður og umhverfis-, orku og loftslagsráðherra, ætli að skora Bjarna á hólm á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í næstu viku. Guðlaugur Þór hefur sagt að hann hafi ekki enn tekið ákvörðun um framboð. Í viðtali við Vísi í morgun harmaði Guðlaugur Þór núverandi stöðu Sjálfstæðisflokksins. Hann hlaut tæpan fjórðung atkvæða á landsvísu í Alþingiskosningum fyrir ári en var lengi vel með allt frá þrjátíu til fjörutíu prósent í kosningum á seinni hluta síðustu aldar. Eftir fjármálahrunið 2008 og undir forystu Bjarna hefur flokkurinn aldrei fengið meira en 29 prósent atkvæða í þingkosningum. „Við getum ekki sætt okkur við að að vera rúmlega tuttugu prósenta flokkur og jafnvel sjá eitthvað ívið verra í skoðanakönnunum. Það er ekki Sjálfstæðisflokkurinn sem ég gekk í. Það hefur ekkert breyst að sú hugmyndafræði sem við stöndum fyrir er best. Það er ekkert að henni. Við þurfum að líta til þess hvernig við getum náð betri árangri,“ sagði Guðlaugur Þór. Flokkurinn sterkastur í kjördæmi formannsins Bjarni sagði að það væri ekkert nema eðlilegt og sjálfsagt ef aðrir vildu láta reyna á stuðning á landsfundinum. Sjálfur hefði hann aldrei gengið að því sem sjálfsögðum hlut að leiða stærsta stjórnmálaflokk landsins. Hvað þróun fylgis Sjálfstæðisflokksins varðaði sagði Bjarni að ekkert væri lengur eins og það var og ekki væri hægt að snúa klukkunni við. „Síðan finnst mér líka að hver þurfi að líta sér nær og spyrja sig, til dæmis oddvitinn í Reykjavík í þessu tilviki: hvernig hefur mér gengið að afla flokknum fylgis í borginni, í mínu kjördæmi? Ég get svo sem sagt fyrir mitt leyti að fylgi við flokkinn hefur verið ágætt þar sem ég hef verið að leiða. Svo getur bara hver svarað fyrir sig,“ sagði Bjarni. Í þingkosningunum í september 2021 fékk Sjálfstæðisflokkurinn 20,9 prósent atkvæða í Reykjavíkurkjördæmi norður, kjördæmi Guðlaugs Þórs. Flokkurinn fékk 22,9 prósent í Reykjavíkurkjördæmi suður, kjördæmi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur. Niðurstaðan varð 30,2 prósent fylgi í Suðvesturkjördæmi, kjördæmi formannsins. Suðvesturkjördæmi var jafnframt sterkasta vígi Sjálfstæðisflokksins á landsvísu. „Þetta er sameiginlegt verkefni okkar allra sjálfstæðismanna. Það getur aldrei verið verkefni eins manns að hefja fylgi flokksins upp í hæstu hæðir aftur. Það er hins vegar metnaðarmál okkar allra,“ sagði Bjarni. Vill gefa Jóni frið til að sinna verkefnum sínum Spurður út í nýleg ummæli sín um að ekki væri víst að Jón Gunnarsson léti af embætti sem dómsmálaráðherra á miðju kjörtímabilinu og Guðrún Hafsteinsdóttir tæki við af honum eins og lagt var upp með við myndun ríkisstjórnarinnar gaf Bjarni ekki afdráttarlaust svar um hvort að það stæði enn til. Hann hafi talið að nóg væri komið af umræðu um að Jón væri að hætta sem ráðherra. „Hann er hérna í miðjum straumnum, hann er með stór mál á dagskrá. Mér finnst sjálfsagt að hann fái nú bara frið til að sinna sínum verkefnum. Hann hefur staðið sig afar vel. Mér finnst að það eigi ekki að vera í forgrunni umræðunnar um þau mál sem sem hann er að sinna að nú fari að líða að lokum hans ráðherratíðar,“ sagði Bjarni. Hins vegar hafi ekkert breyst um fyrirætlanir hans að Guðrún tæki að sér ráðherraembætti. „Við skulum bara leyfa því að eiga sér stað þegar að því kemur,“ sagði hann. Svaraði Bjarni því ekki beint hvort að til stæði þá að fjölga ráðherrastólum Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórninni eða hvort að Jón léti af embætti. „Það geta komið alls konar hlutir upp á. Hver veit hvort ég verði í ríkisstjórn þegar að því kemur. Er þetta ekki bara raunsæi að gera sér grein fyrir því að það getur margt gerst í pólitík,“ sagði formaðurinn. Fréttin hefur verið uppfærð.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavíkurkjördæmi suður Suðvesturkjördæmi Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira